Færsluflokkur: Vefurinn

Spjallrásir eru hættulegar

Rakst á þessa stórkostlegu stuttmynd á youtube.  Hrein snilld! LoL


Er Selfosskirkja kaþólsk?

Þýska gæðablóðið Benedikt XVIÞessari spurningu velti ég ekki upp sökum þess óvenjulega siðar sem tíðkast hefur í Selfosskirkju undanfarin ár, að halda altarisgöngu með tilheyrandi synda-aflausn í lok hverrar einustu messu.  Það kemur mér trúleysingjanum og efnishyggjumanninum svosem ekkert við, enda nokkuð síðan ég náði andlegum þroska og sagði skilið við kirkjuna.

Nei, ástæða spuringarinnar er sú að heimasíða Selfosskirkju er vistuð sem undirsíða á léni Kaþólska kirkjunetsins, www.kirkju.net.  Þar á bæ, rita öfgafullir kaþólikkar ýmiskonar pólitískan og menningarlegan áróður.  Í nafni trúar sinnar fordæma þeir fóstureyðingar og samkynhneigð og líkja vinstri-sinnuðu fólki sem og baráttufólki fyrir mannréttindum við nasista! (þeir ættu að líta sér nær)

Pseudo-scientistinn Jón Valur Jensson hefur þarna verið hvað duglegastur við að boða sín fagnaðar-erindi í formi meiðandi ummæla og lyga um samkynhneigða.  Oftar en ekki vitnar hann í erlendar "rannsóknir" máli sínu til stuðnings og snýr allskonar tölfræði á haus, en taki fólk tíma til að skoða heimildir hans kemur dellan í "fræðunum" fljótt í ljós. 

Nú þykist ég vita að skoðanir þær sem birtast á www.kirkju.net endurspegla ekki skoðanir flestra sóknarbarna Selfosskirkju né þess ágæta fólks sem starfar innan Selfosskirkju.  Þess vegna þætti mér við hæfi að A) það kæmi skýrt fram á vefsíðu Selfosskirkju að engin tengls séu á milli Selfosskirkju og aðstandenda Kaþólska kirkjunetsins, eða B) að vef Selfosskirkju yrði komið fyrir á öðru léni.  Eða hvað finnst ykkur?

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband