Bloggfćrslur mánađarins, febrúar 2007

John Edwards er heitur

Ţađ er í raun fáránlegt ađ velta sér um of mikiđ uppúr skođanakönnunum um fylgi forsetaframbjóđendanna núna ţví ţađ eru jú enn nćstum tvö ár í kosningar.  Ég vil minna á ađ Bill Clinton mćldist varla međ nokkurt fylgi á ţessum tímapunkti áđur en hann svo var kjörinn 1992.  Fyrir síđustu kosningar var Howard Dean talinn lang sigurstranglegastur Demókrata áđur en hann missti sig ađeins eftir fyrsta prófkjöriđ í Iowa.  Ţađ getur ţví allt gerst ennţá...enginn er öruggur og allir eiga séns.

Á ţessum tímapunkti get ég varla gert upp á milli Barack Obama og John Edwards fyrrum varaforsetaefnis.  Báđir eru ţeir einkar vel máli farnir og glćsilegir frambjóđendur og athyglisvert er ađ sjá ađ Edwards er orđinn mun beittari en hann var 2003-4 og virđist núna leita meira til liberal arms flokksins heldur en miđjunnar.  

Međfylgjandi er skemmtilegt mynband af John Edwards ađ gera sig kláran fyrir sjónvarpsviđtal...háriđ verđur ađ vera fullkomiđ!  LoL

 


mbl.is Barack Obama saxar á forskot Hillary Clintons
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ströndin viđ brautarendann - St. Marteen

Nú ţegar Spring Break er á nćsta leiti og skólafélagarnir ađ undirbúa partí-ferđir til Cancún í Mexíkó eđa Daytona Beach er ekki ađ undra ţótt hugurinn leiti suđur á bóginn í öllu snjófarganinu (17 tommur féllu um helgina og annađ fet á leiđinni á morgun Shocking).

 

Drauma sólarlandaferđ flugáhugamannsins hlýtur ađ vera til hollensk/frönsku paradísar-eyjarinnar St. Marteen í Karabíska hafinu.   Ţar er ađ finna frćga sólbađsströnd viđ brautarendann á Princess Juiliana flugvellinum, ţar sem auk veđurblíđunnar er hćgt ađ njóta ţess ađ fylgjast međ lendingum júmbó-ţotna í verulegu návígi eins og sjá má á međfylgjandi mynbands-klippum.  Ţađ er kannski óţćgilegra međ flugtökin…en ţá er eins gott ađ halda sér í eitthvađ og hafa tappa í eyrunum.

 

En ćtli mađur verđi ekki ađ láta sér ţađ lynda ađ sitja hér í fríinu og kannski gera skurk í lokaritgerđinni svo mađur klári ţetta nú einhverntíman og geti fariđ ađ safna sér fyrir ferđ til St. Marteen.

 

Macintosh fyrir ketti?

hommalegt lógó?Makka-notendur hafa löngum talist frekar sérstakur ţjóđfélagshópur.  Sérlundađir međ afbrigđum en oft listhneigđir og međ auga fyrir góđri hönnun.  Hollusta ţeirra viđ Apple er svo sterk ađ ţeir borga oft helmingi hćrra verđ fyrir Makka en sambćrilega PC tölvu.   

Ţessum Makka-eiganda virđist hins vegar ekki vera meira sama um dýru grćjuna sína en svo ađ hann notar hana sem ţroskaleikfang fyrir ketlinginn sinn.  Sjálfur elska ég kettlinga og hef átt ţá marga um ćvina…en fjandakorniđ…er ţetta nú ekki einum of???

  

Stórhćttulegir flugdrekar

flugdrekar geta veriđ varasamirSamkvćmt frétt Seattle Post létust 11 manns og yfir 100 sćrđust í Pakistan s.l. sunnudag, sökum flugdrekakeppni sem fór úr böndunum.  Keppnin gengur m.a. út á ţađ ađ "skjóta niđur" flugdreka andstćđinganna og til ţess húđa menn hvössu gleri utan á strenginn eđa nota stálvíra í stađ venjulegs bands í flugdreka sína or reyna svo ađ klippa á strengi hinna flugdrekanna.

Ennfremur tíđkast í ţessari keppni ađ skjóta af byssum uppí loftiđ í fagnađarskyni og létust 5 af ţessum 11 (ţar á međal 6 ára drengur) vegna vođaskota. Tvö hinna látnu, 12 ára drengur og 16 ára stúlka létust ţegar ţau urđu fyrir beittum flugdrekavír sem skar ţau á háls. Tveir létust úr rafstuđi ţegar ţeir reyndu ađ leysa flugdreka sem flćktist í rafmagnsstaur og ađrir tveir létust ţegar ţeir duttu ofan af ţaki.

Lögreglan í Pakistan lagđi hald á 300 ólögleg skotvopn og bannađi allt frekara flugdrekaflug um óákveđinn tíma.


MS Windows 1.0 árgerđ 1985

Blue Screen of Death strax í Boot-upNú ţegar mađur er búinn ađ uppfćra í Windows Vista Ultimate er ekki úr vegi ađ líta ađeins um öxl og minnast fyrstu útgáfu ţessa annars ágćta stýrikerfis.

Ég rakst á ţessa sprenghlćgilegu Microsoft auglýsingu frá árinu 1985 en brjálćđingurinn sem talar er enginn annar en međstofnandi og núverandi CEO Microsoft, Steve Ballmer.

P.S. ćtlađi ađ birta ţessa vídeóklippu hér beint á síđunni en flash kóđinn virkađi ekki Errm  vinsamlegast smelliđ ţví á linkinn ađ ofan.

 


Loksins snjór

Af svölunumŢađ hlaut ađ koma ađ ţví...ţađ hefur ekki snjóađ mikiđ ţađ sem af er vetri í Minnesota.  Ţađ er búiđ ađ vera kalt og ţurrt í allan vetur og úrkoman langt undir međalári.  En loksins gefst fćri á ađ búa til snjókarl og moka af svölunum. 

Mikiđ er ég annars feginn núna ađ vera međ upphitađan bílskúr međ sjálfvirkum hurđaopnara.  Lúxus.


Airbus í vandrćđum

A380 flight deckEvrópski flugvélaframleiđandinn Airbus á í miklum vandrćđum međ nýjustu afurđ sína, risaflykkiđ A-380.  Eftir miklar tafir á framleiđslu vélarinnar bendir nú allt til ađ ekkert verđi úr fyrirhugađri flutninga (cargo) útgáfu vélarinnar.  FedEx hćtti viđ pantanir á 10 vélum í nóvember s.l. og pöntuđu í stađinn 15 Boeing 777.  Nú herma fregnir ađ UPS (United Parcel Service) ćtli sömuleiđis ađ draga til baka sína pöntun í 10 vélar og eru ţá engar pantanir eftir í A380-F.

Til ţessa hefur Airbus einungis selt 159 stykki af A380 en til ţess ađ ná "break even point" ţurfa ţeir ađ selja 420 stykki ef koma á í veg fyrir stórt tap.  Nú telja margir ađ ţađ sé endanlega komiđ í ljós ađ Airbus hafi veđjađ á rangan hest og ađ A380 muni verđa fyrirtćkinu endanlega ađ falli.  Synd og skömm.


Bandarískt lýđrćđi in action

Ţetta mál sýnir í hnotskurn eitt ţađ versta viđ Bandarískt stjórnskipulag.  Ţingiđ hefur í raun og veru engin völd ţví forsetinn getur alltaf beitt neitunarvaldinu (veto power).  Ţađ er ţví alveg sama hvađa ályktanir ţingiđ ákveđur ađ endurskođa, ţađ hefur ekkert ađ segja annađ en sýndarmennsku og ákveđiđ skemmtanagildi.

Forsetinn hefur í rauninni alveg óskorđađ vald og er allt tal um ţrískitpingu ríkisvaldsins í raun bara brandari í dag.  Hćstiréttur er jú skipađur af forsetanum og ţessi klausa sem heimilađi forsetanum m.a. ađ nota Bandaríkjaher „líkt og hann telur ađ nauđsynlegt sé og viđeigandi svo vernda megi ţjóđaröryggi Bandaríkjanna gegn hinni stöđugu vá sem stafar af Írak" sem og framlengingin á "the Patriot Act" minnir mann helst á ţađ ţegar Palpatine hrifsađi til sín öll völd og breytti "the Galactic Senate" í the evil Empire á einni kvöldstund.  Oh when life imitates art.

Mér finnst alltaf jafn vandrćđalegt ađ hlusta á Kanann tala um ađ "dreifa lýđrćđinu út um heiminn" á međan ţeir vita ekki viđ hversu verulega skert lýđrćđi ţeir búa sjálfir.

 


mbl.is Bandaríkjastjórn mótfallin ţví ađ ályktun sem heimilađi Íraksstríđiđ verđi endurskođuđ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bréf frá Obama

Obama '08Ég fékk bréf í póstinum í dag, sem vćri svosem ekki í frásögu fćrandi nema hvađ ţađ var frá forsetaframbjóđandanum Barack Obama.   Ekki veit ég nákvćmlega hvernig ég komst inná póstlistann hans en hann hóf bréfiđ á persónulegu nótunum međ orđunum "Dear Friend,  I am running for President of the United States".  Svo heldur hann áfram á fjórum blađsíđum og talar til mín um orkuvandann og náttúruvernd, stríđiđ í Írak, heilsutryggingar fyrir almenning og jafnrétti. 

Hann endađi svo bréfiđ á ţessum orđum: 

"As I embark on this jouney -- as I invite you to join me -- I recall the words of Dr. Martin Luther King Jr.: "The arc of the moral universe is long, but it bends toward justice."

Dr. King was right.  But his words are a challenge, not a prophecy, for justice is not a self-fulfilling creed.  It is up to each of us to place our hands on that arc, to bend it toward the promise and possibilities of our moment in history -- and toward the America we know in our hearts we can achieve.

Today, that arc beckons for our hands.  Please reach for it -- and join me in reclaiming the America we dream of.

Sincerely,  Barack Obama."

Nú bíđ ég bara spenntur eftir bréfi frá Hillary og John Edwards áđur en ég tek endanlega ákvörđun um ađ endorsa Obama.

 


Skref í rétta átt

HRCEnn einn áfangasigurinn í baráttunni fyrir jafnrétti vannst í New Jersey í dag.  Baráttan er hörđ hér í Bandaríkjunum en aukinn vindur berst í seglin međ hverjum sigrinum sem vinnst.  Ţađ er enn stađreynd ađ í 33 fylkjum BNA er löglegt ađ reka fólk úr vinnu sinni fyrir ţađ eitt ađ vera samkynhneigt og sömuleiđis er löglegt ađ neita fólki um húsaleigu af sömu ástćđu.   

Ég vil benda áhugasömum á vefsíđu Human Rights Campaign, www.hrc.org, en ţar er hćgt ađ lesa sér til um baráttumálin, sigrana og töpin.  Ég hvet líka alla sem geta til ađ sýna samhug í verki og styđja samtökin eđa gerast međlimur.

 


mbl.is New Jersey ţriđja bandaríska ríkiđ sem leyfir samkynhneigđum ađ stađfesta samvist sína
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.