Lear konungur í heimsókn

Sir IanÉg er ekki mikil leikhúsrotta, en þegar manni gefst tækifæri til að sjá sjálfan Sir Ian McKellen á sviði þá lætur maður sig nú hafa það að drífa sig í sparifötin og gera sér ferð í borgina.

The Royal Sheakspeare Company er í heimsókn í Minneapolis og heldur nokkrar sýningar á King Lear og The Seagull eftir Anton Checkov í Guthrie leikhúsinu.  Sir Ian McKellen leikur Lear Konung og fer einnig með hlutverk Sorins í The Seagull.

Það er því miður orðið uppselt á allar sýningarnar en ég er á standby biðlista, ef einhver skildi forfallast á laugardaginn. Errm   So, wish me luck... annars verður maður að finna sér eitthvað annað að dunda í stórborginni um helgina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Vona að þú fáir miða. Sir Ian Mckellen er frábært leikari.

Margrét St Hafsteinsdóttir, 5.10.2007 kl. 20:26

2 Smámynd: FreedomFries

Fékkstu miða? Ef ekki hefði ég getað boðið þér fujiya and miyagi á the main room (það er stutt á milli Guthrie og 1st Avenue!) sem ég fékk handa mér og Sollu á Radio K - en svo gátum við ekki fengið pössun tvö kvöld í röð :(

En þú fluttir þá til Minnesota útaf leikhúslífinu? ;) Ég verð að segja að ég er líka hæstánægður með leikhúslífið hér - þó ég hafi aldrei farið í leikhús, og finnist leikhús oft herfilega leiðinleg - því það er einhvernveginn mjög þægilegt að maður hafi tækifæri til að gera hluti, jafnvel þó maður nenni að drulla sér út úr húsi (eða fái ekki pössun) til að gera þá! 

En að öllu gríni slepptu, þá datt mer í hug að spyrja þig af hverju þú ætlar að styðja Obama? Það er alveg augljóst að hann mun ekki geta unnið prófkjör demokratanna. Á sama tíma styðja (eða frekar elska!) allir "progressives" sem ég þekki Obama. Hann nýtur líka stuðnings úr ólílegustu áttum. Friðjón lýsti meira að segja yfir stuðningi við Obama! Stewart og Colbert held ég að styðji Obama... 

Semsagt - maðurinn nýtur gríðarlegs stuðnings alls áhugafólks um stjórnmál í Bandaríkjunum en um leið nýtur hann stuðnings innan við þriðjungs demokrata, og Hillary Clinton með öruggt forskot innan flokksins.

Er það litarhaftið? Eru Bandaríkjamenn, og demokratar frekar tilbúnir fyrir kvenkyns forseta en svartan forseta? Eða eru einhverjar aðrar skýringar á því af hverju Hillary er að sigra? Reynsla? Hún sé betri kandídat?

Hefur þú, sem Obamastuðningsmaður, einhverja skoðun á því hvað það er?

Bestu kveðjur!

Magnús

FreedomFries, 7.10.2007 kl. 07:29

3 Smámynd: Róbert Björnsson

Nei það varð ekkert úr leikhúsferðinni í kvöld...mér bauðst reyndar miði á $150 en nei fjandarkornið...svo mikill Sheakspeare aðdáandi er ég ekki...sérstaklega í þessu veðri sem var í dag, yfir 30 stig og raka heat indexinn kominn uppí 100°F...í október for crying out loud!   Ég veit svosem ekki hvernig loftræstikerfið er í Guthrie en sýningin stendur í tæpa 4 tíma.   Það hefði þá verið nær að kíkja á 1st Avenue.   

Já, við erum á sömu línu hvað varðar leikhúsin...gaman að þau séu þarna þó svo maður fari aldrei.  Pantages og Orpheum lífga verulega uppá Hennepin Avenue. (Broadway miðvestursins)  Hef bara farið á standup comedy...en það er nú ekki alvöru leikhús.

En ha...styður Friðjón Obama?  Ja hérna!    Ég er ekki alveg að fatta þessa miklu siglingu hjá Hillary.  Ég sá einhverja könnun um daginn þar sem kom fram að það er mikill munur á stuðningi við Obama og Hillary eftir menntunarstigi og efnahag.  Obama er einnhverra hluta vegna á undan Hillary meðal fólks með háskólagráður og efnameira fólks.  En jú, sennilega spilar litarhaftið stóra rullu í þessu því miður.  Ég gef minna útá reynsluleysið...eins og Obama segir þá er ekki öll reynsla góð reynsla. 

Æ...ég veit ekki með Hillary...margir vilja jú bara sjá kvenkyns forseta hvað sem tautar og raular...og margir demókratar elska Bill og vilja fá hann aftur í Hvíta húsið sem first lady.   Ég hef hins vegar á tilfinninguni að Repúblikanarnir vilji endilega frekar takast á við Hillary en Obama.  Ég held að þeir óttist Obama mun meira enda hatrið á Hillary þvílíkt þarna suðurfrá í rauðu fylkjunum...jafnvel sterkara en kynþáttahatrið.

Kærar kveðjur í borgina!

Róbert Björnsson, 7.10.2007 kl. 09:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.