Færsluflokkur: Menntun og skóli

Víðeó-bloggur

Kæru vinir og vandamenn, ég vona að þið sjáið ykkur fært að kíkja á eftirfarandi myndbönd.  Gærdagurinn fór í að taka þetta upp og ég vakti til 5 í morgun til að klippa þetta saman og hlaða inná youtube...eins gott að það er sunnudagur...zzzZZZzzz...   Vona að þið hafið smá gaman af þessu! Smile   ATHUGIÐ -  Til að sjá myndböndin í betri myndgæðum er hægt að tvísmella á myndbandið (þá opnast nýr gluggi inn á youtube síðunni) - þar er hægt að smella á "watch in high quality" hægra megin undir myndbandinu - svo er um að gera að stækka gluggan og horfa í full screen. (smellið á íkon neðst í hægra horni myndbandsins)

Saint Cloud - Part 1

Saint Cloud Part 2

Saint Cloud State University - skoðunarferð um campusinn

 


Pomp and Circumstance

grad

Nú um helgina var ég neyddur í svartan kjól og skotthúfu og látinn ganga uppá svið þar sem ég var svo "hood-aður" sem Master of Science.  Merkilegt nokk var þetta fyrsta útskriftar seremónían sem ég er viðstaddur eigin útskrift, en aðstæður voru þess valdandi að ég missti bæði af B.Sc. og Spartan útskriftunum mínum.  Það var því ekki um annað að ræða en að taka þátt í þetta skiptið og mér til mikillar ánægju mættu pabbi gamli í fylgd með tveimur bróðurbörnum mínum á staðinn.  Læt hér fylgja nokkrar myndir sem og video af því þegar ég fer yfir sviðið og lokum athafnarinnar.

folks

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 kolfreyjaingunn

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 skarpi

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 balsy

 


Oklahoma: háskóla-nemar beri skotvopn

Neðri deild fylkisþings Oklahoma samþykkti í dag lög þess efnis að leyfa háskólanemum í fylkinu að bera skotvopn innanklæða í skólanum.  Hugsunin er sú að vopnaðir nemendur geti komið í veg fyrir skotárásir og fjöldamorð í skólum með því að bregðast við og drepa meintan árásarmann.  Lausnin við auknu byssu-ofbeldi í villta vestrinu er sem sagt fleiri byssur.  Go figure!  Sjá frétt CNN  Lögin eiga þó eftir að vera samþykkt í efri deildinni og af ríkisstjóranum en það kæmi mér svosem ekki á óvart að þetta brjálæði næði í gegn.

Annars var ég svosem til í hvað sem er þegar ég bjó í Oklahoma eins og sjá má...en þessi 9mm semi-automatic "Saturday Night Special" sem ég keypti á $99 á byssusýningu í Tulsa var því miður algert drasl og entist ekki í nema tvær ferðir í skotsalinn þar sem ég náði að tæma kannski 10 magasín áður en hún jammaði og gormurinn í gikknum brotnaði.  Frown

crazy Bob


Memoirs of a Spartan Alumnus

Nú um helgina verða liðin nákvæmlega 8 ár frá því ég settist fyrst á skólabekk í Bandaríkjunum.  Bill Clinton var forseti og heimsbyggðin andaði léttar eftir að ekkert varð úr aldamótavillunni ógurlegu (Y2k Bug).  Ég var 22 ára tölvunörd, lítt lífsreyndur og saklaus, en staðráðinn í því að standa mig á eigin fótum í fyrsta sinn, í stóra útlandinu.  Ég vildi "verða eitthvað".

Spartan School of Aeronautics er mörgum íslendingum að góðu kunnur.  Hundruðir íslenskra flugvirkja og flugmanna hlutu þjálfun sína hjá Spartan, allt frá árinu 1947.  Spartan nafnið hefur alla tíð verið þekkt í flugheiminum og alltaf þótt ákveðinn gæðastimpill fylgja því að útskrifast frá Spartan. (eða svo teljum við okkur trú um...sem létu plata okkur í að borga skólagjöldin! Whistling)  Í dag er reyndar skólinn búinn að breyta um nafn; heitir Spartan College of Aeronautics and Technology...sem er auðvitað miklu virðulegra.  Því miður var ég í hópi allra síðustu íslendinganna sem stunduðu nám við Spartan.  Haustið 2001, um það leiti sem ég útskrifaðist, tóku nefnliega í gildi nýjar sam-evrópskar flug-reglur (JAR-Ops) sem leiddu til þess að Amerísk FAA skírteini fyrir flugvirkja og flugmenn, sem fram að því höfðu verið tekin góð og gild út um allan heim, voru ekki lengur nógu góður pappír fyrir Evrópu-markað (þ.m.t. ísland).  Þess má geta að JAR-Ops reglurnar eru nánast orð fyrir orð kópering á FAA reglunum en málið var pólitískt til þess að koma í veg fyrir að Evrópubúar sæktu "ódýrt" flugnám til Bandaríkjanna.

Merki og mottó Spartan - Svartur köttur með númerinu 13 - "Knowledge and Skill Overcome Superstition and Luck"

Dawn Patrol

Ég man að þegar ég lenti í Tulsa, Oklahoma var 23 stiga hiti (í febrúar) og daginn eftir vaknaði ég upp við loftvarnar-sírenur.  Ég hélt að Rússarnir væru komnir...en nei þá var það bara tornado af styrkleikanum F3 ásamt viðeigandi eldingum, hagléljum og vatnsveðri.  Maður átti eftir að venjast veðrinu.

Þrátt fyrir að það væru sennilega á milli 20 og 30 íslendingar í Tulsa á þessum tíma átti ég frekar lítil samskipti við þá flesta.  Íslensku nemendurnir skiptust reyndar í tvo ólíka hópa.  Annars vegar voru það jafnaldrar mínir, sem flestir voru miklir stuðboltar og virtust margir hafa meiri áhuga á ódýra bjórnum og kaftein Morgan í kók, heldur en skólabókunum.  Hins vegar voru þarna líka nokkrir eldri og rólegri menn, sumir með fjölskyldur með sér, sem flestir leigðu íbúðir í suðurhluta Tulsa (Woodland Oaks á Memorial og 71st, nálægt Broken Arrow).  Ég tók þá stefnu að leigja í nágrenni þeirra eldri og sleppa partístandinu, enda annálaður bindindismaður og var kominn til að læra en ekki leika mér. 

Varðandi partístandið á sumum, heyrði maður margar skrautlegar sögur af þessu liði.  Satt að segja var maður ekkert að flagga því að maður væri íslendingur þarna því í gegnum tíðina var búið að banna íslendingum aðgengi að ansi mörgum skemmti- og veitingahúsum.  LoL   Það þurfti víst að beila nokkra slagsmálahundana og fyllibitturnar úr jailinu oftar en einu sinni og einhverjir drifu sig heim með næstu vél áður en þeir þyrftu að mæta fyrir dómarann, enda eru þeir ekkert sérstaklega liðlegir í Oklahoma og lítið spennandi að dúsa í nokkur ár í fangelsi þar.  Ég heyrði um einn sem átti bara sex vikur eftir í útskrift þegar honum varð á í messunni og lét sig hverfa.  Með 20 þús. dollara skólagjöld á bakinu, ekkert skírteini og með handtökuskipun sem þýðir að hann á ekki afturkvæmt til USA - ever.  Bömmer!

spartanidAnyway...önnur ástæða þess að ég átti lítil samskipti við íslendingana var sú að flestallir voru þeir að læra flugvirkjun - dirty grease monkeys - eins og við snobb-liðið í Avionics deildinni kölluðum þá.  Flugvirkjarnir lærðu í gömlum skýlum uppá flugvelli (Tulsa Intl.) á meðan við rafeinda-nemarnir lærðum mestmegnis í loftkældum skólastofum á suður-kampusnum svokallaða. 

Námið í Spartan byggðist upp á stífum 6 vikna lotum þar sem eitt námsefni var tekið fyrir í einu.  Þannig var hægt að ljúka flugvirkja- eða flugrafeindanámi á 18-21 mánuðum.  Námið var samtals um 2300 klukkustundir og ef maður missti úr tíma varð maður að vinna hann upp með því að sitja eftir næsta dag, engin miskun.  Ef maður missti úr heilan dag, gat það verið meiriháttar mál og þeir sem misstu úr tvo og hálfan dag urðu að endurtaka allan 6 vikna kúrsinn!  Námið stóð yfir frá 7:30 á morgnana til 2:30 á daginn og yfirleitt var theoría á morgnana og verklegir tímar eftir hádegi.  Við þetta bættust 2-4 tímar í heimanám á hverjum degi (a.m.k. í avionics náminu).  Það voru svo haldin próf hvern einasta föstudag svo það þýddi lítið að slaka á.  Nánast allir kennararnir mínir höfðu þjónað í Sjóhernum eða Flughernum og sumir voru frekar tense og héldu uppi góðum aga.

Sjá kynningarmyndband Spartan um avionics námið:

Þetta fyrirkomulag virkaði einstaklega vel fyrir mig og ég fann mig vel undir þessu álagi.  Satt að segja hafði ég hálfpartinn slæpst, áhugalítill, í gegnum framhaldsskólann á Íslandi og einkunnirnar mínar voru svosem eftir því...mediocre at best.  Þess vegna var ég frekar stressaður þegar ég hóf námið í Spartan, því ég vildi sanna það fyrir sjálfum mér og öðrum að ég gæti staðið mig vel.  Ég ætlaði sko ekki að gefast upp og fara heim með skottið á milli lappana.  Sama hvað tautaði og raulaði, þá ætlaði ég að gera mitt besta.  Það kom sjálfum mér þó mjög á óvart, hversu vel mér átti eftir að ganga.

Eitt af því sem hélt mér við efnið var að það kom fljótt í ljós ákveðin samkeppni meðal okkar sem best gekk í bekknum.  Einkunnirnar voru alltaf hengdar uppá vegg þannig að við vissum nákvæmlega hvernig hver öðrum gekk.  Það myndaðist fljótt hópur sem alltaf náði yfir 90% á öllum prófum og við vorum alltaf inná hinum svokallaða "President´s Honor Roll" og söfnuðum fyrir það hálfgerðum medalíum sem við festum á skólaskilríkin okkar, svona til að aðgreina okkur gáfnaljósin frá hinum bjánunum!  Wink

outstandingSvo gerðist það raunar strax eftir fyrstu tvær annirnar mínar að ég fékk tilkynningu um að ég hefði verið valinn "Student of the Quarter" sem var þónokkuð stór viðurkenning.  Ég var boðaður í hádegisverð með forseta skólans auk æðstu yfirstrumpa þar sem mér var fært forláta viðurkenningarskjal með orðunum "For Positive Attitude, Exceptional Class Attendance, And Outstanding Work Ethic.  Your Motivation And Enthusiasm For Learning Will Serve You Well In Your Studies And In Your Career.  We Are Pleased To Recognize Your Achievement."  Í ofanálag fékk "Student of the Quarter" sérmerkt bílastæði til afnota út ársfjórðunginn, sérstaka nælu á skólaskilríkin og nafninu var flassað á stóru ljósaskilti fyrir framan skólann...bara svona til að ALLIR vissu hver væri mesta nördið og kennarasleikjan!  Mér þótti satt að segja frekar vandræðalegt hversu mikið var gert úr þessu en varð um leið áskynja að ég var töluvert öfundaður af þessum "bragging rights".  Ég veit annars bara um einn annan íslending sem fékk þessa viðurkenningu, en sá er fluggáfaður tappi og starfaði síðast þegar ég vissi hjá Icelandair.  *Leiðrétting - Mér hefur verið bent á a.m.k. þrjá til viðbótar! Grin*

Highest HonorsÉg verð að játa að þessi viðurkenning hafði virkilega hvetjandi áhrif á mig.  Ég hafði aldrei áður fengið svona hrós fyrir vel unnin störf og mér fannst ég nú verða að standa undir þessari viðurkenningu með því að standa mig enn betur og sýna að ég væri þeirra verðugur.  Þess vegna slakaði ég aldrei á heldur hélt út allan tímann og útskrifaðist með GPA uppá 4.0 sem er hæsta einkunn (og fékk auðvitað aðra viðurkenningu fyrir það).

Það var svo eiginlega þessum námsárangri að kenna að ég er hérna ennþá, því námsráðgjafinn minn taldi mér trú um að ég yrði endilega að halda áfram og taka bachelors gráðuna og þá væru mér nú allir vegir færir og græna kortið og allez...well... síðan eru nú liðnir ár og dagar og alls óvíst hvernig þetta ævintýri endar allt saman.  En það sem mestu skiptir er að ég hef haft gaman af þessu.  Það hefur verið ómetanleg og þroskandi lífsreynsla að fá tækifæri til að kynnast þessu stórfurðulega samfélagi og ég er þakklátur fyrir að hafa drifið mig af stað í þetta ferðalag fyrir réttum átta árum síðan.

spartangrad


Óþolandi hræðsluáróður

Safety Alert! Threat Level Orange! Terror Alert! Run to the Hills!

Á haustmánuðum bárust fréttir af því að einhver vanþroska hálfviti væri á ferðinni um kampusinn í skólanum mínum krotandi hakakrossa og nasistaáróður á veggi á heimavistinni og á almenningssalernum víðs vegar um skólann.  Þetta væri svosem ekki í frásögu færandi ef skólinn hefði ekki brugðist við á þá vegu að senda út tölvupósta á alla nemendur skólans þar sem varað var við "hættuástandinu" og fólk hvatt til að hafa varann á.  Sérstaklega voru erlendir nemendur og litaðir, hvattir til þess að vera ekki einir á ferli að næturlagi.

safety alertsÞetta var auðvitað hin besta auglýsing fyrir nasista-fíflið og á næstu vikum fjölgaði þessu veggjakroti og í hvert einasta skipti sem nýtt krot fannst sendi skólinn út nýjan fjöldapóst með stórri og feitletraðri fyrirsögn "SAFETY ALERT: Bias-Motivated Hate Crime Vandalism!".  Mér telst til að ég hafi fengið 18 slíka tölvupósta frá því í nóvember, það síðasta í dag.  Þar fyrir utan hefur forseti skólans sent út tvo tölvupósta að þessu sama tilefni þar sem hann hvetur nemendur til að standa saman gegn "ógn gegn öryggi háskólasamfélagsins".

Auðvitað verður skólinn að bregðast við á einhvern hátt, en þessi hræðsluáróður þjónar auðvitað litlum tilgangi öðrum en að vekja athygli á málstað þessa sjúka aumingja og í stað þess að einhverjir tugir nemenda hafi orðið fyrir þeim óþægindum að sjá veggjakrot inná salerni, er búið að sá ótta og óróleika með þessu stanslausa áreiti á ALLA nemendur skólans, 17 þúsund talsins.

Ég velti því fyrir mér hvað stjórnendur skólans eru að hugsa með þessu, þetta hefur meira að segja vakið slíka athygli að það komu fréttir um málið í sjónvarpsfréttum og blaðagreinum í Minneapolis og er umræðan um kynþáttahatur í SCSU örugglega síst til að laða að nýja nemendur.

Ég er ekki að segja að það eigi endilega að þagga svona lagað niður, en fyrr má nú vera...og það má svosem segja að þetta sé vel í takt við annað í þessu þjóðfélagi óttans...þar sem the bogeyman er alltaf handan við hornið og þér er eins gott að halda þig innandyra, læsa að þér, horfa á Fox News, lesa biblíuna (sérstaklega kaflann um heimsendi) og hringja svo á lögguna ef þig grunar að nágranni þinn sé terroristi eða trúleysingi!


The War on Christmas

The-Atheist-eStundum valda íslendingar mér miklum vonbrigðum.  Oft leyfi ég mér að hrista hausinn hér í barbaríinu í Ameríku og hugsa með mér að vel menntaðir og upplýstir íslendingar létu sér nú ekki detta svona vitleysu í hug.  En aftur og aftur er ég að komast að því að þessi innprentaða hugmynd mín um yfirburði íslensks samfélags og þjóðarsálar er ekkert nema tálsýnin ein.

Síst átti ég nú þó von á því að íslendingar færu að apa upp hysteríuna og ruglið úr áróðursmaskínu Kristinna-öfgahægrimanna, Fox "news" og Bill O´Reilly, um árásir trúleysingja á jólin!

Það hefur löngum tíðkast hér í Ameríku að mála trúleysingja (Atheists) sem stórhættulega og siðlausa glæpamenn, kommúnista, nasista og andfélagslega og and-Ameríska hryðjuverkamenn!  Sjálfur George Bush eldri sagði á meðan hann gengdi forsetaembættinu að hann teldi ekki að  trúleysingjar ættu að teljast bandarískir ríkisborgarar!  Í 13 fylkjum Bandaríkjanna mega trúleysingjar ekki bjóða sig fram til embætta og allir dómarar, lögmenn og kviðdómendur verða að sverja eið við biblíuna. 

Bill O´Reilly og hans kónar titla sig "Culture Warriors" og berjast með kjafti og klóm gegn því sem þeir kalla "The Secular Progressive Agenda" sem að hans áliti eru að tortíma "kristnu siðgæði" Bandaríkjanna með stöðugum árásum á JóLIN, sem og baráttu fyrir lögleiðingu fíkniefna, líknardrápum, óheftum fóstureyðingum og skelfilegast af öllu - hjónaböndum samkynhneigðra!

priestNú gerðist sá atburður á íslandi um daginn að í nýju frumvarpi menntamálaráðuneytisins voru gerðar breytingar á orðalagi grunnskólalaganna í þá veru að orðin "kristilegt siðgæði" voru fjarlægð og í stað þeirra talað um manngildi, sanngirni, mannréttindi og annað í þeim dúr.  Við þetta ætlaði allt um koll að keyra í þjóðfélaginu, biskupinn húðskammaði menntamálaráðherra og mætti svo í sjónvarpsviðtal hvar hann hvatti trúaða til að rísa uppá afturlappirnar og berjast með kjafti og klóm gegn hinum and-kristna og and-íslenska félagskap Siðmennt.  Já, nú skyldi gera atlögu að þessum bölvuðu og óforskömmuðu trúleysingjum sem allt eru að drepa með sínum svæsna yfirgangi!  Kristnir hafa svo sannarlega svarað kalli leiðtoga síns og hafa ráðist að trúfrjálsum með dylgjum og dónaskap í blöðum og á bloggsíðum.

nunÞessi litla breyting á orðalagi hefur orðið til þess að við trúleysingjar höfum verið sakaðir um að vilja láta leggja niður litlu-jólin í skólunum, sem og alla trúarbragðafræðslu og jafnvel eigum við að vilja láta leggja niður jólafrí og páskafrí.  Vitleysingar eins og Eyþór Arnalds og Jón Magnússon eru farnir að búa til "War on Christmas" á íslandi og kenna "fjölmenningarstefnunni" um enda er oft stutt á útlendingahatrinu hjá kristnum öfgahægrimönnum.  Ég vorkenni þeim börnum sem þurfa að alast upp við slíkt "kristið siðgæði".

atheist-ghost-busterÞað er svosem skiljanlegt að þjóðkirkjufólki standi ekki á sama lengur þar sem flóttinn úr kirkjunni hefur verið gríðarlegur á undanförnum árum og sóknarbörnum fækkað um fleiri þúsundir.  Þau sjá ekki nema eina von í stöðunni og það er að gera skurk í skólunum og veiða ungar og ómótaðar sálir með svokallaðri "vinaleið" sem er ekkert annað en ekki-svo-vel-dulbúið trúboð.  Trúboð á ekki heima í skólum.  Punktur.  Trúaðir foreldrar hljóta að geta heilaþvegið börnin sín heima hjá sér eða farið með þau í sunnudagaskóla á eigin kostnað. 

scarlet_AÞá geta allir haldið sín jól í friði, trúaðir jafnt og trúfrjálsir.  Persónulega held ég uppá sólstöðuhátíðina með því að mæta í fjölskylduboð og snæði góðan mat og drekk Egils malt og appelsín, gef og þygg gjafir og hlusta á fallega tónlist.  Eini munurinn á mínu jólahaldi og þeirra trúuðu er að ég mæti ekki í kirkju, hlusta ekki á útvarpsmessuna og gæti ekki staðið meira á sama um þykjustu-afmæli löngudauðs rabbía og flökku-sjónhverfingarmanns að nafni Yahushua ben Yosef.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband