Var Icelandair að panta 20 Sukhoi Superjet-100 þotur???

superj.jpgSamkvæmt fullyrðingum Rússneskra fjölmiðla (sjá hér og hér og á Wikipedia hér) skrifaði Icelandair nýlega undir pöntun á 20 nýjum Sukhoi Superjet-100 farþegaþotum fyrir litlar $530 milljónir dollara. 

Sagt er að skrifað hafi verið undir samninga á Farnborough flugsýningunni í Englandi þann 15. júlí síðastliðinn eða fyrir réttum mánuði síðan.  Ef rétt reynist er einkennilegt að ekkert hefur heyrst um þessi fyrirhuguðu kaup í íslenskum fjölmiðlum og Icelandair hefur ekki sent frá sér fréttatilkynningu um málið.  Hefði haldið að hluthafar Icelandair hefðu áhuga á svona fréttum í miðju krepputalinu!

Kannski málið sé eitthvað viðkvæmt en ég hef heyrt gróusögur um að Icelandair hafi nú þegar eða sé við það að selja kaupréttarsamninga sína á Boeing 787 Dreamliner þotunum sem þeir áttu annars að fá afhendar 2010/20012 sökum bágs efnahagsástands.

Líklega væru þetta annars frábær kaup á þessu verði og ég reikna með að þeir séu þá að hugsa um endursölu og/eða leigu (dry lease).  Það er ólíklegt að Icelandair taki þessa flugvélategund í notkun á sínu leiðarkerfi enda um frekar skammdræga vél að ræða sem tekur 75-95 farþega og er hönnuð fyrir styttri leiðir (regional) og mun t.d. henta ákaflega vel í evrópu í samkeppni við Embraer 190 og Bombardier CRJ900.

Sukhoi Superjet-100 er fyrsta farþegaþotan sem smíðuð er í Rússlandi frá hruni Sovétríkjanna og hún fór í sitt fyrsta flug í maí síðastliðnum (sjá mynband neðst).  Þetta er sannarlega engin Lada Sport heldur ákaflega háþróuð og hagkvæm vél sem stenst fyllilega vestræna samkeppni og á örugglega eftir að slá í gegn.  Samkvæmt rússneskum heimildum á Icelandair að fá fyrstu vélarnar afhentar 2011/2012.

Hér má sjá myndband af fyrsta flugi Sukhoi Superjet-100


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Mjög athyglisvert Skúb!  Ef þetta er ekki nein Lada, þá má kannski líkja þessum vélum við Volgur eða Lenur. En ef þú ábyrgist þessar vélar, þá flýg ég með þeim.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 15.8.2008 kl. 05:46

2 Smámynd: Róbert Björnsson

Já kannski þetta sé nýja Volgan þeirra hehe   Rússarnir eru engir aukvissar þegar það kemur að smíði flugvéla og þetta verða örugglega kostagripir en þess má líka geta að Boeing tók þátt í hönnun og smíði vélarinnar og hreyflarnir koma frá franska fyrirtækinu Snecma sem framleiðir hreyfla undir leyfi frá General Electric.  Þannig að það má segja að þetta sé mjög alþjóðlegt samstarfsverkefni.

Öruggur heimildarmaður sagði mér svo áðan að það væri dótturfyrirtæki Icelandair Group sem kallast Icelease sem kaupir þessar vélar með það í huga að selja aftur eða leigja, eins og mig grunaði.  Það er því ólíklegt að þær verði nokkurn tíma skráðar á íslensk TF númer.

Engu að síður skrítið að ekkert hafi verið fjallað um þetta í fjölmiðlum....annað eins kemst nú í fréttirnar þessa dagana.

Róbert Björnsson, 15.8.2008 kl. 06:56

3 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Mjög undarlegt. Menn eru greinilega dálitið uppteknir, en maður veit aldrei hvort þeir sem eiga fjölmiðlana eigi líka orðið flugfélögin.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 15.8.2008 kl. 12:48

4 identicon

Það er nú dálítið langt til ársins 20012  ;-)

Dr. Pedant (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 16:08

5 Smámynd: Heimir Tómasson

Ég sá þetta einmitt á einhverri síðu fyrir um mánuði síðan. Spáði ekkert frekar í því, enda hugsaði ég sem svo að þetta væri örugglega eitthvaert leigudæmi. Enda hafa Flugleiðir varla efni á að kaupa nýjar vélar núna, hvað voru margir sitjandi og fyrrverandi forstjórar á launum hjá þeim á tímabili?

En ég væri alveg til í að fljúga með þessum vélum, enda væru flugstjórarnir sennilegast ekki rússneskir og þar af leiðandi kannski edrú. Af Rússneskri hönnun á vélum (þeim nýrri það er) er ekkert yfir að kvarta.

Reyndar er ég staddur á Nýfundnalandi akkúrat núna og hingað flaug ég frá Montreal með Embraer 190 vél í fyrsta sinni (http://en.wikipedia.org/wiki/Embraer_E-Jets#E-190.2F195) og verð ég að segja að það er mun, mun skemmtilegra að fljúga með þeim heldur en flestum Boeing og Airbus vélum sem ég hef flogið með af svipaðri stærð.

Heimir Tómasson, 15.8.2008 kl. 17:54

6 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Gildir einu hver framleiðir vélarnar, svo lengi sem þær eru hagkvæmar og öruggar. 

Ólafur Þórðarson, 16.8.2008 kl. 15:46

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Eftir að hafa ferðast í fljúgandi fjósi að nafnim Ilyushin hjá hinu virta flugfélagi Aeroflot, þá verð ég að fá umhugsunarfrest, áður en ég ´lýg með þessari. Vona að flugfreyjurnar verði ekki 250 kg skeggjaðir fjölbragðaglímukappar eins og hjá Aeroflot.  Hefði svosem verið eðlilegt ef þeir hefðu ekki verið kvenkyns.

Ætli það sé vodka bottle holder í cockpitinu?

Jón Steinar Ragnarsson, 16.8.2008 kl. 23:46

8 Smámynd: Róbert Björnsson

Heimir:  sástu þetta á íslenskum vef?  Það hefur þá alveg farið framhjá mér.  Já, ég tek undir það að Embraer 175/190 vélarnar eru mjög þægilegar, rúmgóðar og hljóðlátar.  Fór með E-175 frá MSP til Boston í vor og aldrei þessu vant var maður ekki að drepast í skrokknum eftir ferðalagið.

Veffari: Dittó...Embraer eru jú Brasilískar.

Jón Steinar:  yikes...þetta hefur verið lífsreynsla í lagi!   Jú það hlýtur nú að vera cup-holder fyrir Smirnoffinn hehe.

Róbert Björnsson, 19.8.2008 kl. 03:37

9 Smámynd: Heimir Tómasson

Nei, gott ef ég sá þetta bara ekki á wikipedia. Man það samt  hreint ekki svo gjörla.

Heimir Tómasson, 20.8.2008 kl. 04:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.