German Engineering in da house...ja!

Kosturinn við að eiga gamlan Benz:  hann bilar afar sjaldan.  Gallinn við að eiga gamlan Benz: þegar hann bilar, þá er það dýrt spaug (allavega hér í Ameríkunni). 

My 275 horse V8 - E420Þegar Benzinn bilar þá fer maður nú ekki með hann á hvaða verstæði sem er.  Ég tékkaði á þremur verkstæðum hérna í bænum og enginn þorði að snerta hann svo ég varð á endanum að taka mér frí í dag og keyra með hann í umboðið niðurí Minneapolis þar sem "Licensed Mercedes Engineers" í hvítum sloppum taka $120 á tímann. 

Ég gerðist svo frakkur að panta varahlutinn á netinu en ég hefði betur látið það ógert, því ó-nei, þeir harðneita að nota neitt nema sína eigin orginal MB parta sem kosta auðvitað helmingi meira.  Þetta gátu þeir ekki einu sinni sagt mér í símanum eða þegar ég mætti með bílinn og sýndi þeim varahlutinn.  Sá sem tók við mér og tékkaði bílinn inn sagði að þetta væri ok og að honum sýndist að varahluturinn myndi passa.  Mér var sagt að þetta tæki svona 3 tíma en svo fæ ég símhringingu 5 tímum seinna og þá kom í ljós að þeir gátu ekki notað þennan part (Bull$hit) og þeir áttu hann heldur ekki á lager þannig að bílinn fæ ég ekki fyrr en á morgun og verð því að eyða morgundeginum í að gera mér aðra ferð í borgina.  Áætlaður reikningur fyrir herlegheitin hljóðar svo uppá einhverja $2,000 fyrir utan varahlutinn minn gagnslausa. 

Þeir mega þó eiga það að þeir lánuðu mér forláta M Class slyddu-jeppling á meðan...sem við fyrstu kynni er afskaplega óspennandi bifreið og ætti alls ekki að fá að bera Benz stjörnuna á húddinu.

En erhem...talandi um German Engineers...svona eru þeir hjá Vee-Dubb LoL


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Professional extortion.  Varla er hægt að taka svona rippoffi þegjandi?  Þetta hljóta að vera ólöglegir viðskiptahættir.  Einokun, samráð, blekkingar og hvað eina.  Hvað með mottóið að the customer is always right?  Mátt þú ekki ráða hvað varahluti þú kýst að nota? Ég er kjaftstopp.

Jón Steinar Ragnarsson, 7.11.2007 kl. 21:04

2 Smámynd: Róbert Björnsson

Þetta er vissulega blóðugt.   Þeir virðast geta neitað að nota "aftermarket parta" sem eru ekki sér innsiglaðir sem "Original Mercedes part".   Svona virðist þetta fúnkera hérna, þeir græða meira á viðgerðinni ef þeir geta selt sína eigin parta á uppsprengdu verði og neita annars að þjónusta bílinn og bera við ábyrgð og svoleiðis kjaftæði.

Og litlu lókal verkstæðin neita yfirleitt að taka við evrópskum bílum af einhverjum ástæðum...kanski þeir eigi bara ekki topplyklasett í millimetrum þessir bjálfar!   Nema umboðin hóti þeim öllu illu...eða múti þeim á einhvern hátt?  Eitthvað rotið í þessu allavega.

Róbert Björnsson, 8.11.2007 kl. 04:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband