Home sweet home

Hér á gaddfreðnum bökkum Mississippi fljótsins er allt eins og ég skildi við það og barasta nokkuð notaleg tilfinning að vera kominn heim í litla, friðsama, Ameríska smábæjar-fílínginn eftir allt jóla-stressið á Íslandi.  Birtan sker að vísu svolítið í augun eftir dvölina í skammdeginu enda snjór yfir öllu og sannkallað winter wonderland.

Samferða mér frá Íslandi í gær var kær vinkona mín sem býr hér í næsta húsi og stundar nám við sama skóla og ég.  Öðrum eins dugnaðarforki og hörku-kvendi hef ég varla kynnst, en hún er þannig gerð að hún lætur alls ekkert stöðva sig, sama hvað á bjátar.

Hún er samt svolítill hrakfallabálkur blessunin og á einhvern óskiljanlegan hátt tókst henni að stórslasa sig þegar hún gekk um borð í flugvél Icelandair í gær.  Í öllum troðningnum um borð smeygði hún sér inn á milli sætaraða til að hleypa fólki framhjá áður hún gæti sett handfarangur sinn upp.  Ekki vildi betur til en svo að hún missteig sig með þeim afleiðingum að hún heyrði mikið brak og bresti í hnénu á sér og þvínæst var fóturinn kominn eitthvað út á hlið og hnéskelin snéri öfugt!  Ég get varla ímyndað mér sársaukann sem hlýtur að fylgja því að fara úr hnjálið...en mín beit bara á jaxlinn. 

One-Tough-CookieSem betur fer vildi svo til að um borð var bandarísk kona, menntaður iðjuþjálfi, sem kom til hjálpar og náði að poppa hnénu aftur í liðinn.  Flestir hefðu nú í þessum sporum sennilega þegið að vera rúllað frá borði og farið uppá slysó í stað þess að leggja í sex tíma flugferð...en ekki þessi vinkona mín...ó nei, ekki aldeilis.  Flugfreyjurnar og flugstjórinn voru reyndar skiljanlega efins um að leyfa henni að halda áfram för sinni, en vinkonan þóttist vera fær í hvað sem er og það kom ekki til greina hjá henni að missa af fluginu. 

Við komuna til Minneapolis var hnéð svo bólgið að það var þrefalt a[ umfangi þrátt fyrir að hún hefði haft íspoka á því alla leiðina.  Samt kveinkaði hún sér ekkert og hoppaði útúr vélinni á einum fæti uns hún fékk hjólastól.  Þeir á flugvellinum ætluðu svo varla að hleypa henni út fyrr en hún væri búinn að fylla út "accident report" en þeir urðu mjög undrandi og hneykslaðir á að hún ætlaði ekki í skaðabótamál við Icelandair, þar sem þetta gerðist jú um borð!  (Þeir eru jú svolítið spes, greyin.)

Ég ætlaði svo auðvitað að keyra hana beint uppá ER...en nei, nei...hún vildi bara komast heim að sofa, læknirinn gæti beðið til morguns!  Og hvað haldið þið, auðvitað sagði læknirinn henni í morgun að liggja fyrir með löppina á ís þangað til hún hittir orthopedic sérfræðing á morgun...en nei...mín þurfti sko að mæta í vinnuna í dag.   Ég veit ekki hvað þarf til að stöðva þessa manneskju.  Hún hefur áður lent í mótlæti, en þetta lýsir hennar karakter mjög vel...hún veður ætíð áfram á þrjóskunni einni saman no matter what. 

Ingunn, you´re a champ! Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásta Björk Solis

Greynilega ekta Islendingur thar

Ásta Björk Solis, 10.1.2008 kl. 05:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband