Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Fjölmenningarsamfélagið

Í gærkvöldi fór ég ásamt vinum mínum á afar eftirminnilega tónleika sem haldnir voru hér i háskólanum mínum.  Tónlistarfólkið var mætt í opinbera heimsókn frá systurskóla okkar í Kína - Nankai University og í boði var "traditional" kínversk tónlist leikin snilldarvel á aldagömul og framandi hljóðfæri.  Tónlistin ein og sér var heillandi en þó var ekki síður áhugavert að fylgjast með flytjendunum, samhæfni þeirra og "performance".  Þá var varpað upp á tjald svipmyndum frá Nankai ásamt kínverskum þjóðsögum og myndskreytingum.  Í lok tónleikanna komu Kínverjarnir svo á óvart með því að leika þekkt Bandarísk stef og þjóðlög á kínversku hljóðfærin sem vakti mikla lukku meðal viðstaddra.  Það var mjög táknrænt fyrir samstarf og vináttu skólanna og minnti okkur á að æðri menntun er lykillinn að samvinnu og gagnkvæmri virðingu ólíkra menningarheima.

kina

 

 

 

 

 Eitt mikilvægasta veganestið sem ég tek með mér út í lífið eftir að hafa fengið að njóta þeirra forréttinda að stunda nám hér - og það sem hefur gefið mér einna mest - er sú upplifun að hafa fengið að kynnast sannkölluðu fjölmenningarsamfélagi.  Af um 17,000 nemendum í St. Cloud State University erum við yfir 1200 (frá yfir 80 löndum) sem titlum okkur "international students".  Því hef ég ekki einungis kynnst Bandaríkjamönnum (sem eru þó nokkuð fjölbreyttur hópur fyrir) heldur hef ég fengið að stunda nám með fólki frá öllum heimshornum og eignast kunningja frá Afríku, Suður-Ameríku, Kína, Indlandi, Nepal, Japan, Kóreu og svo mætti lengi telja. 

Þess má geta að langstærstur hluti innfæddra hér í Minnesota eru af Skandínavískum og Þýskum ættum.  Hér í St. Cloud eru 90% íbúanna hvítir og því óhætt að segja að erlendu nemendurnir marki lit sinn á staðinn og auðgi menninguna verulega.  Hér er hægt að bragða á mat, upplifa tónlist og leiklist, kynnast ólíkum trúarbrögðum og lífsskoðunum hvaðanæfa úr veröldinni.  Það sem stendur uppúr er að komast að þeirri niðurstöðu að þrátt fyrir allt sem skilur okkur að - erum við þó öll eins í grunninn.  Hvort sem við erum hvít, svört, gul eða rauð, kommar eða kapítalistar, trúfrjáls eða trúuð, gay or straight - öll erum við af sömu dýrategundinni og öll búum við á þessari litlu, viðkvæmu, jarðkringlu og deilum gæðum hennar.

childrenholdinghands_gif.pngFjölmenningar-hugtakið er því miður oft misskilið og vísvitandi gert tortryggilegt af þröngsýnu, illa upplýstu fólki sem þjáist af þjóðrembu og ótta við allt og alla sem eru öðruvísi en það sjálft.  Fjölmenning þýðir EKKI aðför að menningar-arfi, hefðum og gildum hvers þjóðfélags.  Þvert á móti gerir fjölmenning okkur kleift að njóta og fagna menningu hvers annars með gagnkvæmri virðingu.  Það er ekkert slæmt við að vera stoltur af sínum eigin menningar-arfi og uppruna, síður en svo!  Það er hins vegar slæmt þegar það stollt breytist yfir í hroka og vandlæti gagnvart fólki af ólíkum uppruna!

Þegar ég var lítill kynntist ég hugarheimi ættingja míns sem er blindaður af kynþáttahatri og sem fór ekki leynt með aðdáun sína á nasisma.  Að hlusta á ræður hans sem barn hafði djúpstæð áhrif á mig.  Öll hans orð virkuðu sem eitur í mínum eyrum og ég skildi ekki hvernig nokkur heilbrigð manneskja gæti hugsað svona.  Þetta mótaði mína réttlætiskennd fyrir lífstíð og gerði mig að jafnaðarmanni og húmanista.  Það er skrítið að segja það - en ég á þessum ættingja mínum því mikið að þakka!

Að lokum langar mig að sýna hér ágæta ræðu Keith Olbermann sem hann flutti nýlega á gala-kvöldverði Human Rights Campaign - þar sem hann fjallar m.a. um hvernig hann lærði að taka það persónulega nærri sér - í hvert skipti sem hann verður vitni að rasisma og hómófóbíu.  Celebrate Diversity! Smile


Lausn á fjárhagsvanda Kalíforníu fundin

Kalíforníu-fylki rambar á barmi gjaldþrots og leitar nú allra leiða til þess að draga úr útgjöldum og skapa tekjur.  Frumvarp hefur verið lagt fram á fylkisþingi Kalíforníu þess efnis að lögleiða og leyfa sölu á Maríjúana ásamt því að skattleggja vöruna.  Töluverðar líkur eru taldar á því að frumvarp þetta nái í gegn og verði að lögum á yfirstandandi þingi.  Líkur eru þó á að dómsmál yrði höfðað og að hæstiréttur yrði að úrskurða um lögmæti slíks gjörnings - en dómur í slíku máli yrði fordæmisgefandi fyrir allt landið.

En lítum nánar á málið - samkvæmt áhugaverðri skýrslu Dr. Jeffrey Miron prófessors við hagfræðideild Harvard háskóla eyða Bandaríkjamenn $12.9 Billjónum árlega í stríðið gegn Maríjúana - 775 þúsund manns voru handteknir fyrir vörslu Maríjúana árið 2007 og tugir þúsunda sátu í fangelsi en kostnaður per fanga er talinn um $20,000. (sjá skýrslur FBI)

Hagnaður af söluskatti á Maríjúana er talinn geta numið allt að $6.7 Billjónum.  Samkvæmt heimildarþætti á MSNBC sem ég sá nýlega - Marijuana, Inc. - kemur fram að Maríjúana ræktun telur um 2/3 af hagkerfi Mendocino-sýslu í Kalíforníu sem eru svipaðar tölur og fyrir kornrækt í Iowa og hveiti-rækt í Kansas!

prohibition.jpgMargir bera efnahagslegan ávinning þess að lögleiða Maríjúana við afnám Bannáranna á þriðja áratug síðustu aldar.  Bent er á að lögleiðing og söluskattur af áfengi vó þungt í að binda endi á Kreppuna miklu árið 1931.  Margir binda nú vonir við að sagan endurtaki sig.

Vert er að benda á að stríðið gegn Maríjúana er löngu tapað í Bandaríkjunum.  Samkvæmt tölum frá National Institute of Health hafa 40% útskriftarnema úr menntaksóla prófað að reykja Maríjúana.  Þá er áætlað að 14.8 milljónir Bandaríkjamanna (5.4% landsmanna) neyti Maríjúana að staðaldri (tölur frá 2006).  Þar sem aðgengi að Maríjúana er svo auðvelt nú þegar er ekki sjálfgefið að lögleiðing og sala undir eftirliti myndi fjölga neytendum verulega þó svo sjálfsagt mætti búast við einhverri aukningu.

Lögleiðing myndi væntanlega líka fækka glæpum tengdum Maríjúana-sölu mjög verulega.  Rétt eins og afnám áfengisbannsins losaði Bandaríkin undan oki gangstera eins og Al Capone á sínum tíma.  Þá yrði öryggi neitenda betur tryggt og eftirlit haft með ræktun og dreifingu rétt eins og með áfengi.

norml_remember_prohibition.jpgAfstaða mín gagnvart lögleiðingu Maríjúana er einungis byggð á þessum efnislegu og praktísku rökum.  Þar fyrir utan má rífast um siðferðilsegu hliðina á þessu - t.d. hvort það eigi að vera sjálfsagður réttur hvers einstaklings að ákveða sjálfur hvað hann lætur ofan í eigin líkama eða hvort ríkið eigi að skipta sér af því.  Ég ætla ekki að leggja mat á skaðsemi Maríjúana neyslu - það er efni í aðra umræðu sem mig skortir þekkingu til að tjá mig mikið um.  Samkvæmt lauslegri athugun sýnist mér þó ýmislegt styðja þá kenningu að Maríjúana sé jafnvel skaðlausara en áfengi - alltént er það ekki líkamlega ávanabindandi, ólíkt alkóhóli, og það hefur enginn látist vegna ofneyslu Maríjúana enda þyrfti að reykja yfir 680 kíló af grasi á innan við 15 mínútum til þess að fá banvæn eitrunaráhrif. (heimild: fræðigrein frá Lyfjafræðideild Hebreska háskólans í Jerúsalem - birt í "Science" 7 águst 1970)  Sömuleiðis virðast engin haldbær rök fyrir því að Maríjúana neysla leiði til neyslu harðari efna - ef svo væri mætti álykta að neytendahópur Maríjúana og harðra efna ætti að vera álíka stór - svo er alls ekki.

Því miður, þrátt fyrir að vera meðvituð um hugsalega skaðsemi, mun mannskeppnan ávallt leita í einhverja óhollustu - hvort sem það er koffein, hvítur sykur, tóbak eða alkóhól.  Því skyldi Maríjúana vera undanskilið?  Og hver veitir okkur móralskan rétt til þess að ákvarða hvað sé leyft og hvað ekki?  Persónulega hef ég ekki áhuga á að neyta Maríjúana - en ég tel mig ekki hafa rétt til þess að dæma sjálfsákvarðanir annara né fordæma þá sem kjósa að neyta Maríjúana hvort sem það er í lækningaskyni eður ey.

img_1612_801156.jpgEr ekki komin tími til þess að slaka á fordómunum sem byggjast að verulegu leiti á vanþekkingu og fölskum áróðri og horfa á þessi mál af yfirivegaðri skynsemi?  Þess má svo geta að sjálfur Barack Obama hefur viðurkennt fúslega að hafa reykt Maríjúana á sínum yngri árum - fæ ekki séð að hann sé stórskaddaður í dag!  Þá virðist þetta ekki aftra fólki frá því að vinna átta gullverðlaun á Ólympíu-leikunum sbr. Michael Phelps.

Verð svo að skjóta því að það var samkynhneigður þingmaður frá San Fransisco og samferðarmaður Harvey Milk - Tom Ammiano - sem hafði hugrekkið til þess að leggja fram umrætt frumvarp.  Annar samkynhneigður öldungardeilarþingmaður, Barney Frank frá Massachusetts undirbýr svipað frumvarp á Federal level - Trust the homos to save the economy! Wink

Selfoss

Það tekur mig afar sárt að vita til þess sumir hlutir breytast hægt í mínum ágæta heimabæ. 

Eineltismál eru alltaf flókin og erfitt að vinna bug á þeim og ég hef fulla samúð með kennurum og skólastjórnendum sem eru oft í erfiðri stöðu og hafa kannski færri úrræði til lausnar á þessum málum en þyrfti.  Engu að síður spyr maður sig af hverju Selfoss virðist skera sig úr hvað varðar þessi mál?  Hvað er eiginlega í kranavatninu?

Af gefnu tilefni hef ég ákveðið að birta hér aftur frásögn mína af reynslu minni af einelti í Gaggó.  Þessi myndbönd tók ég upp í fyrrasumar og birti hér á blogginu - síðan þá hafa þau víst ratað víða og m.a. verið sýnd í nokkrum skólum - þökk sé að stórum hluta bekkjarbróður mínum sem starfar sjálfur sem kennari í dag. (Lesa má um þá sögu hér).

Vil sömuleiðis koma því á framfæri að ég man eftir mörgum jafnöldrum mínum sem ég veit að lentu í svipuðum og jafnvel mun verri málum en ég á þessum árum.  Þessi frásögn er sömuleiðis tileinkuð þeim.  Einnig vil ég koma því á framfæri að ég ber engan kala til skólastjórans eða kennara skólans þrátt fyrir að annað megi etv. lesa úr orðum mínum í þessum myndböndum.  Skólastjórinn fyrrverandi er góður maður - það var kerfið sem brást - ekki hann persónulega.


mbl.is Einelti látið viðgangast á Selfossi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kodak Theater eða Leikhúskjallarinn?

Horfði á Óskarinn með öðru auganu í kvöld og þótti mjög augljóst að vísvitandi var reynt að skapa hálfgert "kreppu-atmosphere" og glamúrinn var tónaður niður - næstum því pínlega mikið.  Sviðið var gert mjög lítið og náið og stjörnurnar þurftu ekki að labba langar leiðir upp tröppur til þess að taka við styttunni frægu.  Þá var sviðsmyndin hrá og mínímalísk og öll umgjörðin mun lausari við glys og glæsileika.  Þó svo þetta hafi komið ágætlega út þá þótti mér þetta samt svolítið tilgerðarlegt - einhvernvegin einum of augljóslega fake að horfa á fræga og ríka fólkið reyna að dressa sig niður.  Svo þótti mér hálfgerð synd að leyfa hinu glæsilega Kodak Theater ekki að njóta sín - Hollywood og Óskarinn á að vera glamurous damnit!   Þessi seremónía hefði allt eins getað farið fram í hvaða skemmu sem er!  

Fyrir tæpum tveimur árum síðan var ég að þvælast í Hollywood og fór að sjálfsögðu í skoðunarferð í Kodak Theater og hafði gaman af - síðan þá finnst mér alltaf skrítið að horfa á Óskarinn og hugsa með mér "I´ve been on that stage!" Tounge   Simple things for simple minds, eh!

lancecleve.jpgAnywho...Hugh Jackman brilleraði sem kynnir og ég var mjög sáttur við úrslitin fyrir utan að ég hefði viljað sjá Meryl Streep og Violu Davis vinna fyrir leik sinn í Doubt.  Slumdog Millionaire átti sín verðlaun skilin og að sjálfsögðu þótti mér gaman að sjá Sean Penn vinna og þakkarræðan hans var æðisleg!  "You commie, homo-loving sons of guns" var það fyrsta sem kom uppúr Penn við mikla kátínu viðstaddra. Grin  Hann sagði svo frá því að fyrir utan á rauða dreglinum hefði hann farið framhjá hópi fólks með skilti með hatursfullum skilaboðum og beindi því til þeirra kjósenda í Kalíforníu sem studdu "Prop 8", bannið við giftingum samkynhneigðra, að íhuga sína afstöðu vel og skammast sín svo!

Þá þótti mér gaman að sjá hinn unga handritshöfund Dustin Lance Black hljóta Óskarinn fyrir Milk og þakkarræðan hans var mjög áhrifarík - sjá hér! 

Að lokum tók ég eftir því að margar stjörnurnar skörtuðu hvítum slaufum til stuðnings baráttunni fyrir breyttum hjúskapar-lögum.  Sjá nánar á WhiteKnot.org


mbl.is Viltu vinna milljarð? sigraði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kristnir telja sig ofsóttan minnihlutahóp í Bandaríkjunum

notourkidsKristin samtök sem kalla sig American Family Association keyptu nýlega klukkutíma pláss á helstu kapalstöðvum Bandaríkjanna og eyddu í það milljónum dollara.  Þau ætla sér að sýna þátt sem heitir "Speechless - Silencing Christians in America" sem fjallar um hvernig reynt er að þagga niður í Kristnum gildum og hvernig vegið er að málfrelsi Kristinna nú þegar þeir mega helst ekki hvetja til morða á "kynvillingum".  Ennfremur fjallar þátturinn um hvernig Bandaríkjamenn verða að berjast gegn "the radical homosexual agenda" áður en hommarnir taka yfir völdin í landinu og eyðileggja fjölskylduna og "the moral fabric" þjóðarinnar!  Þess má get að hin stórskemmtilega Ann Coulter kemur fram í þættinum sem horfa á má hér!

mcdonaldswildmon.jpgNýlega ákváðu þessi sömu samtök (sem telur milljónir meðlima) að sniðganga McDonalds fyrir þær sakir að í fyrra ákvað stjórnarformaður McDonalds að styrkja og skipa nefndarmann frá McDonalds í stjórn samtakanna National Gay & Lesbian Chamber of Commerce.  Eftir að AFA hótaði boycottinu ákvað McDonalds að láta undan þeim og draga sig úr stjórn NGLCC.

Ennfremur hótuðu AFA gjafakortaframleiðandanum Hallmark öllu illu og þvinguðu þá til þess að taka úr umferð þetta kort:

jesus-loves-you-small_793937.png

 

Já...það er greinilega ekki tekið út með sældinni að vera ofsóttur Kristlingur í Bandaríkjunum! Joyful

Hér eru tvær klippur úr úvarpi í Oklahoma sem allir þurfa að heyra...please...hlustið á þetta!

Hér er ennfremur góð úttekt á Kristnum gildum í Tulsa:

Og að lokum þetta


Rodeo og 7 sekúndur af frægð

bullVar að Channel-surfa áðan og rak upp stór augu þegar ég sá Cody skólabróður minn frá Oklahoma í Cowboy-dressinu sínu fara upp á 700 kílóa grátt og tryllt naut sem bar nafnið "Bones".  Eftir að hliðið opnaðist var augljóst að Bones var ekki alveg að fíla þessa miklu nálægð við Cody og eftir um sjö sekúndna dans kastaðist Cody af baki og mátti þakka fyrir að sleppa ómeiddur eftir að Bones ákvað að sambandinu væri ekki alveg lokið fyrr en eftir að hafa traðkað aðeins á Cody.

Þessar sjö sekúndur skiluðu Cody þó einhverjum punktum í stigakeppninni og hann virtist alsæll.  Það var skrítið að sjá hann allt í einu á sjónvarpsskjánum en ánægjulegt að vita til þess að hann hefur haldið þessari ástríðu sinni áfram.  Cody þessi er mjög sérstakur karakter...alveg "the real deal" í Wrangler-galla frá toppi til táar, í stígvélum úr skröltormaskinni, 20-gallona hvítan kúrekahatt og silfraða beltis-sylgju á stærð við hjólkopp!

kúrekarCody er frá Reno í Nevada og þrátt fyrir að vera frekar fámáll talaði hann um að ganga í flugherinn eftir skólann en hugur hans allur var þó við "country western lífsstílinn" og draumurinn að eignast búgarð í Wyoming.  Það ríkti svolítill rígur og samkeppni meðal okkar í skólanum á sínum tíma og honum þótti voðalega leiðinlegt að vera ekki hæstur í bekknum.  Þó svo skólinn byrjaði ekki fyrr en 7:30 var hann alltaf mættur á undan öllum öðrum á morgnana...oftast var ég mættur í skólann klukkan 6:50 og þá var hann sá eini sem var mættur á undan mér...á sínum rauða Ford F-150 pickup.  Um leið og hann sá mig leggja Lincolninum á hinum enda bílastæðisins rauk hann út úr bílnum, hrækti út úr sér munntóbaks-slummunni og hékk fyrir framan skólastofuna með kaffibrúsa frá QuikTrip-bensínstöðinni á horninu.  

Þar sem ég nennti ekki að spjalla við Cody á hverjum morgni sat ég yfirleitt áfram í bílnum og fékk mér kríu yfir morgunútvarpi KBEZ þangað til Mexíkana-gengið mætti með látum og vakti mig korter yfir sjö...þá var tími til að labba út á brautarenda 36L á KTUL og fylgjast með F-16 þotunum frá 138th FW setja á afturbrennarana.  Hvílíkur hávaði.

Er ekki við hæfi að enda þetta á Garth Brooks og raunarvísum hans um lífið í Ródeóinu?


Oh Canada, eh!

arborg.jpgÞað eru virkilega skemmtileg tíðindi að hugsanlega er verið að opna leiðir fyrir Íslendinga til að setjast að í Kanada.  Manitoba er næsta fylki hér fyrir ofan mig í Minnesota og í hittifyrra tók ég mig til og keyrði norður til Winnipeg og Gimli þar sem ég hitti skemmtilegt fólk af íslenskum ættum og var boðið uppá íslenskar pönnukökur.

Winnipeg er skemmtileg borg sem hefur uppá allt að bjóða...menningu - stórborgarlíf.  Það sló mig að Kanada er svolítið skrítin blanda af Bandaríkjunum og Evrópu...Amerískt small town look en allar mælieiningar í metrakerfinu...maturinn bragðast öðruvísi...franskar útvarpsstöðvar...litlir bílar...svolítið wierd!

bifrost.jpgSvo verð ég að viðurkenna að það var mjög skrítin upplifun að keyra framhjá Husavik, Arborg og Bifrost...sjá gamla konu í Íslenskum þjóðbúning og tala íslensku við innfædda.  Og meira að segja landamæravörðurinn niður við Bandaríkin (um 200km fyrir sunnan Gimli) spurði mig hvort ég væri á leiðinni á Íslendingadaginn þegar hún sá passann minn.

husavik.jpgSvei mér þá ef ég væri ekki til í að flytja til Winnipeg þegar dvalarleyfið hér tekur enda...þokkalegur flug-iðnaður þar og stór flugvöllur...Boeing verksmiðja hvað þá heldur.  Tékka á þessu.

viking.jpgwinnipeg2.jpgfirefighter2.jpg

manitoba.jpg winnipeg.jpg


mbl.is Íslendingar á leið til Kanada
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eyrnakonfekt: Franska Hornið

Vienna Horns: 9 bestu hornleikarar Austurríkis leika þekkt stef

Horns of Berlin & Vienna Philharmonics: strengjakvartett eftir Haydn ("the Joke") aðlagað fyrir 8 horn.

Dale Clevenger, fremsti hornleikari heims ásamt Chicago Symphony Orchestra, með horn-sóló úr 5. simfóníu Mahlers

Horn konsert Mozarts no. 3 - annar þáttur (Larghetto)

Að lokum smá horn-húmor frá meistara Ifor James


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband