Kodak Theater eða Leikhúskjallarinn?

Horfði á Óskarinn með öðru auganu í kvöld og þótti mjög augljóst að vísvitandi var reynt að skapa hálfgert "kreppu-atmosphere" og glamúrinn var tónaður niður - næstum því pínlega mikið.  Sviðið var gert mjög lítið og náið og stjörnurnar þurftu ekki að labba langar leiðir upp tröppur til þess að taka við styttunni frægu.  Þá var sviðsmyndin hrá og mínímalísk og öll umgjörðin mun lausari við glys og glæsileika.  Þó svo þetta hafi komið ágætlega út þá þótti mér þetta samt svolítið tilgerðarlegt - einhvernvegin einum of augljóslega fake að horfa á fræga og ríka fólkið reyna að dressa sig niður.  Svo þótti mér hálfgerð synd að leyfa hinu glæsilega Kodak Theater ekki að njóta sín - Hollywood og Óskarinn á að vera glamurous damnit!   Þessi seremónía hefði allt eins getað farið fram í hvaða skemmu sem er!  

Fyrir tæpum tveimur árum síðan var ég að þvælast í Hollywood og fór að sjálfsögðu í skoðunarferð í Kodak Theater og hafði gaman af - síðan þá finnst mér alltaf skrítið að horfa á Óskarinn og hugsa með mér "I´ve been on that stage!" Tounge   Simple things for simple minds, eh!

lancecleve.jpgAnywho...Hugh Jackman brilleraði sem kynnir og ég var mjög sáttur við úrslitin fyrir utan að ég hefði viljað sjá Meryl Streep og Violu Davis vinna fyrir leik sinn í Doubt.  Slumdog Millionaire átti sín verðlaun skilin og að sjálfsögðu þótti mér gaman að sjá Sean Penn vinna og þakkarræðan hans var æðisleg!  "You commie, homo-loving sons of guns" var það fyrsta sem kom uppúr Penn við mikla kátínu viðstaddra. Grin  Hann sagði svo frá því að fyrir utan á rauða dreglinum hefði hann farið framhjá hópi fólks með skilti með hatursfullum skilaboðum og beindi því til þeirra kjósenda í Kalíforníu sem studdu "Prop 8", bannið við giftingum samkynhneigðra, að íhuga sína afstöðu vel og skammast sín svo!

Þá þótti mér gaman að sjá hinn unga handritshöfund Dustin Lance Black hljóta Óskarinn fyrir Milk og þakkarræðan hans var mjög áhrifarík - sjá hér! 

Að lokum tók ég eftir því að margar stjörnurnar skörtuðu hvítum slaufum til stuðnings baráttunni fyrir breyttum hjúskapar-lögum.  Sjá nánar á WhiteKnot.org


mbl.is Viltu vinna milljarð? sigraði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Týpískt að linkurinn á þakkarræðuna skuli hafa verið tekinn niður. Það var frábært að vita af stuðningi stjarnanna við hjónaband samkynhneigðra. Það ætti að sýna þessu brainless haturspakki, hvað er að vera hugsandi og réttlát manneskja.

Að tóna niður umgjörðina var annars svo obvious að það jaðraði við verstu hræsni og yfirborðsmennsku, sem ekki var kannski á bætandi í þessu samhengi.  Ég hefði heldur bætt í glamúrinn.  Á krepputímum vill fólk dreyma annað slagið en ekki vera stöðugt minnt á hrollkaldann veruleikann. Þetta tiltæki varð bara til að nudda fólki aðeins meir upp úr eymdinni. Kvikmyndir hafa ávallt verið ópíum á erfiðum tímum og það á ekki að breytast. Þess er þörf. Betra en helvítins trúardópið.

Ég er himin lifandi yfir árangri Slumdog Millionaire, því það var sannarleg djúp mynd, sem skildi mikið eftir. Hún hafði eiginlega allt gott til að bera, svo maður var bæði að bresta í grát eða hlátur á sama tíma alla myndina.

Jón Steinar Ragnarsson, 24.2.2009 kl. 01:12

2 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Æ, finnur fólk sér ekki alltaf eitthvað til að kvarta yfir? Það var nú ekki svo lítið röflað yfir peningunum sem fóru í innsetningarathöfn Obama, en sjálfsagt hefðu einhverjir pirrað sig á henni þó hún hefði farið fram í fimmtíu manna sal og einu skemmtiatriðin verið Obamabstelpurnar að spila Hail to the Chief á blokkflautu.

Annars er ég löngu hætt að hafa gaman af því að horfa á Óskarinn...hann virkar alltaf tilgerðarlegur, sama í hvora áttina er. Er það ekki líka tilgangurinn?

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 24.2.2009 kl. 01:51

3 Smámynd: Róbert Björnsson

Jón Steinar:  Eins og talað út úr mínum munni!   Hollywood á að vera svona fantasy heimur sem leyfir fólki að flýja veruleikann í smá stund.  (fann þakkarræðuna á youtube og breytti linknum)

Tinna:  Jú svo sannarlega - það er endalaust hægt að kvarta yfir öllu og þannig á það líka að vera.  Það væri leiðinlegt ef allir væru alltaf alveg sáttir við allt.  Annars er þetta nú ekkert svo stórt kvart - það er ekki eins og þetta hafi böggað mig verulega - meira hugsað sem pæling enda nær mín rödd varla til þeirra sem ráða í Hollywood hvort sem er!

Og jú -  Óskarinn er og á að vera tilgerðarlegur! 

Róbert Björnsson, 24.2.2009 kl. 09:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband