Úti að aka - yfir hálfa Ameríku and back

Þakkargjörðar kalkúnninn verður étinn í Washington D.C. þetta árið.  Vegna vegabréfs-vesens neyðist ég til að gera mér ferð í íslenska sendiráðið í höfuðstaðnum.  Þar sem flugvélar eru allar meira og minna uppbókaðar á þessum tíma og fargjöld himinhá var ákveðið að keyra bara, enda bensínið komið niður í $1.69.  Aðra eins vitleysu hefur maður svosem lagt út í en vegalengdin frá Minnesota til D.C. og aftur til baka er um 3760 kílómetrar...sem samsvarar um þremur hringjum í kringum Ísland!  Planið er að ferðalagið taki eina viku með 3-4 daga stoppi í Washington.  Piece of cake.

on the road againEf ekkert heyrist frá mér næstu daga þá sit ég sennilega fastur í snjóskafli einhversstaðar í Appalachia fjöllunum...en veðurspáin er freker leiðinleg fyrir þann hluta leiðarinnar...heavy "Lake Effect" snjókoma frá Ohio og í gegnum Pennsylvaniu...þannig að þetta gæti orðið áhugavert ævintýri.  Pouty  

Svo skemmtilega vill til að í síðasta mánuði voru liðin nákvæmlega 10 ár frá minni fyrstu og einu heimsókn til Washington D.C. og var það sömuleiðis fyrsta ferð mín til Bandaríkjanna.  Það verður áhugavert að sjá hvort eitthvað hafi breyst þar í forsetatíð W.  Ætli ég noti ekki tækifærið og kíki á nokkur söfn og minnisvarða fyrst maður verður þarna á annað borð.

Kannski læt ég vita af mér annað slagið þegar ég kemst í netsamband á leiðinni en ég legg í hann snemma í fyrramálið og ætla mér keyra sem leið liggur í gegnum Wisconsin og Illinois, framhjá Chicago og áætla að gista í South Bend, Indiana fyrstu nóttina.  Svo held ég áfram í gegnum Ohio með viðkomu í Cleveland og þaðan inn í Pennsylvaniu og stefni á að gista í Pittsburgh.  Þaðan er svo ekki nema 4-5 tíma keyrsla inn í Maryland og til D.C. þar sem ég vonast til að vera mættur seinni partinn á þriðjudaginn.  

Wish me luck! Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Tómasson

Break a leg dude.

Heimir Tómasson, 23.11.2008 kl. 01:53

2 Smámynd: Róbert Björnsson

Thanks...hopefully not literally tho!

Róbert Björnsson, 23.11.2008 kl. 01:56

3 identicon

Sæll Róbert.

Ég vona að ferðalagið gangi vel, þú lætur vita ef þú vilt að ég kanni með gistingu í Ohio hjá fólki sem ætti að vera alveg á sömu línu og þú í pólitískum skoðunum og er svo í þokkabót alveg hreint stórskemmtilegt lið . Skemmir ekki fyrir að þetta væri alveg akkúrat í leiðinni: http://maps.google.com/maps?f=d&saddr=Minnesota&daddr=Fremont,+OH+to:Washington+DC&hl=en&geocode=&mra=ls&sll=42.811365,-85.863235&sspn=10.844308,19.643555&ie=UTF8&z=6

Stefan Freyr Stefansson (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 23:34

4 Smámynd: Róbert Björnsson

Blessaður Stefán og kærar þakkir fyrir gott boð!   Var reyndar að tékka mig inn á mótel í Angola, Indiana...rétt við Ohio landamærin og stefni á að komast langleiðina til DC annað kvöld. 

Satt að segja er ég orðinn ansi frústreraður á Indiana hehe...löggan stoppaði mig á 80 mph en sleppti mér sem betur fer með viðvörun og svo beið ég í hálftíma við vegatollahlið...ætlaði að gista í South Bend en þá þurfti einmitt að vera í gangi fótboltaleikur á milli Notre Dame og Syracuse og öll mótel full...þurfti þá að keyra 50 mílur í viðbót... en þetta hafðist.

Hvernig var það...varstu ekki skiptinemi hérna í gamla daga?  Er þetta fólk í Ohio familían þín? 

Róbert Björnsson, 24.11.2008 kl. 06:03

5 Smámynd: Stefán Freyr Stefánsson

Jú passar. Þetta er skiptinemafjölskyldan mín.

Ég tók einmitt eftir að þú hefðir farið af stað í gærmorgun rétt eftir að ég sendi inn skilaboðin.

Þú veist allavega af þessu þegar þú ferð til baka, ég hendi á þig pósti þannig að þú hafir örugglega email hjá mér. Gallinn við bakaleiðina er auðvitað að þetta er mun nær Washington en Minnesota, en kannski er það bara fínt ef þú vilt leggja af stað seinnipart dags frá Washington. Ég auðvitað lofa engu, veit ekkert hvort þau eru heima yfir höfuð en það er alveg sjálfsagt að kanna það ef þú kærir þig um það. Ég veit að þau hefðu gaman af því að fá íslenska heimsókn frá skoðanabróður (Theresa, "mamma mín", sendi mér póst eftir að úrslit kosninganna lágu fyrir og lýsti fyrir mér hvernig hún hljóp um allan bæ með hópi Obamaista og hvernig þau enduðu á lóðinni fyrir framan kosningaskrifstofu McCain þar sem þau tóku sig til og rifu upp öll garðskiltin, hentu þeim inn í runna og settu Obama skilti í staðinn).

Bestu kveðjur, og aftur, gangi þér vel á ferðalaginu.

Stefán Freyr Stefánsson, 24.11.2008 kl. 09:33

6 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Góða ferð. 

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 24.11.2008 kl. 13:17

7 Smámynd: Róbert Björnsson

Takk takk... var að lenda í Bedford, PA sem er uppi í fjöllunum stutt frá landamærum Maryland og 140 mílur frá DC.  Rigning, þoka og 3 stiga hiti.

Stefán:  Haha mér líst þrusuvel á "mömmu þína"...svona eiga "loony liberals" að vera!    Er ekki alveg búinn að plana heimferðina en það væri vissulega gaman að kíkja við hjá þeim...sendi þér póst þegar ég veit meira.

Róbert Björnsson, 25.11.2008 kl. 02:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband