11 lítrar á hundraðið

mideastoilÞað er einkennilegt að halda því fram að nýji forsetabíllinn sé eitthvað sérstaklega sparneytinn.  Sannleikurinn er sá að þessi Toyota dolla kemst um það bil 21 mílu á hverju galloni af bensíni, miðað við blandaðan akstur...sem gróflega áætlað gerir rúmlega 11 lítrar á hundraðið.  Það þætti nú ekkert sérstaklega sparneytinn fjölskyldubíll, en Príusinn eyðir víst ca. 4 lítrum á hundraðið.  Þessi er að vísu með 5 lítra V8 vél sem skilar litlum 440 hestum.  Þeir segja að hann hafi kraft á við V12 bíl en eyði eins og V6.  Svo er þetta fjórhjóladrifið í ofanálag.

Sem Mercedes Benz aðdáanda fynnst mér afskaplega leiðinlegt að sjá forsetaembættið skipta yfir í eitthvað Japanskt rusl...erhem...þó svo að sambærilegur Benz, S600, eyði reyndar tæpum 16 lítrum á hundraðið. 

Annars er bensínverðið hérna í landi allsnægtanna alveg að fara uppúr öllu valdi...komið upp fyrir 40 krónur líterinn... hvað varð um alla olíuna frá Írak sem var búið að lofa okkur???  Þessir Repúblikanar svíkja alltaf allt. Frown

P.S.  Ég var upphaflega með rangar tölur í þessum pistli - sá einhversstaðar að Lexusinn hefði 29 mpg (8 L/100km), en hið rétta er 20/22 mpg (city/highway) eins og Jóhann benti mér á í athugasemd.


mbl.is Forsetaembættið fær umhverfisvænan bíl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bandaríkjamenn keyptu olía frá Írak fyrir stríðið og eru í dag að kaupa svipað magn.

Ég er ekki fylgjandi stríðinu en ég hef samt aldrei fallið fyrir því að það hafi verið vegna olíu. Það er orðin opinber stefna í Bna að minnka olíukaup frá miðausturlöndum á næstu árum. 

Geir Jónsson (IP-tala skráð) 7.7.2007 kl. 03:42

2 Smámynd: Róbert Björnsson

Já, það er alveg rétt.  Það er mikil einföldun að tengja stríðið í Írak við olíuna, þó svo að þeir hafi engu að síður talið sig vera að "tryggja sína hagsmuni" á svæðinu.

Þeir hljóta að byrja að bora í Alaska á næstu árum þar sem er að finna mun meiri olíu en eftir er í miðausturlöndum.  Það er þegar byrjað að leggja vegi og járnbrautateina þarna uppeftir og hefja skipulag á nauðsynlegum infrastrúktúr.  Svo er auðvitað verið að brugga olíu (etanól) úr maís-ökrunum...sem hefur reyndar haft þær afleiðingar að matvælaverð hefur hækkað töluvert hérna á síðustu mánuðum.

Róbert Björnsson, 7.7.2007 kl. 04:12

3 Smámynd: Jóhann

Hann kemst reyndar 20MPG í borgarakstri sem samsvarar um 11 lítrum á hundraðið, 22MPG í þjóðvegakstri sem samsvarar um 10 lítrum á hundraðið.

Jóhann, 7.7.2007 kl. 09:25

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mér þykja menn segja fréttir!  Ef stríðið í Írak snýst ekki um olíu beint eða óbeint. Hvern andskotann eru þeir þá að gera þarna??

Jón Steinar Ragnarsson, 7.7.2007 kl. 12:32

5 identicon

Ehhh forsetinn vil kannski vera á Benz lengur því sú tegund virðist í uppáhaldi hjá hryðjuverkamönnum í dag ;-)

DoctorE (IP-tala skráð) 7.7.2007 kl. 14:44

6 Smámynd: Róbert Björnsson

Jóhann: Jahá...við nánari athugun sé ég að þú hefur rétt fyrir þér.  Ég sá samt töluna 29 á tveimur vefsíðum í gær...en það hefur verið einhver misskilningur, þannig að það leiðréttist hér með.  Takk fyrir athugasemdina.  Ellefu lítrar í blönduðum akstri...uss...það er svipað og gamli Benzinn minn, E420.

Jón Steinar:  Hehe...þetta snerist jú um öll gereyðingarvopnin hans Saddams sem var sko heiðurs-meðlimur í Al-Qaeda og að frelsa íbúa Íraks undan harðræði einræðisherrans og koma á lýðræði í landinu sko... og svo náttúrulega þarf að breyða út fagnaðarerindi frelsarans Jesús Krists og bjarga þessum aumingja múslimum frá villutrú sinni.  Svo er þetta gott fyrir hagvöxtinn og Haliburton.

DoctorE:  Já, þarna komstu með það!

Róbert Björnsson, 7.7.2007 kl. 17:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.