Obama tekur í spaðann á Hugo Chavez

chavezobamaJahérna - Obama er svalur gaur!  Hann var ekki fyrr búinn að lýsa því yfir í ræðu á leiðtogafundi Ameríku-ríkja í Trinidad að hann vildi opna sættaviðræður við Kúbu að hann kom auga á Chavez og rauk í áttina að honum og rétti fram spaðann.  Þetta var alveg óundirbúið og viðbrögð Hugo voru þau að hann sagði "I want to be your friend" og svo brostu þeir báðir sínu breiðasta eins og sjá má á þessari sögulegu mynd.

Það verður fróðlegt að sjá viðbrögð Fox "News" við þessu...Russ Limbaugh á eftir að flippa yfirum ef ég þekki hann rétt og þeir sem hafa kallað Obama sósíalista mun nú sjálfsagt kalla hann kommúnista! Joyful  En mikið rosalega er hressandi að sjá þetta...að hann ætli að standa við loforðin um gerbreytta utanríkisstefnu og framkomu.  Hann er nýbúinn að rétta út sáttarhönd til Iran og lýsa því yfir að Bandaríkin séu ekki í stríði við Islam.  Hversu svalt er það að Bandaríkjaforseti sýni umheiminum smá virðingu og hógværð! Smile

Hail to the Chief!


mbl.is Obama og Chávez heilsast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Obama þarf ekkert um það að efast að hann verður kallaður sósíalisti fyrir þetta og þegar hann fer að tala nánar við múhameðsku ríkin verður hann vafalaust kallaður islamisti. En það er nú oft svo að þegar pólitíkus er mest skammaður af andstæðingum sínum má hann vita að hann er á réttri leið.

Annað vakti meiri athygli mína í fréttinni: Að Hugo Chaves kallaði G.W. Bush veaslings heimskingja! Ég er vissulega alveg sammála honum, en samt: Ef menn ætlast til hógværðar og virðingar af Bandaríkjaforseta, má þá ekki allt eins ætlast til hins sama af Hugo Chaves?

sleggjudómarinn (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 06:22

2 Smámynd: Róbert Björnsson

Oft má satt kyrrt liggja.   Hins vegar vakti líka athygli í dag að Raul Castro sýndi áður óséða hógværð með því að viðurkenna í ræðu að það hefðu verið gerð ákveðin mistök í Byltingunni á sínum tíma og að núverandi stjórnkerfi væri ekki alveg fullkomið og opnaði þarmeð á breytingar sem gætu auðveldað samskipti við Bandaríkin.

Allt skref í rétta átt.

Róbert Björnsson, 18.4.2009 kl. 06:30

3 Smámynd: Sævar Einarsson

Mér finnst þetta snilldar forseti og svona á að tækla þá pappírspésa sem eru að missa sig yfir sínu eigið ágæti. Töff mynd, þetta er ekki hið venjulega handaband, það vantar bara fyrir neðan myndina "jó jó jó was up bro" virkilega svalur gaur hann Obama og já oft má saltkjöt liggja þegar Hugo Chaves kallaði Bush vesalings heimskingja, en hann er það.

Sævar Einarsson, 18.4.2009 kl. 08:26

4 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Meðan ríkistjórn Obama breytir ekki um stefnu gangvart síonistunum í Ísrael læt ég alveg eiga sig að lýsa hrifningu minni.

Björgvin R. Leifsson, 18.4.2009 kl. 16:48

5 Smámynd: Sævar Einarsson

Ef þú heldur að stefnu BNA verði breitt á korteri þá ertu alveg á snarvitlausri stoppistöð, Obama er búinn að sýna svo ekki verði um villst að hann er að gera jákvæða hluti, en það er ekki hægt að gera allt á korteri.

Sævar Einarsson, 18.4.2009 kl. 16:55

6 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Mikið er ég glöð og stolt af mínum manni, Obama þegar ég sá þetta merkilega handtak í fréttum gærkvöldsins. Obama er að lyfta Grettistaki í friðarmálum í heiminum í dag. Hans hispurslausa og kurteisa framkoma, svo ekki sé talað um brosið breiða, er að opna margar dyr og fella marga múra.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 19.4.2009 kl. 03:56

7 Smámynd: Heimir Tómasson

Það er hárrétt sem Róbert segir, ef hann er að gera repúblikana geðveika þá er hann á hárréttri leið. Hógværð er eitthvað sem hefur ekki verið til í orðaforða kanans um aldir og það er virkilega erfitt fyrir marga hérna megin hafsins að viðurkenna hógværð. En Þetta er allt á réttri leið, nú er bara að vona að einhver snargeðveikur KKK redneck skjóti hann ekki. Af því ég hef minna álit á varaforsetanum, hreint út sagt.

Heimir Tómasson, 20.4.2009 kl. 17:03

8 Smámynd: Siggi Lee Lewis

Pfðuhh...Rétta fávita sáttarhönd? Hversu mikið vit er í því? Heldur virkilega einhver að Hugo Chavez sé í raun "inn við beinið" hið mesta góðmenni?

Maðurinn er Fífl. Hvað varðar Kúbu er ég alveg til í að skoða einhverskonar sáttarleið um leið og Fidel Castro er dauður. 

Bandaríkjamenn hafa aldrey átt í stríði við Islam. Bush tók það fram mörgum sinnum svo Obama er ekkert að finna upp hjólið. Þjóðir eins og N-Kórea, Iran og Venúzuela kunna ekki og þekkja ekki sáttarleið. Þessar þjóðir þekkja bara hnefann, og hann ættu þær að fá.

Siggi Lee Lewis, 20.4.2009 kl. 18:14

9 Smámynd: Heimir Tómasson

Hnefinn hefur gefið ríkulega og góða raun, eins og sjá má bæði í Afganistan og Írak. Er ekki kominn tími á að reyna annað? Chaves má vel vera að sé fífl en hann er engu að síður leiðtogi ríkis og því verður að hafa einhver sambönd við manninn, sama hversu mikill skítbuxi hann er. Þetta heitir "realpolitik" og er því miður hreinlega stjórnmál í sinni hreinustu (en kannski ógeðfelldustu) mynd.

Heimir Tómasson, 21.4.2009 kl. 00:45

10 identicon

Obama er margfalt betri en George Wanker Bush.  Thad er thó óskandi ad hann breyti stefnu USA og haetti ad gefa Ísrael algerlega lausan taumin hvad vardar kúgun ísraela á palenstínska fólkinu.

FOX "NEWS"...ekki minnast á thad fyrirbrigdi óaelandi.  VIDBJÓDUR...og thessi útvarpsgaur sem thú nefndir...ómálefnalegur og heimskur frodufellandi hraesnari.

Jú thad er nú svolítid hljódbaert tharna. (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 14:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband