Bölvað klink

dollarNú á að gera enn eina tilraunina til þess að koma dollara-klinkinu í umferð. 

Ef það er eitthvað sem fer í taugarnar á mér þá er það klink.  Mér fynnst ég vera miklu ríkari með troðið seðlaveski af einsdollaraseðlum heldur en með fulla vasa af íþyngjandi klinki sem er öllum til vansa. 

Verðgildi dollarsins í augum almennings (perceived value) myndi örugglega stórlækka ef dollaraseðillinn yrði tekinn úr umferð.  Fólki finnst minna mál að eyða klinki heldur en seðli.  Kannski væri það gott fyrir hagkerfið...ég skal ekki segja.  Mikið hefur verið rætt um að úrelda Penný-íð (eins centa klinkið) og þó ég hati klinkið þá er ljóst að það myndi þýða að það yrði að rounda upp öll verð uppí næsta tug.  99 centa borgarinn yrði 1 dollara borgari...en síðan legst reyndar söluskatturinn ofan á þannig að í staðinn fyrir að 99 centa borgarinn kosti á endanum $1.07 þá færi hann upp í $1.10...það myndi þýða stórhækkað verðlag og aukna verðbólgu.

Hvað svo með alla sjálfsalana?  Það myndi kosta gríðarlegar fjárhæðir að uppfæra alla sjálfsala svo þeir tækju við dollara klinkinu.  Flestir nýjir sjálfsalar í dag taka reyndar líka bæði $1 og $5 seðla.

Ég hélt að ég væri nú ekki svona svakalega íhaldssamur...en mér þykir vænt um gamla græna George Washington og kæri mig ekkert um að hafa gulli slegna Richard Nixon og Ronald Reagan í vasanum.

 


mbl.is Þrír af hverjum fjórum Bandaríkjamönnum andvígir dollaramynt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband