Færsluflokkur: Tölvur og tækni

DirectX 10

dx10dx9Einu sinni tölvunörd...ávallt tölvunörd.  Ég lét loksins verða af því að uppfæra riggið mitt aðeins, enda gamla dótið að verða 3ja ára...sem er reyndar óvenju góður endingatími .  Það hefur að vísu ríkt ákveðin stöðnun í tölvubransanum að undanförnu.

Ég fór inná newegg.com sem er langbesta online dótabúðin...ódýrari en tigerdirect.com, ókeypis UPS Ground flutningur, enginn söluskattur og engin helv. mail-in rebates.

Ég ákvað að byggja í kringum nýja GeForce 8800 GTS skjákortið.  Fyrsta GPU-inn hannaðan fyrir Vista og sá fyrsti sem styður

DirectX 10 og Pixel Shader 4.0.  Þetta skrímsli er með 640 Mb skjáminni en ef það verður ekki nóg í framtíðinni er hægt að dobbla það með því að bæta við öðru skjákorti með aðstoð SLI tækninnar og PCI-Express brautarinnar Smile  Þetta þýðir auðvitað nýtt 1 kílóvatta PSU og nokkrar kæliviftur eða vatnskælingu.

Að öðru leiti er þetta Intel Core 2 Duo E6600 2.4 GHz klukkanlegt uppí 3.3 GHz á nForce 680i móðurborði og 2 Gb ram (PC6400 DDR2 800MHz).

Þetta ætti að duga til að keyra Flight Sim X í fullum gæðum en það er fyrsta forritið sem nýtir sér DirectX 10...hafi maður hardware-ið og Windows Vista.  Myndirnar hér að ofan sýna muninn á renderingu Flight Sim X annars vegar með DirectX 9.c og hins vegar DirectX 10!  W00t

Ég leyfi mér bara að segja það...Windows Vista (Ultimate) rúlar!!!


Margt smátt gerir eitt stórt

ES_logo_12Ef hvert heimili í Bandaríkjunum myndi skipta út aðeins einni venjulegri ljósaperu fyrir orskusparandi peru myndi tilsvarandi orkusparnaður duga til þess að lýsa upp 2.5 milljónir heimila í heilt ár! 

Ennfremur kæmi þetta í veg fyrir losun gróðurhúsalofttegunda (vegna kola-orkuvera) á við mengun 800 þúsund bíla á ári!

Þetta eru tölur sem skipta máli og ég tek því undir heilshugar með þessum þingmanni Kalíforníu.

Sjá umfjöllun um málið á vefsíðu Energy Star, samvinnuverkefni umhverfisráðuneytis og orkumálaráðuneytis Bandaríkjanna.


mbl.is „Hvað þarf marga þingmenn til að skipta um ljósaperu?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband