Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál

Yarmouk og Sýrlensk þakkargjörð

Í gærkvöldi reyndi ég að gera mér í hugarlund hvernig tilfinning það væri að sjá myndir af æskuheimili sínu og heimabæ í rjúkandi rústum.  Það er auðvitað ógjörningur að ímynda sér slíkt en fyrir "bróður minn" Muayad er það kaldur raunveruleikinn.  

Stjórnarher Assads ásamt Rússum gerðu harðar stórskota- og loftárásir á Yarmouk hverfið - um 8 km suður af miðborg Damaskus - í vikunni sem leið og jöfnuðu allt sem eftir stóð við jörðu.  

Yarmouk var hverfi flóttamanna frá Palestínu sem flúðu árásir og hernám Ísraela fyrir 70 árum síðan.  Afi Muayads var einn af þeim sem byggðu hverfið upp frá því að vera tjaldbúðir í eyðimörkinni yfir í blómlegt 160 þúsund manna samfélag (á 2.2 ferkílómetra svæði).  Muayad sýndi mér ljósmyndir af iðandi og fallegu torgi þar sem hann lék sér og tefldi skákir við gömlu mennina sem lögðu ofurkapp á menntun barna sinna.  Skólarnir á svæðinu voru raunar svo góðir að námsárangur, bæði í lestri og stærðfræði, var ekki einungis bestur í Sýrlandi heldur í öllum Araba-heiminum!  

Í lok árs árið 2014 var Yarmouk hverfið hertekið af vígamönnum ISIS.  Fjölskylda Muayads flúði heimili sitt og settust að nærri miðborg Damascus.  Í síðustu viku bjuggu um 3500 manns ennþá í Yarmouk - án vatns, rafmagns eða annara nauðþurfta.  Aðallega lasburðin gamalmenni og einstæðar mæður sem gátu ekki flúið.  Eftir sigur stjórnarhersins á ISIS í Austur-Gouta var nú loks látið til skarar skríða gegn Yarmouk og bókstaflega allt jafnað við jörðu.  Þar á meðal æskuheimili Muayads.

Foreldrar hans eru "örugg" en nú eru liðin 3 ár frá því að þau sendu son sinn, þá 18 ára gamlan, út í óvissunna.  Þá hafði hann fengið skipun um að hefja herþjónustu í stjórnarher Assads.  Að reyna flótta til Evrópu var hans eina von um líf og frið.  Sem "liðhlaupi" á hann aldrei afturkvæmt til Sýrlands.  

Þökk sé múttí Merkel þá endaði Muayad fyrir rest í fjölbýlishúsinu mínu hér í Saarlandi og ég er þakklátur fyrir að hafa kynnst þessum einstaka og góða dreng.  Ég þekki fáa sem búa yfir annari eins smitandi hlýju, jákvæðni, von og hugrekki.

Um síðustu helgi bauð hann, ásamt fimm fjölskyldum frá Sýrlandi, bæjarbúum til veislu í þakklætisskyni fyrir sýndan hlýhug og móttökur.  Þetta var falleg stund og bæjarbúar fylltu ráðhússalinn en færri komust að en vildu.  Nákvæmlega svona lítur semsagt "flóttamanna-vandamálið" út í Þýskalandi!  Gleði og samkennd í stað ótta, tortryggni og haturs.  

Bætti líka við myndum af okkur bræðrunum á Íslandi í fyrra - en það er óhætt að segja að drengurinn hafi orðið mikill Íslandsvinur og engin spurning með hverjum hann heldur á HM þrátt fyrir að við séum báðir að bíða eftir þýsku ríkisfangi.  

31081469_10103005706362711_3756838000305154506_n

31092071_10103005706372691_7074007517618946341_n

31118471_10103005706367701_5050668154803975246_n

fam

20620844_10102564242040751_6771683492255875993_n

21271269_10102618547317541_5653770771755500492_n

21192064_10102618546788601_1033135977791960163_n

21151265_10102618545366451_2551576154665827266_n

20663687_10102574461979911_4427291614227524215_n


Heimsmet í þróunaraðstoð og arðrán íslenskra útgerðarmanna við Afríkustrendur

Sem skattgreiðanda í Lúxemborg yljar það mér um hjartaræturnar að vita til þess að ekkert annað ríki veraldar veitir jafn-háu hlutfalli vergrar þjóðartekna sinna til þróunar-aðstoðar við bágstödd ríki. Samtals ver Lúxemborg heilu prósenti af þjóðartekjum sínum í þróunar-aðstoð, sem á síðasta ári nam yfir $430 milljónum eða rúmum 51 milljörðum íslenskra króna.  Til samanburðar nam þróunar-aðstoð Íslands á síðasta ári 0.22% þjóðartekna þrátt fyrir loforð og alþjóðlegar yfirlýsingar um að framlögin skyldu vera 0.7%. 

Nú hafa lýðskrumara-plebbarnir í Stjórnarráðinu hins vegar ákveðið að íslendingar séu of fátækir til þess að halda úti heilbrigðisþjónustu (að ég minnist nú ekki á mennta-og menningarstofnanir) öðruvísi en að hætta stuðningi við þá íbúa jarðarinnar sem líða hvað mestan skort (af þeirri tegund sem fæstir íslendingar geta ímyndað sér, sem betur fer). 

Þrátt fyrir meinta fátækt Íslands (sem kannski er fremur andleg fátækt en veraldleg) ákváðu aumu smá-sálirnar í Stjórnarráðinu að nú væri upplagt að lækka auðlegðarskatta (á mis illa fengið fé) þeirra ríkustu og að afnema auðlindagjöld á arðræningjana í útgerðinni.  

Já, þessa sömu arðræningja og sjóræningja sem moka upp fiski við strendur Afríku og hverra uppgefinn gróði nam 2.6 milljörðum í fyrra og rúmum 19 milljörðum á árunum 2007-2011.  Sjá http://www.dv.is/frettir/2012/11/25/samherji-hagnadist-um-26-milljarda-afrikuveidunum/

Ebenezer Scrooge leynist víða og ljóst að hugmynd hans um hugtakið "samfélagslega ábyrgð" nær ekki langt út fyrir lóðarmörkin í Vestmannaeyjum og Akureyri.  Það er borin von að fólk sem ekki telur sig knúið til þess að leggja sitt af mörkum til þess að halda úti grunnstoðum eigin lands og þjóðar sé fært um að hugsa um "samfélagslega ábyrgð" í alþjóðlegu samhengi.  

Þetta fólk kann ekki að skammast sín.

En mikið óskaplega er ég feginn að mínum skattgreiðslum er ekki ráðstafað af þessum aumu lúsablesum.

Dev Aid GDP


Santorum

Ég gat ekki annað en glott út í annað þegar ég sá að Rick Santorum, "uppáhalds" repúblikaninn minn á eftir Michelle Bachman stóð sig vel í forkosningunum í Iowa.

Þessi forpokaði kristni öfga-íhalds trúður hefur í gegnum árin látið mörg gullkornin falla og hann hefur ítrekað opinberað heimsku sína og sjúkan hugsunarhátt.  Það væri því fullkomið fyrir Obama ef Santorum tækist að verða mótframbjóðandi hans, því ekkert heilbrigt fólk utan biblíu-beltisins tekur hann alvarlega.

Líkt og Michelle Bachman hefur Santorum óeðlilegan áhuga á samkynhneigð, sem hann telur rót alls ills í heiminum og beint frá Satan komin.  Eitt af hans helstu baráttumálum er að ógilda dóm Hæstaréttar bandaríkjana gegn hinum svokölluðu "anti-sodomy laws" sem til ársins 2003(!!!) heimiluðu lögreglunni í Texas að ráðast inn á heimili grunaðra homma, grípa þá í bólinu og handtaka fyrir brot gegn náttúrunni!

Þetta varð upphafið að hinu svokallaða "Google vandamáli" Santorums, því nokkrir samkynheigðir grallarar (með Dan Savage í broddi fylkingar) tóku upp á því að stríða Santorum með því að hvetja almenning til þess að finna uppá skilgreiningu á orðinu Santorum sem síðar yrði í krafti fjöldans efsta niðurstaðan þegar flett er uppá Santorum á Google (endilega gúgglið karlinn!) Wink
Nú er skilgreiningin komin í "Urban Dictionaries" og trónir efst á Google.  Það er varla að maður kunni við að hafa þetta eftir...en ég eiginlega verð...

"Santorum - 1. The frothy mix of lube and fecal metter that is sometimes the byproduct of anal sex.    2. Senator Rick Santorum"

Við þetta má bæta að veitingastaður í Iowa selur nú girnilegt salat sem þeir gáfu nafnið Santorum til heiðurs forsetaframbjóðandanum.  Annaðhvort eru þeir miklir húmoristar eða hafa ekki gert sér grein fyrir kaldhæðninni, því svona lítur salatið út! Tounge
ssalad
 

mbl.is Romney og Santorum jafnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grín-uppistandarinn Obama

Barrack Obama reytti af sér brandarana á árlegum kvöldverði með blaðamönnum í Hvíta Húsinu nýlega.  Meðal annars gerði hann grín að fréttaflutningi CNN af gosinu í Eyjafjallajökli.  Sjón er sögu ríkari.


Ómannúðleg stefna í málefnum hælisleitenda

amnesty.gifMig langar til að vekja athygli á góðri grein á Smugunni eftir Inga Björn Guðnason vin minn, um málefni hælisleitenda á Íslandi. 

Sú stefna stjórnvalda að senda hælisleitendur úr landi án efnislegrar málsmeðferðar á grundvelli heimildar Dyflinnar-reglugerðarinnar er ekkert annað en sorgleg.  

Það er merkilegt að núverandi stjórnvöld sem réttilega gagnrýndu ólöglega þátttöku Íslands í Íraksstríðinu á sínum tíma - skuli nú senda stríðshrjáð fólk þaðan, í sárri neyð, til baka út í opinn dauðann, með viðkomu í ömurlegum flóttamannabúðum á Grikklandi.  Sveiattan!! 


Persona Non Grata í USA

Kaus í Bandarísku forsetakosningunum árið 2004 – stöðvaður við komuna til Minneapolis og neitað um landgöngu.  Dýrkeypt prakkarastrik og "tæknileg mistök".

"We cherish our democratic process" sagði landamæravörðurinn grafalvarlegur og ég passaði mig á því að bíta í tunguna á mér.

robert_dc3_925450.jpgTilgangur ferðar minnar um síðustu mánaðarmót var að sækja hluta búslóðar minnar sem ég skildi eftir í geymslu þegar ég snéri heim til Íslands í sumar.  Ég dvaldi við nám í Bandaríkjunum í tæp 9 ár og átti mér einskis ills von við komuna til Minneapolis enda búinn að ferðast mörgum sinnum til og frá Bandaríkjunum á undanförnum árum.  Um leið og ég steig út úr vélinni og gekk inn í salinn þar sem vegabréfaskoðunin fer fram, kom vígalegur landamæravörður á móti mér og bað mig um að fylgja sér inn í yfirheyrslu-herbergi.  Það var greinilegt að þeir áttu von á mér. 

Þetta kom mér þó ekki alveg í opna skjöldu því áður en ég lagði af stað hafði ég sótt um ferðaheimild á netinu (ESTA) og fengið neitun.  Ég hélt að það væri sökum þess að þegar ég yfirgaf Bandaríkin hafði mér ljáðst að láta skólann vita svo þeir gætu skráð mig út úr SEVIS tölvukerfinu sem fylgist með erlendum nemendum.  Ég hélt því að ég væri fyrir mistök “out of status” í kerfinu þrátt fyrir að vera með gilda námsmanna-vegabréfsáritun.  Ég fór því í sendiráðið og þeir staðfestu að ég væri enn skráður í SEVIS sem nemandi, svo ég varð að hringja í skólann og leiðrétta það auk þess sem ég þurfti að sækja um almenna ferðamanna-vegabréfsáritun sem ég og fékk og hafði ég því ekki frekari áhyggjur af því máli.  Það hvarflaði ekki að mér að forsetakosningarnar 2004 væru að bíta í rassinn á mér núna, 5 árum síðar, sérstaklega þar sem ég hef ferðast fram og til baka mörgum sinnum vandræðalaust síðan þá.

i_voted.jpgLandamæravörðurinn leit út eins og klipptur út úr klisjukenndri bíómynd.  Þessi stereótýpíska harða lögga sem tekur starfið sitt mjög alvarlega og nýtur þess að horfa á sjálfan sig í speglinum í skothelda vestinu með byssuna í beltinu.  Ég var látinn lyfta hægri hendi og sverja að segja sannleikann, allan sannleikann og ekkert nema sannleikann.  Þessu fylgdi að ég ætti rétt á að svara ekki spurningum þeirra en ef að ég segði ósatt gæti það þýtt fimm ára fangelsisvist ellegar $10,000 sekt. 

Því næst tóku við alls kyns furðulegar spurningar sem greinilega voru ætlaðar til þess að gera mig taugaóstyrkan og það virtist fara í skapið á mínum manni að ég skyldi ekki virka hræddur við hann.  Loks kom hann sér að efninu og spurði mig hvort ég hefði nokkurn tíma kosið í Bandarískum kosningum og þarmeð þóst vera Bandarískur ríkisborgari.  Þá var mér fyrst ljóst að ég væri í klandri og að ferðaáætlun mín myndi varla standast úr þessu.

Hvað kom til að ég kaus í Bandarísku forsetakosningunum?

florida-recount.jpgÞegar ég kom fyrst til Bandaríkjanna var Bill Clinton ennþá forseti og lífið var ljúft.  Ég hafði orðið vitni að mikilli hnignun Bandarísks samfélags næstu fjögur árin og stóð ekki á sama um hvert stefndi.  Íraksstríðið var í algleymingi og öfgasinnaðir kristnir hægrimenn háðu menningarstríð með tilheyrandi mannréttindabrotum.  Tilhugsunin um annað kjörtímabil George W. Bush var skelfileg.

Skólafélagar mínir voru virkir meðlimir í “College Democrats” og fengu mig til þess að taka þátt í sjálfboðastarfi fyrir forsetakosningarnar 2004.  Það leiddi meðal annars til þess að ég hitti og tók í spaðann á ekki ómerkari mönnum en Howard Dean, fyrrv. Ríkisstjóra Vermont, forsetaframbjóðenda   og síðar formanns Demókrataflokksins sem og Al Franken nýkjörinum Öldungardeildarþingmanni frá Minnesota.

Stuttu fyrir kosningarnar stungu kunningjar mínir upp á því að ég skyldi mæta á kjörstað og kjósa.  Þeir tjáðu mér að það eina sem ég þyrfti að gera væri að mæta með rafmagnsreikning til þess að sanna búsetu sem og einhver persónuskilríki með mynd.  Til þess dugði skólaskírteinið mitt.

Ég ætlaði varla að trúa því að þetta væri hægt – en svo las ég mér til um það á netinu að þessi galli á kosningakerfinu leiddi til þess að í hverjum kosningum kysu hundruðir þúsunda ólöglegra innflytjenda frá Mexíkó sem og fjöldinn allur af látnu fólki.  Ennfremur kom fram að sjaldan kæmist upp um þá sem kjósa ólöglega og að nánast aldrei væri fólk ákært eða dæmt fyrir kosningasvindl.

i_voted2.jpgMér voru forsetakosningarnar árið 2000 enn í fersku minni sem og skandallinn í Flórída sem leiddi til þess að Bush gat stolið kosningunum.  Hann var að mínu mati ekki réttmætur forseti og það dró úr samviskubitinu yfir því að kjósa.  Ég taldi mér trú um að þeim væri nær að “bjóða upp á þetta” og að það væri m.a. þessu gallaða kosningakerfi að kenna að Bush væri nú forseti.  Ég vissi samt að það væri rangt af mér að mæta á kjörstað – en það var einhver skrítin samblanda af forvitni, spennufíkn, kæruleysi, prakkaraskap og öðrum tilfinningum sem ráku mig áfram.  Mig langaði til þess að komast að því hvort ég kæmist virkilega upp með þetta og hvort eftirlitið með kosningakerfinu væri virkilega svona lélegt.  Ennfremur báru tilfinningarnar mig ofurliði að því leiti að fyrr um daginn hafði ég mætt á kosningafund þar sem myndaðist gríðarleg stemmning.  Hvert einasta atkvæði gæti skipt sköpum um það hvort Bush yrði endurkjörinn og þarmeð var framtíð heimsbyggðarinnar að veði.  Ég lét glepjast í múgæsingnum, mætti á kjörstað með rafmagnsreikninginn minn og kaus John Kerry.  Heimskulegt já - en svo sannarlega áhugaverð upplifun.  Maður lifir ekki nema einu sinni.  Whistling

Kerry vann með yfirburðum í Minnesota en það dugði því miður skammt.

Þegar ég gekk út af kjörstað fékk ég forláta límmiða sem á stóð “I Voted” sem kjósendur áttu að bera á barmi til þess að minna aðra á að fara og kjósa.  Ég á þennan límmiða ennþá og hann er mér kær minjagripur um þá lífsreynslu sem þessi gjörningur átti eftir að valda. 

voter_registration_card.jpgTveim vikum eftir kosningarnar fékk ég svo bréf í pósti frá “Minnesota Secretary of State” þess efnis að ég væri nú skráður kjósandi í Sherburne sýslu og gæti því átt von á að vera kallaður fyrir kviðdóm (Jury duty).  Þetta þótti mér stórmerkilegt en jafnframt svolítið óþægilegt.

Svo leið og beið og ekkert gerðist fyrr en rétt fyrir “sveitarstjórnarkosningarnar” árið 2006.  Þá fékk ég óvænt símtal frá Skerfaranum í Sherburne sýslu og ég var spurður um hvort ég hefði kosið tveim árum fyrr.  Ég þorði ekki annað en að játa brot mitt fúslega og bjóst við hinu versta.  Samkvæmt lagabókstafnum hefði verið hægt að dæma mig í fangelsisvist.  Ég var gráti nær af iðrun í símanum og spurði Skerfarann ráða um hvort ég ætti að pakka niður og yfirgefa landið áður en mér yrði stungið í steininn.  Þá spurði hann mig hvern ég hefði kosið og eftir að ég sagðist hafa kosið Kerry varð hann ósköp kammó og sagði mér að hafa ekki miklar áhyggjur af þessu.  Ég skildi bara vera rólegur og klára námið.  Hann yrði að vísu að senda skýrslu til saksóknara en fullvissaði mig um að það væri ólíklegt að ég yrði kærður auk þess sem játning mín og samstarfsvilji myndi teljast mér til tekna.  Ég andaði því léttar og málið virtist úr sögunni.

voting.jpgEftir að hafa játað að hafa kosið tók við löng bið á flugvellinum á meðan þeir ráðfærðu sig um hvað skyldi gera við mig.  Þeir hringdu í Skerfarann í Sherburne sýslu og komust að því að málið hefði verið látið niður falla á sínum tíma.  Það var því loks ákveðið að ég yrði ekki ákærður enda var mér sagt að refsingin sem hefði getað beðið mín væri sennilega of hörð miðað við alvarleika brotsins.  Eftir sat þó að mér yrði ekki hleypt inn í landið heldur yrði ég sendur heim með næstu vél.  Ef ég vildi snúa aftur til Bandaríkjanna yrði ég að sækja um nýja vegabréfsáritun í Sendiráðinu og fá sérstaka undanþágu.  Ég hef því ekki verið gerður endanlega útlægur frá Bandaríkjunum en það er í sjálfu sér ekkert sjálfgefið að ég fái nýja vegabréfsáritun og ef ég þekki þá rétt mun það kosta mikið skrifræði og fyrirhöfn.

Þegar þarna var komið við sögu stóð eftir eitt vandamál.  Flugvélin var farin og ekki var von á annari Icelandair vél fyrr en tveimur dögum síðar.  Samkvæmt “standard procedure” átti því að ferja mig í St. Paul County Jail, klæða mig í appelsínugulan samfesting og láta mig dúsa þar og iðrast gjörða minna þar til hægt væri að senda mig heim.  Ég var myndaður í bak og fyrir og enn og aftur tóku þeir af mér fingraför, í þetta sinn með bleki á pappír.  Ég get eiginlega ekki lýst því hvernig mér leið á þessum tímapunkti.  Ég var farinn að undirbúa mig andlega undir að verða sendur í jailið og satt að segja þótti mér það hálf fyndið.  Ég sá fyrir mér auglýsingu fyrir þáttaröðina Fangavaktina.  Þetta var orðinn farsi.

pylsur.jpgLoks var mér tjáð að þetta væri “my lucky day” (einmitt það já!) því þeir hefðu ákveðið að þar sem það væri ólíklegt að ég reyndi að flýja, þá yrði mér sleppt inn í landið (paroled) gegn því skilyrði að ég gæfi mig fram fjórum tímum fyrir flug, tveim dögum síðar.  Ég varð hins vegar að skilja töskurnar mínar og ferðatölvuna eftir á flugvellinum og fékk bara að hafa með mér nærföt til skiptanna og tannburstann.  Loks var ég varaður við að láta mér ekki detta það í hug að mæta ekki á settum tíma því annars myndi téður landamæravörður persónulega sjá um að finna mig og þá fyrst væri ég í vondum málum!  Þvínæst þakkaði hann mér fyrir þolinmæðina og samstarfsviljann og gerðist svo biblíulegur og sagði “The Truth will set you free” (Sannleikurinn mun gjöra yður frjálsan).  Ég verð að viðurkenna að mig langaði að sýna honum fingurinn...en sem betur fer tókst mér að halda aftur af mér.

Sá stutti tími sem ég hafði sem “frjáls maður” í Bandaríkjunum var skrítinn og fljótur að líða en mér tókst þó að sinna mínum helstu erindum, ganga frá dótinu mínu og svo átti ég mína “síðustu kvöldmáltíð” með mínum kæru vinum í St. Cloud.

acf3e41.jpgMér var sýnd fyllsta kurteisi á flugvellinum þegar ég gaf mig fram á tilsettum tíma en satt að segja var frekar óþægilegt að vera leiddur inn í flugvélina í lögreglufylgd eins og ótýndur glæpamaður fyrir framan alla hina farþegana.  Að lokum afhenti landamæravörðurinn yfirflugfreyjunni umslag sem innihélt vegabréfið mitt og öll málsgögn með þeim fyrirmælum að ég mætti fá umslagið þegar við værum komin inn í “alþjóðlega lofthelgi”.

Nú þegar heim er komið er ég varla búinn að átta mig á þessari skringilegu atburðarrás og ég veit eiginlega ekki hvort ég á að hlægja eða gráta.  Þetta er allavega lífsreynsla sem ég mun seint gleyma og maður hefur allavega frá áhugaverðri sögu að segja. Eftir að hafa eytt einum þriðja ævinnar í þessu “landi hinna frjálsu” þykir mér afar vænt um þessa kjána og ég vona svo sannarlega að ég eigi eftir að geta ferðast þangað aftur í framtíðinni.  Þó hef ég satt að segja ekki geð í mér til þess alveg á næstunni eftir þetta ævintýri.

god-bless-america_eagle-flag-liberty_925465.jpgMátti heldur ekki kjósa á Íslandi – Til gamans má geta að ég hef áður átt í vandræðum með forsetakosningar en mér var synjað um að fá að kjósa í mínum fyrstu kosningum á Íslandi á þeim forsendum að ég væri ekki Íslenskur ríkisborgari.  Sjá þá sögu hér. :-)


Sotomayor lífgar uppá hæstarétt Bandaríkjanna

sonia_sotomayorVal Obama á eftirmanni David Souter hæstaréttardómara sem senn lætur af embætti er í senn áhugavert og ánægjulegt.  Sonia Sotomayor verður aðeins þriðja konan frá upphafi og fyrsti Latino einstaklingurinn sem vermir stól hæstaréttar, en hún er ættuð frá Puerto Rico.  Það veitir svo sannarlega ekki af að auka fjölbreytileika hæstaréttarins, sem ætti með réttu að innihalda fulltrúa sem flestra þjóðfélagshópa en í dag eru 7 af 9 dómurum miðaldra eða eldgamlir hvítir karl-fauskar og 5 af 9 eru kaþólikkar.

Hæstiréttur Bandaríkjanna er skelfilega íhaldssamur og er óhætt að segja að viðhorf og úrskurðir réttarins séu 20-30 árum á eftir almennings-álitinu hvað varðar samfélagsleg málefni.  Það er mikið fagnaðarefni að Obama fái tækifæri til þess á næstu 8 (vonandi) árum að endurnýja hæstaréttinn töluvert og yngja hann upp auk þess sem vonir standa við að hann tilnefni dómara með mun frjálslyndari og nútímalegri viðhorf en verið hefur.  Margir núverandi dómaranna eru komnir vel á aldur (sérstaklega Stevens og Ginsburg) en ég er helst að vona að Scalia hrökki uppaf þeirra fyrstur.

Kíkið á Obama kynna Sotomayor:

Fyrir skömmu úrskurðaði hæstiréttur Kalíforníu að umdeild tillaga um bann á hjónaböndum samkynhneigðra (Prop 8) myndi standa - en tillagan var samþykkt með 52% atkvæða kjósenda Kalíforníu s.l. haust eftir mikið áróðursstríð sem mormónar frá Utah, kaþólikkar og aðrir bókstafstrúarmenn dældu milljónum dollara í.  Með blekkjandi auglýsingum, lygum og rógi tókst þeim að hræða nógu marga til að samþykkja þessi svívirðilegu brot á mannréttindum.  En baráttunni er hvergi nærri lokið og réttlætið mun sigra fyrr en varir.  Yfirgnæfandi líkur eru á að á næstu árum muni sjálfur Hæstiréttur Bandaríkjanna þurfa að úrskurða um hjónabönd samkynhneigðra á Federal leveli in hingað til hafa fylkin ráðið þessum málum sjálf og þrátt fyrir að nú séu samkynja hjónabönd lögleg í 5 fylkjum þurfa hin fylkin og alríkið ekki að viðurkenna þau - þökk sé DOMA (ó)lögunum (Defense of Marriage Act) sem líklega standast ekki stjórnarskránna.

Árið 1969 úrskurðaði hæstiréttur í máli Loving vs. Virginia að fólk af mismunandi kynþáttum mættu giftast - en fram að því máttu svartir og hvítir ekki ganga í hjónabönd.  Þetta þætti okkur ótrúlegt og svívirðilegt í dag - en athugið að það eru aðeins 40 ár síðan!  Það merkilega er að kynþáttahatrið og rasisminn grasseruðu enn svo mikið á þessum tíma í Bandaríkjunum að ef kosið hefði verið um þetta mál - hefði það verið fellt með talsverðum meirihluta.  Mig minnir að um 60% Bandaríkjamanna hafi verið á móti blönduðum hjónaböndum í þá dagana.  En mannréttindi eru nefnilega ekki mál sem ákvarðast eiga af einföldum meirihluta í kosningum.  Þá yrðu nú litlar framfarir.  Það verður að vera í verkahring hæstaréttar að skera úr um svona mál. 

Eitt er víst - We Won´t Back Down Wink

En nú ætti ég kannski að hætta að blogga um Amerísk málefni fyrst ég er fluttur heim í bili...og þó...efast um að ég tolli lengi í þessari útópíu Steingríms J.  - A.m.k nenni ég ekki að blogga um sykurskatt og hækkuð olíugjöld.  Það er nokkuð ljóst að þessu landi verður hreinlega ekki viðbjargandi úr þessu...þetta er búið spil.  En þvílíkir snillingar að ætla sér að ná inn 2.7 milljörðum í ríkiskassann með nýju skattahækkununum á sama tíma og vísitala neysluverðs hækkar skuldir heimilana um 7 milljarða.  (Má ég minna á að ríkis-kirkjan kostar okkur 6 milljarða á ári)

Obama ákvað að taka þannig á kreppunni í Bandaríkjunum að hækka ekki skatta heldur dæla pening í atvinnulífið og reyna að sjá til þess að fólk geti haldið áfram að eyða í neyslu til þess að koma í veg fyrir að hjól atvinnulífsins stöðvist.  Þá hefur verið séð til þess að greiðslubyrgði af skuldum sé ekki hærri en 30% af heildar-tekjum fólks svo það haldi húsnæði sínu og eigi fyrir mat og nauðsynjum.   Hér er hins vegar farið í að skattpína fólk í hel ofan á öll hin ósköpin.  Úr verður fyrirsjáanlega vítahringur dauðans - einkaneysla dregst svo mikið saman að öll fyrirtæki fara á hausinn og atvinnuleysi stóreykst.  Þá dragast virðisaukaskatts-tekjur verulega saman og fólk hættir að geta keypt bensín, fer að svíkja undan skatti í auknum mæli og brugga landa til að drekkja sorgum sínum.  Það er greinilegt að þetta fólk sér ekki lengra en nef þeirra nær og úrræðaleysið og vanhæfnin er alger.  Mér segir svo hugur að næsta búsáhaldabylting sem án efa mun eiga sér stað með haustinu muni ekki fara jafn friðsamlega fram og sú síðasta...en þá verð ég vonandi sloppinn aftur burt af þessari vonlausu eyju. Frown


Valdarán Kristinna þjóðernissinna innan Bandaríkjahers

crstiansoldNýlega voru gerð opinber minnisblöð og leyniskjöl úr Hvíta Húsinu sem tengdust innrásinni í Írak þar sem í ljós kom að Bush (sem segir að Guð hafi sagt sér að fara í stríð) og Donald Rumsfield höfðu það fyrir sið að demba Biblíu-tilvitnunum á forsíður skjala sem tengdust stríðsrekstrinum. (sjá nánar hér)  Það hefur því verið sannað sem margan grunaði að Íraksstríðið var í raun og veru dulbúin "Krossför" (Jihad) geðsjúkra bókstafstrúarmanna sem heyrðu raddir.

Þó svo við öndum flest léttara yfir því að Obama sé nú kominn í Hvíta Húsið er samt enn ástæða til að hafa áhyggjur af uppgangi stórhættulegra ofsatrúarmanna innan Bandaríkjahers.  Undanfarin ár hefur orðið gríðarleg breyting á samsetningu nýliða í öllum deildum hersins og markvisst hefur verið stefnt að því að gera Bandaríkjaher að "herdeild Krists".

zz52c5d2b0mj7Í stað þess að "mannaveiðarar" (recruiters) hersins sitji um menntaskóla dropouts eins og tíðkast hefur - hafa þeir nú fært sig um set yfir í kirkjurnar.  Þar taka prestar og predikarar þátt í því að hvetja ungdóminn til þess að ganga í herinn og gerast Kristir Krossmenn í heilögu stríði gegn Íslam.  Hver er munurinn á þessu og því þegar íslömsk hriðjuverkasamtök misnota moskur til þess að tæla til sín unga og áhrifagjarna heimskingja í Jihad?

En það eru ekki bara óbreytt fallbyssufóður (enlisted) sem tekin eru með trompi heldur á þetta líka við um liðsforingjaefni (officers) - sérstaklega áberandi í flughernum en trúar-áróðurinn (indoctrination) ku vera skelfilegur í Air Force Akademíunni í Colorado Springs þar sem allir cadetar eru nánast þvingaðir til að mæta í "born again evangelical" guðsþjónustur á hverjum degi og taka þátt í bænarhringjum.  Þeir sem kjósa að taka ekki þátt í halelújah sirkusnum er refsað og þeir látnir vita að þeir standi ekki jafnfætis hinum trúuðu.  Trúlausir eru jafnvel lagðir í gróft einelti og reynt að fá þá til þess að gefast upp á náminu og hætta í flughernum.  Þá er klíka trúaðra orðin svo öflug meðal háttsettra hershöfðingja að til þess að öðlast frama í hernum og að hækka í tign á tilesettum tíma er nánast skilyrði að vera Jesus-freak.

Christian-Air-Force-eÞrýstingur frá háttsettum aðilum innan hersins hefur orðið til þess að Obama hefur neyðst til þess að svíkja kosningaloforð sitt um að afnema þegar í stað "Don´t Ask - Don´t Tell" stefnuna sem bannar samkynhneigðum að þjóna í hernum.  Það er enn verið að reka þrautþjálfaða og reynda hermenn með skömm úr hernum fyrir það eitt að vera samkynhneigðir.  Síðan 1993 hafa tæplega 13 þúsund samkynhneigðir hermenn verið reknir - margir heiðraðar stríðshetjur sem og tungumálasérfræðingar, læknar og alls konar sérfræðingar.  Á sama tíma er herinn farinn að taka við dópistum og fólki með sakaskrá (svo lengi sem þeir eru frelsaðir).

Þess má að auki geta að hermenn í Írak og Afganistan hafa stundað ágengt trúboð í boði Bandaríska skattgreiðenda.  Tíðkast hefur meðal Bandarískra hermanna að dreifa Biblíum og myndasögum sem sýna Múhammeð spámann brenna í helvíti.  Þá klæðast þeir gjarnan bolum í frítíma sínum sem kynna þá sem "Kristna Krossfara".  Þetta getur nú varla talist gáfuleg aðferð til þess að minnka hatur og tortryggni íbúa hinna hernumdu landa gagnvart vesturlöndunum.

Það er áhugaverð staðreynd og umhugsunarefni nú á "uppstigningardegi" að samkvæmt nýjum skoðanakönnunum (sjá hér) er yfir helmingur þeirra Bandaríkjamanna sem stunda guðsþjónustur einu sinni í viku eða oftar - hlyntir pyntingum eins og stundaðar voru í Abu Graib og Guantanamo!  Hæst er hlutfallið meðal Kaþólikka (3 af hverjum 4 hlyntir eða frekar hlyntir pyntingum og svosem ekkert nýtt að þeir séu haldnir kvalalosta) og Hvítasunnumanna (born again evangelicals - 60%).  Oftar en ekki vitna trúaðir í Biblíu-vers sem réttlæta illa meðferð á villutrúarmönnum.  Svo segja sumir að Biblían sé "fallegt" rit! Sick

Til samanburðar er gaman að geta þess að einungis um 10% sekúlarista (trúlausra) telja að pyntingar geti verið réttlætanlegar.  Hvað segir þetta okkur um Kristið siðgæði og almennt geðheilbrigði trúaðra, gott fólk? 


Oh Canada, eh!

arborg.jpgÞað eru virkilega skemmtileg tíðindi að hugsanlega er verið að opna leiðir fyrir Íslendinga til að setjast að í Kanada.  Manitoba er næsta fylki hér fyrir ofan mig í Minnesota og í hittifyrra tók ég mig til og keyrði norður til Winnipeg og Gimli þar sem ég hitti skemmtilegt fólk af íslenskum ættum og var boðið uppá íslenskar pönnukökur.

Winnipeg er skemmtileg borg sem hefur uppá allt að bjóða...menningu - stórborgarlíf.  Það sló mig að Kanada er svolítið skrítin blanda af Bandaríkjunum og Evrópu...Amerískt small town look en allar mælieiningar í metrakerfinu...maturinn bragðast öðruvísi...franskar útvarpsstöðvar...litlir bílar...svolítið wierd!

bifrost.jpgSvo verð ég að viðurkenna að það var mjög skrítin upplifun að keyra framhjá Husavik, Arborg og Bifrost...sjá gamla konu í Íslenskum þjóðbúning og tala íslensku við innfædda.  Og meira að segja landamæravörðurinn niður við Bandaríkin (um 200km fyrir sunnan Gimli) spurði mig hvort ég væri á leiðinni á Íslendingadaginn þegar hún sá passann minn.

husavik.jpgSvei mér þá ef ég væri ekki til í að flytja til Winnipeg þegar dvalarleyfið hér tekur enda...þokkalegur flug-iðnaður þar og stór flugvöllur...Boeing verksmiðja hvað þá heldur.  Tékka á þessu.

viking.jpgwinnipeg2.jpgfirefighter2.jpg

manitoba.jpg winnipeg.jpg


mbl.is Íslendingar á leið til Kanada
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Wonkette um "ástandið" á Fróni

Okkur mörlandanum finnst fátt skemmtilegra en að heyra útlendinga tala vel um okkur og jafnframt móðgumst við agalega þegar glökkt gests-augað varpar ljósi á óþægilegar staðreyndir um land og þjóð.  Hvort það skrifast á barnslega minnirmáttarkennd eða sjálfhverfu skal ég ekki segja - en spurningin sígilda "How do you like Iceland?" hefur alltaf farið svolítið í taugarnar á mér - því fólk býst alls ekki við að fá nein önnur svör en að ísland sé ávallt "best í heimi miðað við höfðatölu"...og öllum öðrum löndum til fyrirmyndar.

íslendingurÞað verður að viðurkennast að ímyndar-áróðurs-maskínunni tókst mjög vel upp að byggja upp þá hugmynd í útlöndum að á Fróni byggi fallegasta, sterkasta og gáfaðasta fólkið í fallegasta landi í heimi... en eins og flestir vita hefur sú ímynd beðið mikla og óafturkræfa hnekki á undanförnum mánuðum - þökk sé fráfarandi valdhöfum og siðlausum útrásarvíkingum.

En hvað um það... í Washington D.C. er haldið úti skemmtilegu frétta-satíru bloggi er nefnist Wonkette þar sem fjallað er um pólitík og atburði líðandi stundar á svolítið sérstakan hátt.  Ekki er um verulega vinstri- né hægri slagsíðu að ræða en kaldhæðnin og "cynicisminn" er í fyrirrúmi.  Lesendur bloggsins taka fréttaflutninginn ekki alltof alvarlega en skrifa oft ansi skemmtileg komment sem eru ekki síður athyglisverð en greinarnar sjálfar.

Hér má lesa ansi áhugaverða "frétt" Wonkette um ástandið á Fróni - og það er ekki síður áhugavert að lesa komment lesenda og skoðanir þeirra á landi og þjóð. 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.