Flugtúr í loftbelg (myndband)

Skrapp í magnaða flugferð í loftbelg um helgina í boði vinnufélaga míns.  Svifum í loftið við sólarupprás frá litlu sveitaþorpi skammt frá Metz í Lorraine héraði Frakklands.

Að sjálfsögðu voru franskir ostar og eðal-kampavín með í för eins og vera ber.  :)
 
Þess má geta að frakkar hafa stundað þetta sport frá árinu 1783 þegar Montgolfier bræður smíðuðu fyrsta loftbelginn og flugu honum yfir París, hvar Lúðvík XVI og gestur hans frá hinum nýstofnuðu bandaríkjum Norður Ameríku, Benjamin Franklin dáðust í forundran yfir fyrsta mannaða loftfari sögunnar.  
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband