Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Bill Holm

bill-holm-and-sky.jpgMinnesota Public Radio útvarpaði um helgina frá samkomu í Fitzgerald Theater í St. Paul, tileinkaðri minningu Westur-Íslendingsins Bill Holm sem var einn dáðasti rithöfundur og ljóðskáld Minnesota.  Hér má hlusta á góða umfjöllun um Bill á MPR.

Bill Holm er eflaust mörgum Íslendingnum að góðu kunnur, enda eyddi hann síðustu sumrum sínum á Hofsósi þar sem hann sat við skriftir í húsi sínu, Brimnesi.  Bill varð bráðkvaddur, aðeins 65 ára gamall, nálægt heimahögum sínum á Sléttunni miklu í suðvestur Minnesota þann 25. febrúar síðastliðinn.

Það gera sér kannski ekki allir grein fyrir því hversu vel þekktur og virtur Bill var hér í Minnesota - það má segja að hann hafi verið nokkurs konar Halldór Laxnes okkar Minnesota-búa.  Bill var mikill Íslendingur í sér og menningararfur forfeðra hans var honum mjög hugleikinn.  Menningarleg tengsl Minnesota og Íslands hafa verið mjög sterk í gegnum tíðina og Bill á ekki lítinn þátt í því að hafa viðhaldið þeim tengslum með gríðarlegri landkynningu í verkum sínum og máli hvar sem hann fór.

Bill var ófeiminn við að gagnrýna Bandarískt þjóðfélag og þá sérstaklega hvernig gömlu góðu gildin (heiðarleiki og mannvirðing) véku fyrir græðgisvæðingu og öðrum löstum nútímans.  Réttlæti og jöfnuður voru honum ávallt efst í huga og það var honum mjög þungbært sem sönnum föðurlandsvin að horfa uppá ógæfuverk Repúblikananna sem lögðu Bandaríkskt þjóðfélag í rúst - rétt eins og kollegum og vinum Bush á Íslandi tókst að gera.

Nýlega las ég tvær bækur eftir Bill og höfðu þær báðar djúpstæð áhrif á mig, sín á hvorn mátann.  "The Windows of Brimnes: An American in Iceland" er samansafn af hugleiðingum hans um lífið og tilveruna á Hofsósi samanborið við Bandaríkin og þá andlegu og veraldlegu hnignun sem hann taldi Bandaríkin hafa orðið fyrir á síðustu 40 árum.

_72bf9b50-a0a2-4a01-99b5-36deddf06c67.jpgHin bókin höfðaði kannski meira til mín; "The Heart Can be Filled Anywhere in the World."  Þar segir Bill frá uppvaxtarárum sínum í smábænum Minneota og sérstöku samfélagi afkomenda íslenskra innflytjenda.
Hann segir frá því hvernig hann þráði heitast að komast burt frá þessum stað, að sjá heiminn og að "meika það" í siðmenningunni.  Það tókst honum raunar, hann komst í háskólanám og í kjölfarið ferðaðist hann um heiminn og naut velgengni. 
Þegar hann var að nálgast fertugt gekk hann í gegnum erfiða tíma og hann neyddist til að fara heim blankur, atvinnulaus og fráskilinn.  Hann hafði eitt sinn skrifað: "Failure is to die in Minneota, Minnesota" og þangað var hann mættur.  Það fór hins vegar svo að hann fékk glænýja sýn á gamla smábæinn sinn og fólkið sem þar bjó og úr varð að hann festi rætur og tók miklu ástfóstri við samfélagið sitt, sögu, menningu og uppruna.

Þetta vakti mig til umhugsunar um hvernig mér gengi að aðlagast mínum gömlu heimaslóðum ef ég flytti heim...en ég verð að viðurkenna að oft hef ég hugsað: "Failure is to die in Selfoss, Iceland."  Kannski ég taki þá hugsun til endurskoðunar einhvern daginn. Wink

759px-flag_of_minnesota_svg.pngEitt er víst að Minnesota og Slétturnar miklu, þar sem ég hef nú eytt hartnær þriðjungi ævi minnar, munu ætíð skipa stóran sess í hjarta mínu hvert sem ég fer.  Fyrir mér er Bill Holm nokkurskonar tákngerfingur fyrir allt sem Minnesota stendur fyrir.

Annar "quintessential Minnesotan" var Paul Wellstone, öldungardeildarþingmaður, sem lést ásamt fjölskyldu sinni í hörmulegu flugslysi á afmælisdaginn minn, 25. október, árið 2002.  Raunar man ég eftir því eins og það hafi gerst í gær því ég var staddur í kennslustund í "Aviation Safety" á fyrstu önninni minni í flugrekstrarfræðinni.  Kúrsinn fjallaði einmitt m.a. um orsakir og rannsóknir á flugslysum og ég man að bekkurinn var mjög sleginn.  Við vorum ekki lengi að kryfja orsök slyssins en vélin lenti í mikilli ísingu og reynsluleysi og röð mistaka flugmannsins ollu slysinu.  Hér á þessu stutta myndbandi sést Bill Holm tala um Paul Wellstone.


Obama tekur í spaðann á Hugo Chavez

chavezobamaJahérna - Obama er svalur gaur!  Hann var ekki fyrr búinn að lýsa því yfir í ræðu á leiðtogafundi Ameríku-ríkja í Trinidad að hann vildi opna sættaviðræður við Kúbu að hann kom auga á Chavez og rauk í áttina að honum og rétti fram spaðann.  Þetta var alveg óundirbúið og viðbrögð Hugo voru þau að hann sagði "I want to be your friend" og svo brostu þeir báðir sínu breiðasta eins og sjá má á þessari sögulegu mynd.

Það verður fróðlegt að sjá viðbrögð Fox "News" við þessu...Russ Limbaugh á eftir að flippa yfirum ef ég þekki hann rétt og þeir sem hafa kallað Obama sósíalista mun nú sjálfsagt kalla hann kommúnista! Joyful  En mikið rosalega er hressandi að sjá þetta...að hann ætli að standa við loforðin um gerbreytta utanríkisstefnu og framkomu.  Hann er nýbúinn að rétta út sáttarhönd til Iran og lýsa því yfir að Bandaríkin séu ekki í stríði við Islam.  Hversu svalt er það að Bandaríkjaforseti sýni umheiminum smá virðingu og hógværð! Smile

Hail to the Chief!


mbl.is Obama og Chávez heilsast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gore Vidal

Merkiskallinn Gore Vidal mætti í fantagott viðtal til Bill Maher í gær og ég má til með að deila því með ykkur.

Fyrir þau ykkar sem ekki þekkið til Vidal er hann einn af áhugaverðustu hugsuðum tuttugustu aldarinnar að mínu mati og án efa einn af skarpgreindustu rithöfundum og þjóðfélagsgagnrýnendum sem uppi hafa verið á seinni tímum.  Það er gaman að sjá hvað kallinn er ennþá ern og beittur þrátt fyrir að vera orðinn 83 ára og bundinn hjólastól.  Það er óhætt að segja að kallinn sé maður að mínu skapi hvað varðar pólitískar skoðanir, húmor, póstmódernískar pælingar, skoðanir á trúarbrögðum o.fl.  Ein af fyrirmyndum og hetjum okkar Bills Maher. 

Já og gleðilega páska til ykkar sem haldið uppá slíkt. Smile

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband