Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007

Klanið eflist

snemma beygist krókurinnÞað eru ekki bara meðlimir Frjálslynda flokksins og Nýs afls sem hafa áhyggjur af innflytjendamálum þessa dagana.


CNN hefur nýverið fjallað um mikinn uppgang Ku Klux Klan hér í Bandaríkjunum að undanförnu.  Fjöldi meðlima í Klaninu fjölgaði um 63% á milli áranna 2000 til 2005.  Ennfremur hefur fjölgað um 33% í öðrum öfgasamtökum svo sem hjá Ný-Nasistum en þessi samtök eru farin að vinna saman í auknu mæli og nota nú netið til að breiða út hatursáróður sinn.

Það vekur athygli að í dag leggur Klanið mestu áhersluna á að útrýma innflytjendum frá Mexíkó og Rómönsku Ameríku.  Það þarf svosem ekki að koma á óvart enda eru flestir meðlimir KKK ómenntað og óupplýst "White Trash" sem þarf að keppa við Mexíkanana um að fá störf við að þrífa klósettin í Wal-Mart.

Hinn dæmigerði Klansmaður er atvinnulaus alkóhólisti sem býr í hjólhýsi einhversstaðar í Suðurríkjunum, hefur lent í jailinu oftar en einu sinni fyrir að berja konuna sína, les biblíuna og mætir í messu á hverjum Sunnudegi á gamla pallbílnum sínum.  Horfir svo á Fox-"News" og kýs Repúblikanaflokkinn (sem outsourcaði verksmiðju-djobbið hans til Mexíkó).

Og hver ætli sé svo staðalímynd hins Íslenska rasista?  Æ...það er sennilega best að sitja á sér með það... en hvort þeir eru staddir í Grímsnesinu eða Alabama eru þeir báðir ekkert annað en aumkunarvert "White Trash"!

 


The Right Stuff

vert_nowak_bookingÞað er erfitt að trúa svona löguðu uppá manneskju sem hefur náð að klifra svo hátt upp metorðastigann í Sjóhernum (Kapteinn í sjóhernum jafngildir tign Colonel í landher og flugher) og þar að auki náð glæsilegum frama innan NASA.  Maður hefði haldið að í "The Right Stuff" væru eingöngu óbrigðul ofurmenni.  

Kannski álagið hafi fært hana yfir um... en það er eitthvað mikið að í kollinum á manneskju sem klæðist bleyju svo hún geti keyrt non-stop frá Houston, TX til Orlando, FL!   Hún hefur þó væntanlega þurft að stoppa nokkrum sinnum til að taka bensín (þetta eru jú 1500 km vegalengd...ca. 14 tíma keyrsla).

Hvað sem þessari harmsögu líður þá er merkilegt að sjá "mug-shottið" hennar... það gefur ekkert eftir þeim bestu á The Smoking Gun dot com.


mbl.is Átök um ástir geimfara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snakes on a Plane

snakesÞetta var þá ekki svo galin mynd eftir allt saman... það er óhugsandi að koma naglaklippunum í gegnum vopnaleitina en ekkert mál að fela nokkra snáka í nærbrókinni.  Woundering

Held ég taki bara undir með Samuel L. Jackson..."I´ve had enough of these motherfu**ing snakes on this motherfu**ing plane!"

 


mbl.is Snákar, eðlur og tarantúlur ganga kaupum og sölum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alberta Clipper

kuldaboliEftir óvenjuhlýjan vetur er loksins brostið á kuldakast hér í Minnesota.  Heimsskautaloft norður úr Kanada blæs niður slétturnar miklu með frosti og funa.  Næstu daga er spáð 20-25 gráðu frosti (á celsíus) og sé vindkælingin tekin með í dæmið jafngildir það 35 gráðu frosti.

Rakastigið er einnig mjög lágt og vill svo til að nú er loftið þurrara hér heldur en í eyðimörkinni í Arizona!  Mann verkjar í lungun þegar maður dregur andann og eins gott að drekka nóg af vökva til að þorna ekki upp.

Ágætt veður til að leggjast uppí sófa með bolla af heitu súkkulaði og lesa sér til um Global Warming.


Wangari Maathai

Dr. MaathaiAnnar góður gestur hélt hér fyrirlestur fyrir troðfullum sal í gærkvöldi.  Þar var mætt Dr. Wangari Maathai, Friðar-Nóbelsverðlaunahafi frá Kenýa.

Dr. Maathai er líffræðingur sem hefur barist ötullega fyrir náttúruvernd, mannréttindum, lýðræði og friði í Afríku.  Hún var fyrst kvenna frá austur og mið Afríku til að öðlast PhD gráðu og sömuleiðis fyrsta konan frá Afríku til að öðlast Nóbelsverðlaun (árið 2004).

Hún hélt frábæra ræðu um áhrif náttúruverndar og vistvænnar náttúruauðlindastjórnunar á þróun lýðræðis og friðar í heiminum.  Boðskapur hennar var að hvert og eitt okkar getur lagt lóð á vogarskálirnar þegar kemur að náttúruvernd og lýðræði.  Þrátt fyrir að stundum virðist fjöllin ókleif megum við ekki leyfa okkur þann munað að gefast upp þótt á móti blási.

Í Kenýa barðist Dr. Maathai við einræðisherra og alþjóðleg stórfyrirtæki sem græddu á tá og fingri á skógarhöggi í regnskógunum með þeim afleiðingum að heilu vistkerfin eyðilöggðust og vatnsból og ár menguðust.  Hún hjálpaði líka allslausum konum að mennta sig og brjótast undan oki karlaveldisins.

Íslendingar gætu lært mikið af því starfi sem Dr. Maathai sinnti í Kenýa.  Hún sagði eins og Ómar, að þegar mörg lítil sandkorn koma saman getur myndast óstöðvandi bylgja.  Þannig getur fólk haft áhrif, til dæmis með því að kjósa gegn umhverfisspjöllum og eyðileggingu náttúruauðlinda.

Ég bendi áhugasömum á vefsíðu samtaka Dr. Maathai sem nefnist Green Belt Movement - www.greenbeltmovement.org

Einnig hvet ég fólk til að kynna sér ævisögu þessarar merkiskonu, sem nefnist Unbowed.

 


Cindy Sheehan

sheehanFriðar-aktívistinn Cindy Sheehan hélt fyrirlestur í skólanum mínum í gærkvöldi.  Cindy sem missti son sinn í Írak og hlekkjaði sig í framhaldinu við grindverkið á búgarði G.W. Bush í Crawford, Texas, var eins og við var að búast afar harðorð í garð forsetans. 

Hún lagði til að Bush yrði tafarlaust "impeached", tekinn úr embætti og ákærður fyrir stríðsglæpi.  Hún tók þó fram að ekki ætti að hengja karlpunginn því dauðarefsingar séu óréttlætanlegar...jafnvel þegar "vitfirrtir fjöldamorðingjar" eiga í hlut, eins og hún orðaði það. Tounge

Cindy er ein mest hataðasta kona veraldar í augum Repúblikana (á eftir Nancy Pelosi og Hillary) fyrir það hvað hún er dugleg að benda á lygarnar í Bush/Cheney.  En Cindy gaf demókrötunum engan grið heldur og gagnrýndi aðgerðarleysi þeirra á þinginu harðlega. 

Cindy var líka harðorð í garð Hillary Clinton sem hún sagði hafa verið fylgjandi stríðinu í Írak frá upphafi og væri peacemomekki líkleg til að tryggja frið í heiminum næði hún kjöri ´08.

Cindy er afar góður ræðumaður og fékk salinn til að hrífast með sér og mikið var um klapp og stuðningsöskur, en öryggisverðir þurftu líka að fjarlægja nokkra einstaklinga úr salnum sem létu ófriðlega með frammíköllum og ókvæðisorðum í garð Cindy sem þeir sögðu vera að "aiding and embedding the enemy". 

Cindy benti á eina áhugaverða staðreynd.  Stríðið í Írak kostar 10 milljónir dollara á KLUKKUSTUND og miðað við það tæki það einungis um 7 klukkustundir að borga upp skólagjöld allra nemenda í skólanum mínum (15 þús. talsins) í heilt ár ef peningunum væri varið í menntamál.

Ég vil benda áhugasömum á bók Cindýjar "Peace Mom - A Mother´s Journey through Heartache to Activism" og hér er linkur á vef samtaka hennar Gold Star Families for Peace.

 


Vísindamaður reynir að afhomma hrúta

GaySheep2Fyrir tveimur árum var birt rannsókn Dr. Charles Roselli, líffræðiprófessors við Oregon State University þess efnis að heil 8% hrúta væru samkynhneigðir (og ekki bara uppi á Brokeback Mountain).  Þessir hrútar kusu sem sagt frekar náin samneyti með kynbræðrum sínum og litu ekki á verslings kindurnar.  Rannsókn þessi var unnin í samvinnu við Bandaríska landbúnaðarráðuneytið (USDA) og lesa má um hana hér á vef wikinews.

En Roselli lét ekki við þetta staðarnumið heldur var ákveðið að reyna að komast að ástæðum "kynvillunnar" og ef mögulegt væri...að "lækna" hana eða útrýma með einhverjum ráðum svo sauðfjárbændur gætu haft betri not af hrútum sínum til undaneldis.

Eftir að hafa krufið mikið magn hrúta-heila komst Roselli að því að hugsanlega réðist kynhneigð hrútanna í svæði í heilanum sem kallast "hypothalamus" sem stjórnar meðal annars hormónaframleiðslu.  Þá tóku við umfangsmiklar og umdeildar tilraunir með hormónagjafir sem og genatilraunir til þess að reyna að rækta út þessa "ónáttúru" úr hrútunum.  Þessar tilraunir hafa enn ekki borið mikinn árángur (kannski þeir þurfi bara að fá Alan Chambers í lið með sér) en dýraverndunarsamtök sem og baráttuhópar samkynhneigðra hafa laggst harkalega gegn þessum tilraunum eins og lesa má í þessari frétt New York Times.  Dýraverndunarsamtökin (PETA) segja að hér sé á ferðinni grimmdarlegar og ónauðsynlegar tilraunir á dýrum og samtök samkynhneigðra segja að hér sé verið að reyna að leggja grunn að því að útrýma samkynhneigð hjá mannfólki með einum eða öðrum hætti. 

Þetta gæti skapað verulegt siðferðis-vandamál fyrir trúarofstækisrugludalla...ef hægt verður að sjá hvort fóstur ber "hommagenið"...er fóstureyðing þá réttlætanleg í því tilfelli?


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.