Haustlitirnir

Haustið er fagurt hér í Minnesota og fátt er betra fyrir geðheilsuna á þessum síðustu og verstu en að fara út í göngutúr og virða fyrir sér náttúruna.  Við félagarnir gengum meðfram Mississippi fljótinu í gær í 22° hita og hressandi úða.  Myndavélin var að sjálfsögðu með í för. Smile  (afsakið léleg myndgæði...mæli sterklega með að þið smellið hér og veljið "watch in high quality")

Einn prófessoranna minna hafði svo samband við mig um helgina og kallaði mig á sinn fund í dag.  Prófessorinn hafði fengið heimsókn frá hausaveiðara í leit að útskriftarnemum og hann ákvað að segja frá mér og þeim verkefnum sem ég hef unnið að.  Hausaveiðarinn var víst áhugasamur um að heyra í mér og bað prófessorinn um að skila til mín nafnspjaldinu sínu ásamt kynningarpakka frá fyrirtækinu...já og kaffi-hitabrúsa!
Fyrirtækið sem um ræðir er alhliða verkfræðistofa sem sérhæfir sig m.a. í flugvöllum.  Höfuðstöðvarnar eru í Fargo, ND...af öllum stöðum...en ég ætla engu að síður að reyna að grípa gæsina og hafa samband við hausaveiðarann.  Hér er vefsíðan þeirra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Tómasson

Gangi þér vel með það!

Kveðja frá Sívætlu.

Heimir Tómasson, 14.10.2008 kl. 08:07

2 Smámynd: Róbert Björnsson

Takk fyrir það og bestu kveðjur westur á Pacific Standard Time Zone

Róbert Björnsson, 14.10.2008 kl. 08:18

3 identicon

Uss það er ár og dagur síðan ég hef litið hingað inn! Frábært að heyra af þessu tækifæri Róbert. Heheh Fargo minnir mann nú bara á kvikmyndina góðu, sem gefur kannski ekki bestu myndina f þessum bæ.

Ingi Björn (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 11:14

4 identicon

Sæll Róbert,
til hamingju með þetta tækifæri. Ég vona að þú fáir út úr því allt sem þú óskar þér.

Skemmtilegt myndandið ykkar félaganna.  Er það kæró sem tók upp?

Alla (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 12:45

5 Smámynd: Róbert Björnsson

Ingi:  Hehe...kannski er Fargo eitthvað skárri að sumri til...svona eins og Ísafjörður, eh?     En talandi um myndina...var að sjá "Burn After Reading" um daginn....nýjustu afurð Coen bræðra...alger snilld...húmorinn minnir mikið á Fargo.

Alla:  takk fyrir það... nei myndatökumaðurinn er mér vissulega mjög kær...en ekki beint "kæró" hehe

Róbert Björnsson, 14.10.2008 kl. 18:23

6 Smámynd: Ólafur Þórðarson

ND=Bush country?

Eru þeir komnir úr scalping í afhausanir?

Ólafur Þórðarson, 15.10.2008 kl. 23:54

7 Smámynd: Róbert Björnsson

Jú mikið rétt...North Dakota er skelfilegt Bush country...  og ekki beint diverse demographics...96% hvítir öfgakristnir sveitalubbar og gamlingjar.... maður fær martraðir af tilhugsuninni hehe...  ég gæti allt eins flutt til Alabama!

En...spurning hvað maður leggur á sig til að losna við að fara heim á Klakann

Róbert Björnsson, 16.10.2008 kl. 04:55

8 identicon

Passaðu þig á mönnum með viðartætara!

Binni (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 23:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband