Hindurvitna-ráðuneytið

Eins og allir vita er mannorð íslendinga réttilega og gjörsamlega farið niður í svaðið út um allan heim.  Hér í Bandaríkjunum erum við aðhlátursefni eins og annarsstaðar og ekki skánaði það eftir að svæsin en því miður mjög raunsæ grein Michael Lewis birtist í apríl-útgáfu Vanity Fair.  Greinin hefur hefur greinilega vakið töluverða athygli en í fyrradag vitnaði hin stórskemmtilega og fluggáfaða Rachel Maddow, þáttastjórnandi á MSNBC í greinina og gantaðist með trú íslendinga á álfa og huldufólk! Joyful  Hvernig væri að reyna að snúa þessu okkur í hag og taka upp formleg siðaskipti - leggja niður hina Evangelísk-Lúthersku Þjóðkirkju og breyta Kirkjumálaráðuneytinu í álfa-og huldumanna-ráðuneytið...eða bara Hindurvitna-ráðuneytið?  Þetta gæti reynst frábært trick fyrir ferðamanna-iðnaðinn og svo er hvort sem er ósköp lítill munur á því hvort fólk trúir á ósýnilegan vin á himnum, bleika einhyrninga eða álfa og huldufólk!  Sama ruglið en þó sýnist mér álfatrúin mun skaðlausari en Kristnin. Tounge  Bjarni Harrrðar og Magnús Skarphéðinsson væru svo náttúrulega tilvalin ráðherra-efni! Alien


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Ætli það væri ekki bara best Róbert minn að ákvæðinu um trúfrelsi sem getið er um í stjórnarskrá verði betur framkvæmt og hætt verði að mismuna trúarbrögðum. Múslímar t.d. hafa orðið fyrir mismunun hér og fá ekki að reisa sér trúarbyggingu sem þeir þó eiga rétt á.

Hilmar Gunnlaugsson, 7.3.2009 kl. 15:10

2 Smámynd: Róbert Björnsson

Að sjálfsögðu á að ríkja algert trúfrelsi (og sömuleiðs frelsi frá trúarbrögðum t.d. í skólum og opinberum stofnunum).

Persónulega finnst mér sjálfsagt að múslimar fái að reisa sína mosku (þó ekki á kostnað skattborgaranna) og svo lengi sem þeir fari nú ekki að gaula í hátalarakerfi við fyrsta hanagal!

Það er mín persónulega sannfæring að öll trúarbrögð séu samfélagsmein og engum til gagns - en á hinn bóginn ver ég rétt allra til að trúa hverju sem fólk vill og eitt á yfir alla að ganga í þeim efnum.

Róbert Björnsson, 7.3.2009 kl. 19:45

3 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Ég hef engar skoðanir á boðun trúar í skóla en við erum sammála því að verja rétt allra til trúar og trúleysis ef þeir kjósa.

Þeir kristnu menn sem misnota sér trú sína til að hatast við samkynhneigða tel ég þó ekki eiga réttinn til að gera slíkt enda tel ég slíkt flokkast undir hatursáróður en ekki trú.

Hilmar Gunnlaugsson, 7.3.2009 kl. 19:55

4 Smámynd: Róbert Björnsson

Þó svo fáránleg afstaða margra trúaðra gagnvart samkynhneigðum sé auðvitað til þess fallin að auka persónulega andúð mína á skipulögðum trúarbrögðum þá er langt frá því að það sé eina ástæðan fyrir trúleysi mínu.  Held reyndar að homophobia hafi almennt ekkert með trúarbrögð að gera, heldur sé trúin einungis notuð sem réttlæting - rétt eins og trúin hefur verið notuð til að réttlæta kynþátta-aðskilnað, þrælahald og þjóðarmorð.  Sennilega hafði dvöl mín í Biblíu-beltinu (Oklahoma) mikið með það að segja að opna augu mín gagnvart viðbjóði trúarbragðanna.  Hræsnin og sölumennskan er ógeðsleg og á nákvæmlega ekkert skylt við um margt fallegan boðskap Jésús - sem var örugglega hinn vænsti maður sem myndi sjálfsagt snúa sér við í gröfinni ef hann vissi hvað hefur verið sagt og gert í hans nafni í gegnum aldirnar.

Kirkjustofnanirnar eru fyrst og fremst valdastofnanir - nýttar til að féfletta og stjórna fólki á ógeðfelldan hátt.  Vona að sem flestir gefi sér tíma til að skoða þessa heimildarmynd sem fjallar um fjöldamorð sem framin voru á frumbyggjum Kanada fram undir 1975 (og óbeint ennþá til dagsins í dag) í skjóli Kaþólsku og Anglíkönsku kirkjunnar í Kanada og með fullri vitund stjórnvalda.  Miklu hefur verið kostað til að þagga málið niður - en sannleikurinn er skelfilegur og verður að vera sagður.  http://video.google.com/videoplay?docid=-6637396204037343133&ei=nCuySbuWOMHB-Aa_hsmBBA&q=unrependant

Róbert Björnsson, 7.3.2009 kl. 23:07

5 Smámynd: Tómas

www.lifsvernd.com

Tómas, 7.3.2009 kl. 23:34

6 Smámynd: Róbert Björnsson

Þú mátt eiga það Tómas að vera húmoristi!  

Róbert Björnsson, 7.3.2009 kl. 23:45

7 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Ég fjallaði nú nýlega um Vatíkanið á síðu minni. Sú stofnun virðist vera eins og þú lýsir hér að ofan. Því miður.

Hilmar Gunnlaugsson, 8.3.2009 kl. 00:08

8 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Heimurinn hlær að Pergruzka-hnappaklúðri stjórnar U.S.A.

 Í gær las ég blogg fyrrverandi nemanda í Harvard,sem fór til <Boston að hitta skólafélaga sína. Enginn hafði hugmynd um að Ísland væri gjaldþrota,hann upplifði enga skömm,var tekið allstaðar fagnandi.

Helga Kristjánsdóttir, 8.3.2009 kl. 03:17

9 identicon

Já er það ekki to mutch að leggja evanglísku lúthersku krikjuna niður á ekki fólk að vera frjálst til að trúa því sem það trúir hvort sem það trúir eða trúir ekki. Ég persónulega vill aðskilnað ríkis og kirkju og þeir sem trúa geri það þá á eigin forsendum. Það eru auðvitað öfgar í báðar áttir hjá ykkur bæði hjá Gunnari í krossinum og trúleysingjum og það sem fer mest í taugarnar á mér er þegar er verið að reyna að fá fólk til að trúa eða trúa ekki fólk á bara að fá að gera það upp við sig sjálft. Þessi umræða gengur líka stundum of langt trúað fólk er talið heimskt sem er bara bullshit og ég þekki fullt af trúuðu fólki sem er bæði vel menntað og gáfað. Ég persónulega met ekki fólk út frá skoðunum eða trú þekki fullt af bæði trúleysingjum og trúuðum sem eru gott fólk. Fólk virðist líka vera svo upptekið að flokka fólk trúað fólk er slæmt eða sjálfstæðismenn eru slæmir þetta er bara ekki svona einfalt. Að lokum er sammála því Rachel Maddow er fluggáfuð og snillingur.

Þórarinn Sigfússon (IP-tala skráð) 9.3.2009 kl. 00:20

10 identicon

Ríkið á að hætta öllum afskiptum af trú... nema eingöngu að fylgjast með hvað trúaðir eru að sýsla.
Að hér sé kirkjumálaráðuneiti er skammarblettur á íslenskri þjóð... að við sóum 6000 milljónum árlega í gamla lygasögu er sorglegt.

Engar skattaívilnanir til hjátrúar, annað er heimska.. það er heimskuvæðing að styrkja trú á súpergeimgaldrakarla.. FACT

DoctorE (IP-tala skráð) 9.3.2009 kl. 12:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband