Saklaus húmor

snickersÉg skil ekki hvað fór svona fyrir brjóstið á fólki varðandi þessa auglýsingu.  Nú vill svo til að ég er meðlimur í GLAAD samtökunum (Gay & Lesbian Alliance Against Defamation) og þau hafa  unnið ljómandi gott starf í gegnum tíðina...en þetta er að mínu mati bara dæmi um skort á smá húmor fyrir sjálfum sér.

Ég horfði nú á blessaðan Super Bowl leikinn (hélt reyndar með Da Bears sem töpuðu Frown) og mér fannst þetta bara fín auglýsing.  Hversu oft sér maður tvö karla kyssast á skjánum í prime time?  Ég hefði haldið að þetta ætti að fara meira í taugarnar á hommahöturunum heldur en okkur hommunum.  Ef eitthvað er þá gerði þessi auglýsing grín að homofóbíunni í þessum karakterum.

Svona pempíuskapur og öfga-spéhræðsla er ekki vel til þess fallin að hjálpa málstað okkar.

En hér er auglýsingin og dæmi hver fyrir sig.

 


mbl.is Baráttusamtök samkynhneigðra ósátt við Snickers-auglýsingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Eru bara ekki allir að reyna að nýta sér svona tækifæri til að vekja athygli á sér. Hér er verið að skopast af Hómófóbum og þeirri innrætingu , sem mönnum er gefin. Ætti að vera Gay commúnunni til hagsbóta. Fyndið bara.

Jón Steinar Ragnarsson, 7.2.2007 kl. 11:01

2 Smámynd: Róbert Björnsson

Slæm umfjöllun er alltaf betri en engin.  Þess má geta að 30 sekúnda auglýsingaspot í hálfleiknum kostaði litlar 2.6 milljónir dollara!   Enda 90 milljónir áhorfenda.

Ég komst reyndar að því áðan að það var í raun ekki þessar 30 sekúndur sem fóru mest í taugarnar á GLAAD heldur framhaldið á auglýsingunni sem átti svo að sýna síðar...þar sáust bifvélavirkjarnir berja hvorn annan og drekka frostlög og mótorolíu...eins átti að sýna nokkra fótbolta-menn (úr Colts liðinu) horfa á auglýsinguna og gretta sig og segja "thats not right" og "disgusting".   Það er svossum ekkert voðalega fyndið...en annað eins hefur nú sést.

Róbert Björnsson, 7.2.2007 kl. 17:00

3 Smámynd: FreedomFries

Ég sá auglýsinguna og þessar hugsanlegu endasenur, ásamt viðbrögðum fótboltastjarnna á heimasíðu Snickers, og þó ég skilji vel að sumum finnist viðbrögð við auglýsingunni frekar yfirdrifin var ég þeirrar skoðunar að öll framsetningin væri svolítið óviðeigandi. Auðvitað eru bandaríkjamenn stundum óþarflega viðkvæmir - og ég er ekki frá því að þessi viðkvæmni og PCness hafi ýtt undir öfgar og æsing margra afturhaldsmanna.

En Bandaríkjamenn eru líka sjúklega kurteisir, og það er því eðlilegt að allir minnihlutahópar heimti sömu (stundum óeðlilegu, eða yfirdrifnu) kurteisina sem aðrir samfélagsmeðlimir fá að njóta...? Svo hugsa ég að þegar samfélagið verði búið að viðurkenna að samkynhneigð sé eðlilegur hluti af mannlegu eðli muni fólk hætta að kippa sér upp við svona smámuni. Það eru auðvitað mun mikilvægari hlutir til að æsa sig yfir!

Bestu kveðjur! Magnús

FreedomFries, 7.2.2007 kl. 22:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband