John Philip Sousa - Independence Day

SousaÞann fjórða júlí er tilvalið að minnast eins merkilegasta tónskálds Bandaríkjanna, John Philip Sousa (1854-1932).  Sousa þarf ekki að kynna fyrir áhugafólki um her-marsa og lúðrasveita-tónlist almennt, en hann hefur oft verið uppnefndur "konungur marsanna".  Meðal frægustu marsanna hans má nefna Stars and Stripes Forever, Washington Post og Semper Fidelis.

Þess má geta að þar sem hefðbundnar túbur eru of stórar og þungar til að bera með góðu móti í skrúðgöngum var fundið upp nýtt hljóðfæri sem hvílir á öxl hljóðfæraleikarans og bjallan kemur upp yfir höfuðið og snýr fram.  Þetta hljóðfæri var að sjálfsögðu nefnt Sousa-fónn til heiðurs meistaranum.

Ég hlóð nokkrum völdum mörsum inní tónlistarspilarann hér til hliðar og vona að einhver gefi sér tíma til að hlusta á eitt eða tvö lög.  Þetta USAF Sousakemur manni alltaf í þrusu-stuð sko! Wink

 

Í dag er svo ómissandi að mæta í skrúðgöngu, veifa Old Glory, sprengja kínverja og skella nokkrum borgurum og heitum hundum á barbeque-ið. 

 

FreedomFlagO say, can you see, by the dawn’s early light,
What so proudly we hailed at the twilight's last gleaming,
Whose broad stripes and bright stars, through the perilous fight
O’er the ramparts we watched, were so gallantly streaming?
And the rockets’ red glare, the bombs bursting in air
Gave proof through the night that our flag was still there;

O say, does that star-spangled banner yet wave
O’er the land of the free and the home of the brave?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jesús Kristur og allir lærisveinarnir, Róbert ... ertu að meina þetta?
Héðan í frá kem ég hér á hverjum morgni og hlusta á nokkra Sousa-marsa til að koma mér í réttu stemminguna fyrir daginn!
Go Firecats go!

Alla (IP-tala skráð) 4.7.2007 kl. 01:19

2 Smámynd: Róbert Björnsson

Hehehe...óþarfi að blanda lærissneiðunum í málið Alla mín!    Jú, marsarnir eru tilvaldir til að koma manni í rétta gírinn á morgnana... fyrir þá sem eiga erfitt með að vakna er frábært að eiga vekjaraklukku með geislaspilara svo maður geti látið einn hressann Sousa vekja sig með látum!  Þá er maður ekkert að ýta á snooze takkann og sofa yfir sig og maður fer með rétta tempóið inní daginn...120 slög á mínútu.  "I love the smell of Napalm in the morning"

Ég var nú svo að vona að einhver hneikslaðist á Kana-slepjunni í mér, en ég bara varð að ögra sumu fólki smávegis með því að bæta við fánanum og textanum þarna neðst... en það er nú einu sinni líka 4th of July for crying out loud!  Ef maður má ekki vera smá Ameríkaníséraður á þessum degi...þá hvenær?

Róbert Björnsson, 4.7.2007 kl. 19:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband