Færsluflokkur: Lífstíll

License and Registration Please!

charger.jpgFyrir stuttu var ég stoppaður af lögguni hérna í St. Cloud (bara heiður að vera stoppaður af svona flottum Dodge Charger! Whistling) og ég fékk áminningu fyrir að vera með útrunnin "tags" sem er límmiði sem maður kaupir einu sinni á ári (bifreiðagjöld ca $40) og skellir á númeraplötuna.  Hér þekkist ekki að fara með bíla í skoðun...þú berð sjálfur ábyrgð á þinni druslu.

Þetta var sennilega fjórða skiptið sem ég "lendi í löggunni" hér í Ameríkunni...sem hlýtur að teljast nokkuð gott á 8 árum.  Aldrei hef ég kynnst neinu nema fyllstu prúðmennsku og almennilegheitum af Amerískum löggum og samskipti okkar hafa ætíð verið með mestu ágætum.

ok-skirteini.jpgÞegar ég var nýkominn til Minnesota og rataði lítið í Minneapolis varð mér einu sinni á að keyra inn á Nicolette Avenue...ég tók ekkert eftir skiltinu sem sagði að þetta væri göngugata og einungis leyfð leigubílum, strætóum og neyðarbílum.  Það sem meira var...ég elti löggubíl!  Eftir nokkra metra stoppar hann og setur á blikkljósin en mér datt ekki í hug að hann væri að stoppa mig.  Svo ríkur löggan út og spyr mig hvern andskotann ég haldi að ég sé að gera og hvort ég viti hvar ég sé!  Maður varð hálf skömmustulegur og sagðist bara vera saklaus íslendingur á leið í mollið (það myndi sjálfsagt ekki duga í dag Errm).

mn-skirteini.jpgEftirminnilegast var þó þegar ég var stoppaður af þyrlu!  Það var Iowa State Patrol sem náði mér á smá hraðferð í gegnum maís-akrana á I-35.  Það kostaði mig $110 plús hækkun á bílatryggingunum.

Kynni mín af íslenskum löggum eru hins vegar ekki alveg jafn ánægjuleg.  Veturinn 2001-2002 var ég á íslandi og flutti með mér Lincolninn minn frá Tulsa.  Selfoss-löggan lét mig ekki í friði allan veturinn.  Fyrst var ég stoppaður fyrir meintan hraðakstur (heilum 10 km fyrir ofan leyfðan hámarkshraða), næst var ég stoppaður án tilefnis en þá var ég að rúnta um bæinn með pabba gamla mjög síðla kvölds og þeir vildu bara snuðra um hvern andskotann maður væri að þvælast. 

lincoln_continental.jpgLoks var ég stoppaður fyrir að aka um með skyggðar rúður að framan sem er víst stórglæpur á íslandi, því löggan verður að fá að sjá inn í bílinn af einhverjum ástæðum.  Löggan bauðst til að skrapa filmuna af rúðunum á staðnum og þegar ég afþakkaði pent að framin yrðu skemmdarverk á bílnum mínum, sektuðu þeir mig og settu svo rauðan skoðunarmiða á númeraplöturnar og sögðu mér að hundskast með bílinn í skoðun og að ég fengi aldrei skoðun nema að taka filmuna úr rúðunum fyrst.

Já en halló!!!  Bíllinn var búinn að fá skoðun án athugasemda!  Löggan var búin að stoppa mig TVISVAR áður án þess að minnast á rúðurnar!  Og nú þurfti ég að fara með bílinn aftur í skoðun...þar sem skömmustulegir starfsmenn viðurkenndu mistök sín og réðust svo á rúðurnar og létu mig svo borga fullt skoðunargjald aftur takk fyrir.

250px-dangle911.pngMikið lifandi skelfing var ég feginn að komast aftur út til lands hinna frjálsu og heimkynna hinna huguðu...þar sem engvir öfundssjúkir kerfiskallar með harðlífi skipta sér af lituðum bílrúðum og bifreiðaeftirlit ríkisins er bara til í áróðurs-kvikmyndum um Sovétríkin! Joyful


Lúxusvandamál Norðmanna - Lockheed eða Saab

Það getur verið gaman að detta inná norska fréttamiðla endrum og eins (sem eru þó ekki eins skemmtilegir aflestrar og þeir Færeysku) en það er afar hressandi að sjá rifrildi um eitthvað annað en kreppu og bölmóð.

f35Heitasta debatið í Noregi þessa dagana virðist vera um hvort þessi friðelskandi olíuþjóð eigi að spandera krónunum sínum í nýtískuleg Amerísk stríðstól eða Sænsk jafnaðarmanna-drápstól frá Saab.  

Það er nefnilega kominn tími á að endurnýja og módernísera flugvélaflota Luftforsvaret og henda gamla kaldastríðs-draslinu á öskuhauga sögunnar.  F-16 þoturnar þeirra hafa reyndar staðist tímans tönn og vel það, en þær eiga ekki lengur séns í nútíma lofthernaði.

Valið stendur á milli Lockheed Martin F-35 Lightning II (Joint Strike Fighter) og Saab JAS 39 Gripen.  Ef flugherinn fengi að ráða væri valið mjög einfalt...en það sem flækir málið verulega er geo-pólitík og kostnaður.  Margir norðmenn vilja frekar styrkja hergagnaiðnað nágranna sinna heldur en að kaupa Amerískt.  Nordisk samarbete...jo visst!

saab_gripen0011.jpgEn staðreyndin er sú að F-35 er að öllu leiti fremri en sú sænska (nema kannski hvað útlitið varðar).  F-35 er af fimmtu kynslóð orustuþotna og mun koma í stað F-16 og F-18 þotna hjá Kananum.  Hún býður uppá Stealth tækni, thrust-vectoring og fullkomnustu avionics og radar svítu sem völ er á.  "First look, first shoot, first kill" concept.  F-35 er að vísu hálfgerður "jack-of-all-trades but a master of none" því hún er hugsuð sem alhliða árásarvél.  Hún er ekki hugsuð sem hreinræktuð "air superiority fighter" eins og F-22 Raptor sem tekur við af F-15.   F-35 er smíðuð í Fort Worth, Texas og kostar stykkið litlar $70-80 milljónir.

Saab Gripen er hins vegar fjórðu kynslóðar orustuþota sem var hönnuð á níunda áratug síðustu aldar.  Þrátt fyrir endurbætur á avionics og nýjan öflugri hreyfil er varla hægt að bera hana saman við F-35.  Hins vegar er hún smíðuð í Linköping og kostar bara $40-60 milljón dollara stykkið.

Hvorki F-35 né Saab Gripen á mikinn séns í loftbardaga á móti Rússneskum Sukhoi Su-35 eða Eurofighter Typhoon...en það má svosem færa rök fyrir því að loftvarnir séu lítið meira en sýndarmennska hvort sem er.

Hvort myndi ég velja Lockheed eða Saab?  Tja...ég hef nú átt Saab bíl og ég hef átt Lincoln... einhverra hluta vegna fílaði ég mig nú betur á Lincolnum. Wink

lincoln12.jpgman-saab_1985_90.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

P.S. Þessu tengt - ef þið eruð áhugamanneskjur um orustuþotur þá endilega kíkið á þessi myndbönd sem ég tók á flugsýningu í sumar, m.a. Blue Angels.  Ef maður hugsar ekki mikið um hinn eiginlega tilgang þessara tóla þá getur hönnunin og fegurðin skinið í gegn.  Smile 


Prop 8 í Calí

no_prop_8_717486.jpgÞað er ekki bara kosið um forseta og þingmenn á morgun heldur eru ýmis mál á dagskrá sem fólk kýs um í sínum fylkjum.  Eitt stærsta málið sem kosið er um í Kalíforníu er "Proposition 8" sem er tillaga til þess að breyta sjálfri stjórnarskrá Kalíforníu til þess að banna hjónabönd samkynhneigðra, en þau urðu lögleg í sumar eftir að hæstiréttur Kalíforníu komst að þeirri niðurstöðu að slíkt bann væri mismunun og stjórnarskrárbrot. 

Niðurstöðum kosninganna er beðið með eftirvæntingu út um allt land því fordæmið sem myndi skapast væri gríðarlegt á hvorn veginn sem fer.  Eins og máltækið segir: "As California goes, so goes the Nation".  Það yrði gríðarlegt áfall ef frumvarpið nær í gegn.

dont_tread_on_me.gifÞað er lúalegt að ætla sér að vega að sjálfri stjórnarskránni...sem margir líta á sem heilagt plagg sem tryggir borgaraleg réttindi og að vilja bæta í hana ákvæði um misrétti og mannvonsku!  Ef þetta er ekki ANTI-American þá veit ég ekki hvað getur fallið undir slíkt.

now_its_up_to_you.jpgÞví miður er mjög tvísýnt um hvernig kosningin fer...nýjustu skoðanakannanir benda til að afar mjótt sé á mununum.  Haturshópar eins og "American Family Association", Mormónakirkjan í Utah og Kaþólska kirkjan hafa dælt $31 milljón dollurum í auglýsingar og hómófóbískan áróður.  Þá hjálpar ekki til að Latino íbúar Kalíforníu eru margir og langflestir Kaþólskir og íhaldssamir varðandi sín "fjölskyldugildi".

Mér verður illt af heimskunni, hræsninni og lyga-og hræðsluáróðrinum sem þetta andskotans (kristna) pakk dælir út úr óæðri endanum á sér.  Hér er 30 mínútna auglýsing frá American Family Association sem birtist á öllum helstu sjónvarpsstöðvunum nýlega... ef þið nennið að horfa á þetta þá endilega segið mér hvað ykkur finnst.  Hvort þetta "meiki sense" í ykkar huga.


Haustlitirnir

Haustið er fagurt hér í Minnesota og fátt er betra fyrir geðheilsuna á þessum síðustu og verstu en að fara út í göngutúr og virða fyrir sér náttúruna.  Við félagarnir gengum meðfram Mississippi fljótinu í gær í 22° hita og hressandi úða.  Myndavélin var að sjálfsögðu með í för. Smile  (afsakið léleg myndgæði...mæli sterklega með að þið smellið hér og veljið "watch in high quality")

Einn prófessoranna minna hafði svo samband við mig um helgina og kallaði mig á sinn fund í dag.  Prófessorinn hafði fengið heimsókn frá hausaveiðara í leit að útskriftarnemum og hann ákvað að segja frá mér og þeim verkefnum sem ég hef unnið að.  Hausaveiðarinn var víst áhugasamur um að heyra í mér og bað prófessorinn um að skila til mín nafnspjaldinu sínu ásamt kynningarpakka frá fyrirtækinu...já og kaffi-hitabrúsa!
Fyrirtækið sem um ræðir er alhliða verkfræðistofa sem sérhæfir sig m.a. í flugvöllum.  Höfuðstöðvarnar eru í Fargo, ND...af öllum stöðum...en ég ætla engu að síður að reyna að grípa gæsina og hafa samband við hausaveiðarann.  Hér er vefsíðan þeirra.


Live Long and Prosper!

Star Trek stjarnan George Takei (Sulu) og Brad Altman giftu sig í Kalíforníu í gær eftir 25 ára samvist.  Svaramenn þeirra voru Walter Koenig (Checkov) og Nichelle Nichols (Uhura). 

Hjónabönd samkynhneigðra urðu lögleg í Kalíforníu í sumar eftir að hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að annað væri brot á stjórnarskrá Kalíforníu-ríkis.  Nú hafa andstæðingar samkynhneigðra lagt fram tillögu til að breyta sjálfri stjórnarskránni og verður kosið um það "Propostition 8" í Kalíforníu samhliða forsetakosningunum hinn 4. nóvember næstkomandi.  Samkvæmt skoðanakönnunum er talið ólíklegt að frumvarpið nái fram að ganga og því líkur á að hjónaband Mr. og Mr. Takei vari lengur en til 4. nóvember.  Smile

 


Föðurbetrungurinn Ron Reagan

ron.gifÍhaldssamir Repúblíkanar og hugsjónabræður þeirra á Íslandi dá og dýrka Ronald Reagan sem aldrei fyrr.  Dýrðarljómi hans lifir í hjörtum þeirra líkt og um heilagan spámann væri að ræða.  Ungir Repúblíkanar hengja slefandi upp myndir af honum á vegg hjá sér líkt og 13 ára gelgjustelpur hengja upp plaköt af Justin Timberlake og ungir Sjallar mynd af Davíð Oddssyni.

Allir forseta-frambjóðendur Repúblíkananna kepptust við að líkja sjálfum sér við Reagan og John McCain gerir nú mikið úr því að hann hafi verið lærisveinn hans og að þeir hafi verið nánast eins og feðgar!  Það er því yndisleg kaldhæðni örlaganna að raunverulegur sonur og nafni Reagans gamla skuli vera hataður og fyrirlitinn af helstu aðdáendum föður síns.

Ron Reagan er yngsti sonur þeirra Ronalds og frú Nancy og var ávallt álitinn svarti sauðurinn í fjölskyldunni og ættinni til skammar enda virtist drengurinn vera flaming gay! (nokkuð sem hann neitar reyndar ennþá...en það gerði Cliff Richards líka þangað til í vikunni GetLost)

Ron junior hætti á sínum tíma í Yale háskólanum til þess að leggja fyrir sig Ballet-dans og dansaði um tíma með hinum virta Joffrey Ballet danshópi í New York.  Athygli vakti að foreldrar hans mættu aldrei á sýningu og sáu hann aldrei dansa.

ronreagan.jpgRon hefur starfað við ýmislegt um ævina, stýrt sínum eigin spjallþætti, verið hundaræktandi og lýst hundasýningum í sjónvarpi, verið dálkahöfundur í tímaritum á borð við Newsweek, Esquire og Ladies´ Home Journal. Joyful  Þá hefur Ron verið gestastjórnandi stjórnmálaþátta á MSNBC og nýr útvarpsþáttur hans fer í loftið á mánudagin á útvarpsstöðinni Air America sem þykir frekar vinstri-sinnuð.

Þrátt fyrir að Ron segist vera óháður í pólitík hefur hann í gegnum tíðina stutt frambjóðendur Demókrata og hann hefur verið andvígur stríðinu í írak frá upphafi og ítrekað gagnrýnt Bush stjórnina harkalega.  Ennfremur hefur hann látið til sín taka sem aktívisti en hann hefur barist ötullega fyrir stofnfrumurannsóknum og fyrir því að finna lækningu við AIDS (ólíkt föður hans sem neitaði að veita opinberum fjármunum í rannsóknir á AIDS...enda bara "hommasjúkdómur").  Það má að miklu leiti kenna stefnu Ronalds Reagan um hinn hörmulega faraldur sem geisaði á níunda áratugnum.

Ron hefur sagst vera trúlaus og talað um það opinskátt í viðtölum og hefur það eitt og sér farið skelfilega fyrir brjóstið á Reagan-istum.  Hann býr nú í Seattle ásamt eiginkonu sinni Doriu sem er sálfræðingur og búddisti.  Þau eru barnlaus en eiga saman þrjá ketti.

P.S.  Ron á ágætan brandara hér hjá Bill Maher


Minnesota State Fair

Hér ríkir nú einskonar "verslunarmannahelgi" (Labor Day Weekend) og í tilefni af því skellti ég mér á  "The Great Minnesota Get-Together" í 32 stiga hita og fíneríi.  Hvernig er það...eru haustlægðirnar nokkuð mættar þarna uppfrá? (sorry folks! neðanbeltis-skot).  Eg mætti Al Franken og Jesse Ventura var þarna líka í dag, þó svo ég hafi farið á mis við hann karlinn og svo var Toby Keith að troða upp.  Samtals mættu 210 þúsund manns í gær en þetta stendur yfir í 12 daga og í fyrra mættu tæp 1.7 milljónir gesta.

Skellti að sjálfsögðu saman smá vídeói handa ykkur! Wink


Reynsluakstur - Vídeóblogg

 

Smá Bonus material Wink


Vinur minn og Purpurahjörtun

Purple Heart

Að gefnu tilefni birti ég aftur þessa færslu sem ég póstaði í fyrra.  Var að heyra í kappanum og líf hans gengur bærilega.  Smile

...

Um daginn fékk ég tölvupóst frá gömlum skólafélaga sem ég hafði ekki heyrt í lengi.  Ýmislegt hefur dregið á daga hans síðan ég sá hann síðast, í október 2001.  Mig langar til að deila með ykkur sögu hans.

Ég kynntist Terry Hudson í febrúar árið 2000.  Við vorum samferða í gegnum nám í flugrafeindavirkjun (avionics) við Spartan School of Aeronautics, í Tulsa, Oklahoma.  Þrátt fyrir mjög ólíkan bakrunn kom okkur strax mjög vel saman og við mynduðum ágætt teymi í verklegu tímunum ("lab parntners") auk þess sem við grúskuðum ýmislegt utan skólatíma.

Terry er svartur og ólst upp í gettóinu í suðurhluta Chicago.  Til að sleppa undan fátækt, gengjastríðum og crack-cocaine faraldrinum, skráði hann sig í herinn 18 ára gamall.  Það var árið 1990, árið sem Saddam Hussein heitinn réðst með offorsi inn í Kúvæt, sællar minningar.  Terry var umsvifalaust sendur á svæðið til að taka þátt í Operation Desert Storm sem fallbyssuskytta á M1A1 Abrams skriðdreka.  Hann var mjög súr yfir því að hafa aldrei lent í alvöru "combat" en þó kom hann heim með Purpurahjarta í farteskinu því hann fékk sprengjubrot í handlegginn þegar að Skud-flugskeyti lenti nálægt herskálanum hans í Sádí-Arabíu.  Hann var voða stoltur yfir því blessaður að vera "wounded veteran".

Terry hélt áfram í hernum (active-duty) næstu 9 árin og lauk ferlinum sem Staff Sergeant (E-6).  Hann ákvað svo að nýta sér skólagjaldastyrk hersins til þess að afla sér mentunar og skráði sig í Spartan, en í hernum hafði hann nokkra reynslu af viðhaldi á þyrlum og ýmsum vopnakerfum.

Um það leiti sem við vorum að útskrifast úr Spartan voru framin skelfileg hryðjuverk, kennd við 11. september, 2001.  Terry var mikill "patriot" og sagðist sko ætla beint í herinn aftur til að taka í lurginn á þessum bansettu "towelheads".  Þegar leiðir okkar skildu vissi ég að hann var búinn að skrá sig í varaliðið (Army reserves) en ætlaði samt að leita sér að vinnu í nýja faginu.  Síðan heyrði ég ekki frá honum í nokkur ár.

Í ársbyrjun 2005 var varaliðs-deildin hans kölluð út og send til Írak.  Þegar kallið kom hafði hann verið búinn að koma sér fyrir í sæmilegri vinnu hjá Lockheed Martin suður í Dallas, Texas.  Eftir tæplega 4 mánaða dvöl í Írak særðist hann svo aftur þegar brynvarinn Hum-Vee sem hann var farþegi í keyrði yfir jarðsprengju.  Hann slapp tiltölulega vel miðað við aðstæður, fékk í sig sprengjuflísar og hlaut innvortis blæðingar auk þess sem hann missti varanlega heyrn á öðru eyra.  Félagi hans í jeppanum lét lífið. 

Eftir einhverja dvöl á hersjúkrahúsi í Þýskalandi fór hann heim til Texas með nýja Purpurahjartað sitt í barminum.  Þegar heim var komið komst hann að því að konan hans hafði haldið framhjá honum og var horfin á brott.  Starfið hans hjá Lockheed Martin var sömuleiðis farið (fyrirtæki eru ekki skyldug til að taka aftur við varaliðsmönnum sem kvaddir eru á brott).  Honum var bara tjáð að fyrirtækið hefði þurft að segja upp fjölda manns vegna samdráttar (ég sem hélt að það væri rífandi bisness hjá hergagnaframleiðendum á stríðstímum).

Terry var svo atvinnulaus í nokkra mánuði uns hann fór að vinna við afgreiðslu á bensínstöð!  Hann er með sykursýki og þarf að kaupa insúlínið sitt sjálfur, því engin er sjúkratryggingin.  Hann fær að vísu einhver "VA benefits" frá hernum en þau dekka ekki insúlínið.  Nú ætlar hann svo að flytjast aftur til Chicago og reyna að byrja nýtt líf.

Já, svona er lífið hér í landi tækifæranna.  Leiðin úr gettóinu í suðurhluta Chicago getur verið þyrnum stráð.  En Terry Hudson er stoltur af Purpurahjörtunum sínum...þó svo öllum öðrum sé slétt sama.

Amerísk sveitahátíð

Ég skellti mér út í sveit í gær og heimsótti Howard Lake þar sem fram fór hin árlega Wright County Fair sveitahátíð.  Að sjálfsögðu var vídeó-kameran með í för...


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband