Íslenskir þöngulhausar

Hvað er málið með þessa morðóðu villimenn þarna uppfrá?  Það má ekki sjást saklaus ísbjörn né stöku hvalur við ströndina, þá blossar upp í þessum kvikindum einhver frumstæð drápsfíkn!

iceland2.jpgÞað þarf nú engan stærðfræðing til að sjá að hvalveiðar borga sig engan veginn og munu aldrei gera, en skaðinn sem þær valda íslenskri ferðaþjónustu og almenningsáliti á heimsvísu er gríðarlegur og í sumum tilfellum óbætanlegur.

Margir benda á að Bandaríkjamenn veiði fleiri hvali en Íslendingar, en skilja ekki að veiðar frumbyggja í Alaska eru ekki stundaðar í gróðaskyni heldur sem "menningarleg athöfn".   Það má svosem vel vera að íslendingar séu svo menningar-snauðir að þeir telji hvalveiðar nauðsynlegar undir þeim sömu forsendum? 

Eða er þetta bara einhver gamaldags þjóðrembingur?  Tal um sjálfsákvörðunar-rétt! "Við látum sko ekki einhverja bansetta útlendinga segja okkur hvað við megum drepa og hvað ekki!"  Ok, verði ykkur að góðu, ef ykkur langar til að gera ykkur að fíflum og skapa þá ímynd í augum siðmenntaðra þjóða að Íslendingar séu villimenn!  

En hver á annars að éta hval-kjötið?  Fullt af PCB, kvikasilfri og öðrum þungmálmum og eiturefnum?   Á grillið mitt?  Nei, takk!  Má ég þá frekar biðja um Amerískan hormóna-borgara.


mbl.is Bandaríkjaþing gagnrýnir hvalveiðar Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Þór Strand

Sæll

Af því að við lifum í heimi sem hungrar eftir mat þa spyr ég veistu hvað 30.000 langreiðar éta mikið á ári?  það mun vera um 1.100.000 tonn og 135.000 hrefnur um 2.500.000 tonn þetta er nefnilega vandamál.  Þó hvalir séu ofboðslega sætir og mikil krútt þá finnst mér verra þegar börn eru að deyja úr hungri, og væri ekki betra að þessir "umhverfisvernarsinnar" færu að hætta að hugsa um eiginn rass og byrjuðu að hugsa um fólk sem vantar mat.

Einar Þór Strand, 19.6.2008 kl. 20:56

2 Smámynd: Róbert Björnsson

Ætla íslenskir hvalveiðimenn þá að senda hvalkjötið gratís til svöngu barnanna í Afríku?   Eða skreiðina af þessum tonnum af fiski sem hvalurinn étur?

Eða sjá gráðugir sjómenn svona mikið eftir fiskinum sem annars færi á markað í evrópu fyrir 5 evrur kílóið og endaði sjálfsagt á sælkeraveitingahúsum....en ekki á diskum hungraðra barna, sem þar að auki eru blessunarlega fá í evrópu.  Það er gengdarlaus ofveiði risa-togara sem veldur skorti á fiski í sjónum...ekki nokkrir hvalir.

Róbert Björnsson, 19.6.2008 kl. 21:11

3 Smámynd: Róbert Björnsson

Sigurður:  "það er hræsnaskapur að dæma aðrar þjóðir en líta ekki í eigin barm".  Það er hárrétt...en virkar í báðar áttir!   Eg var á engan hátt að réttlæta hvalveiðar eskimóanna í Alaska...bara að benda á að þær eru stundaðar á allt öðrum forsendum en þær íslensku!

Af hverju má ekki veiða hvali?  Þetta snýst um hagsmunamat!  Hversu margir íslendingar myndu græða á hvalveiðum og hversu mikið?  Hversu margir íslendingar tapa á hvalveiðum og hversu mikið?  

Það er svo frekar lélegur útúrsnúningur að afsaka hvalveiðar með því að benda á stríðsrekstur annarra þjóða!  Hvað hefur það með málið að gera???   Og það eru fleiri en bandaríkjamenn sem gagnrýna hvalveiðar...nánast allar þjóðir heims fyrir utan Noreg og Japan!

Róbert Björnsson, 19.6.2008 kl. 21:24

4 Smámynd: Róbert Björnsson

Eru þessar tölur frá Hafró?  Er þetta allt fiskur sem hvalurinn étur í íslenskri landhelgi, eða á öllu norður Atlantshafinu?   Heimildir?

Hvalir hafa alltaf verið í sjónum og alltaf étið fisk...af hverju er það meira vandamál núna en áður?  Og ef þú hefur áhyggjur af vaxandi stofnstærð hvala...þá hefði það engin áhrif á fiskistofninn að drepa 100-200 stykki!  Það þyrfti þá væntanlega að drepa fleiri þúsund dýr til að hafa einhver áhrif á það hversu mikið af fiski hvalirnir éta!   Heldur þú virkilega að það væri markaður fyrir slíka aðgerð?

Og hvaða þjóðir heldur þú að hafi áhuga á að kaupa hvalkjöt???  Norður Kórea kannski?  Svo við tölum nú ekkert um viðskiptabann sameinuðu þjóðanna.  

Svo nenni ég ekki að eltast við þetta hatur þitt á Bandaríkjunum... en bendi þér aftur góðlátlega á að það eru ekki bara Bandaríkin sem gagnrýna hvalveiðar íslendinga heldur flest allar siðmenntaðar þjóðir heims.

Róbert Björnsson, 19.6.2008 kl. 22:13

5 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Moðróðasta þjóð í heimi á ekki að steinum úr glerhúsi. Bandarískir hermenn drepa margfalt fleiri saklausa borgara víða um heim heldur Íslendingar drepa af hvölum. Það eru falskari mannverur á jörðinni en bandarísk stjórnvöld. Hugsaðu um það meðan þú svelur þarna vestra í eilífðarnáminu.

Haraldur Bjarnason, 19.6.2008 kl. 22:42

6 Smámynd: Haraldur Bjarnason

átti að vera: Morðóðasta...  og ...það eru ekki falskari mannverur til.....sorrý fljótfærnina

Haraldur Bjarnason, 19.6.2008 kl. 22:44

7 Smámynd: Róbert Björnsson

Sigurður fær sínar tölur frá Landsambandi Íslenskra Útvegsmanna...eru þeir hlutlausir rannsóknaraðilar eða væri þeim nokkuð trúandi til að ýkja sínar tölur í áróðursskyni? 

Það er annars gaman að sjá hvað ég náði að stuða ykkur með orðalagi mínu... ég greinilega særði þjóðerniskennd ykkar all svakalega og hafði nú lúmskt gaman af því... ég var nokkuð viss um að ég fengi svona viðbrögð.   Að kalla íslendinga morðóð kvikindi var nú meira sagt í gríni í ljósi ísbjaradrápanna...þöngulhausa kalla ég þá sem halda að hvalveiðar séu arðbærar.  En ég kallaði íslendinga aldrei menningarsnauða...þvert á móti hélt ég að þeir væru komnir á hærra menningar-plan en eskimóarnir í Alaska!  En kannski er það misskilningur og vanvirðing við eskimóanna?

Hef ég fjarlægst uppruna minn?  Kannski, en af hverju má ekki gagnrýna eigið land þegar þörf krefur?  Eru það föðurlandssvik?  Eða er það þjóðremba að gera það ekki þegar við á? 

Haraldur:  For the record, þá hef ég hvergi réttlætt stríðsrekstur Bandaríkjanna og ég er ekki stuðningsmaður núverandi ríkisstjórnar Bandaríkjanna.  Alls ekki!  

Hins vegar hefur þessi stríðsrekstur EKKERT með réttmæta gagnrýni á hvalveiðar að gera og er því þessi röksemdarfærsla algerlega "ad hominem"!

Róbert Björnsson, 19.6.2008 kl. 23:04

8 Smámynd: Heimir Tómasson

Gaman að þessu Róbert minn..... Það má alveg nefna það að ég er nú hérna uppi í Alaska og var einmitt að spjalla við einn af þessum hvalveiðimönnum. Kannski ég komi með færslu um það samtalið einhvern daginn. Margt merkilegt sem kom fram hjá honum um hvalveiðar Íslendinga.

Heimir Tómasson, 20.6.2008 kl. 00:29

9 Smámynd: Róbert Björnsson

Hlakka til að lesa um það, Heimir!

Róbert Björnsson, 20.6.2008 kl. 05:15

10 identicon

Sæll Róbert.  Mér þykir þú hafa verið verið kveðin í kútinn og átti ég nú hreinlega ekki von á þessu frá manninum sem sigraði Jón Val Jensson.     Mér þykir þessi Sigurður Gunnarsson hafa tekið þig í .... nefið.    Sveiattan. 

  Þú getur bara alls ekki borið einhver rök á móti hvalveiðum.   Þú veirst jafn vel og við hin að það er illmögulegt.... nema að þú sért orðin svona rosalega Amerískaður að það að verði ekki komið fyrir þig vitinu. 

  Take care old buddy. 

Steini (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 07:43

11 Smámynd: Róbert Björnsson

Steini þó!???

Ertu ekki að grínast?  Hver eru að þínu mati helstu rökin með hvalveiðum?

Ég hef bent á að hvalveiðar geta aldrei orðið arðbær atvinnuvegur.  Það eru til örfáir gufuknúnir hálfrar aldar gamlir ryðdallar á landinu og engin alvöru verkunarstöð, og örfáir eldgamlir kallar sem kunna enn til verka við vinnslu á þessu og þeirra starf væri eingöngu hugsjónarstarf, nostalgía og löngunin til að ögra alþjóðasamfélaginu.

Hver á að kaupa og éta kjötið???  Það er ekki eins og þetta ógeð (baneitraður andskoti) sé eftirsótt vara á veitingahúsum og stórmörkuðum útum allan heim?  Varla torga íslendingar þessu... sennilega ekki margir fæddir eftir 1960 sem myndu leggja sér þetta til munns einu sinni.

Ég hef ekki tölur, því miður, um hversu mikil áhrif hvalveiðar myndu hafa á ferðamannaiðnaðinn á íslandi... en talsmenn þess iðnaðar hafa oft og iðulega lagst hart gegn áformum um hvalveiðar, og þú veist eins vel og ég að ferðamanna iðnaðurinn hefur mun meiri áhrif á lífsafkomu íslendinga heldur en allir hvalir í sjónum dauðir og étnir til samans!   

Þar að auki finnst sumum mikilvægt að ísland sé tekið alvarlega á alþjóða-vettvangi, og að brjóta gegn alþjóðasamningum er ekkert sérlega vel til þess fallið að bæta velvild og virðingu í okkar garð.

Að lokum kemur þetta bull um að hvalurinn sé að éta allan fiskinn í sjónum ekki einu sinni málinu við, því það þyrfti þá að drepa fleiri þúsund, ef ekki tugi þúsunda dýra til að hafa nokkur minnstu áhrif á stærð fiskistofna... og ég sé ekki að það sé inni í myndinni að gera það með núverandi hvalveiðiflota...og ef það er ekki markaður fyrir kjöt af 10 hvölum...hver ætti þá að kaupa þúsund hvali?

Nei, Steini...sorry...ég bara sé engan vegin að ég hafi verið kveðinn í kútinn með þetta...hvalveiðar meika engann sense!

Og áður en þú sakar mig um að vera svona Amerískaður í þessu...þá bendi ég á að ég hef hér hvergi talað um "tilfinningarleg" rök máli mínu til stuðnings...heldur einungis kalt hagsmunamat og common sense...   en sure... ef þú vilt að auki tala um ómannúðlegar veiði-aðferðir á skynugustu dýrum jarðar sem ná að jafnaði 80-90 ára aldri, þá getum við alveg bætt því við....en mér finnst það óþarfi, þar sem svo mörgum er skítsama um það hvort eð er... gott og vel... hin rökin nægja mér alveg.

En svona er þetta...það er ekki hægt að vera sammála um alla hluti...og ætli við verðum ekki bara að agree to disagree í þessu máli, kæri frændi.

Róbert Björnsson, 20.6.2008 kl. 09:47

12 identicon

Hvaða andskotans máli skiptir það hvaða álit þessir Kana skrattar hafa á okkur.

Þó við séum að veiða nokkra hvali á hverju ári er það ekki bara hið besta mál þeir eru í hörku samkeppni við útgerðirnar veitir bara ekkert af að grisja stofninn aðeins.  Þessir Kanavitleysingar eru svo fullur af sýndarmennsku og hræsni að það hálfa væri nóg.  Ég get nefnt dæmi eins og Írak stríðið sem var byggt á lygum og blekkingum þeir plötuðu meðal annars þjóðir eins og okkur góðu þjóð Ísland til að skrifa undir lista hinna viljugu.  Svo þessi andskotast hræsni að vera á móti hvalveiðum en borða samt annað kjöt þvílíkt kjaftæði er nokkur munur á að drepa hval eða naut.  Róbert hættu svo að tala illa um Íslensku þjóðina ég er Íslendingur og er stoltur af því og má alveg vera það þú ættir að biðjast Ísland afsökunar á ummælum þínum og ættir að senda Ólafi Ragnari afsökunarbréf.

Þórarinn Sigfússon (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 13:12

13 identicon

Hvað er svo málið Róbert minn þó við séum að skjóta nokkra Ísbirni ertu ekki að gera of mikið úr þessu er ekki bara hægt að gera gott úr þessu og setja bjössa á grillið og borða hann og fá sér bjór með.

Þórarinn Sigfússon (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 13:52

14 Smámynd: Róbert Björnsson

Tóti minn...það er til staður fyrir fólk eins og þig!   (Guantanamo)

Róbert Björnsson, 20.6.2008 kl. 15:02

15 Smámynd: halkatla

frábær pistill Róbert!

það er líka augljóst að fastagestirnir á hvalveiðibloggum hafa ekki misst neitt af eldmóði sínum - m.a segir Einar Strand að hvalaverndarsinnar standi í vegi fyrir því að sveltandi börn fái mat. Gaman að því. 

halkatla, 20.6.2008 kl. 16:26

16 Smámynd: Róbert Björnsson

Takk Anna Karen!

Róbert Björnsson, 20.6.2008 kl. 17:15

17 identicon

Er ekki Guantanamo gott dæmi um illsku og hrottaskap Bandaríkjamanna God bless America.

Þórarinn Sigfússon (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 17:23

18 Smámynd: Róbert Björnsson

Tóti!!!  Lighten up, will ya!!!    

Róbert Björnsson, 20.6.2008 kl. 17:27

19 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Wow! Best að segja sem minnst, svo ég fái ekki skutul í bakið.

Jón Steinar Ragnarsson, 22.6.2008 kl. 03:42

20 Smámynd: Róbert Björnsson

Já, það er víst eins gott að halda bara kjafti... ég verð örugglega þræddur á öngul og notaður sem beita þegar ég kem til landsins!

Annars, svona þér að segja, er mér í raun og veru nokk sama um hvalveiðar...þó ég sé almennt á móti þeim þá eru þær mér ekkert sérstakt hjartansmál either way.  Mig langaði bara að skemmta skrattanum aðeins því ég vissi að með þessu orðavali þá myndi ég fá einhverjar hard core týpur til að æsa sig...og það tókst!

Róbert Björnsson, 22.6.2008 kl. 08:47

21 Smámynd: Erna Hákonardóttir Pomrenke

Vá, það liggur við að maður gráti af hlátri eftir þennan lestur. Já Þræddur upp á (stóran) öngul  og notaður sem beita fyrir hvalveiðarnar Þú er fyndinn.

Hvað er fólk að æsa sig svona mikið. Ég er svo hjartanlega sammála þér í sambandi við ísbirnina. Ég er nú búin að skrifa nóg um það svo það er eins gott fyrir mig að snar þegja svo ég verði ekki háls höggvin

Erna Hákonardóttir Pomrenke, 18.7.2008 kl. 02:46

22 Smámynd: Róbert Björnsson

haha já það er eins gott að passa sig á þessum byssuóðu fjöndum   ...og hver sagði að Kanarnir væru byssu-óðir???

Róbert Björnsson, 18.7.2008 kl. 09:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband