Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Að gefnu tilefni...

SkítseiðiLangar mig til að benda þeim á, sem ekki hugnast lengur að skattpeningar þeirra renni til Svartstakka Þjóðkirkjunnar,  að mjög auðvelt og fljótlegt er að skrá sig úr kirkju "allra" landsmanna.  Eyðublaðið má finna hér og svo er hægt að senda það í bréfasíma Þjóðskrár, 569 2949.

Þvínæst hvet ég fólk til þess að hafa samband við sinn alþingismann og krefjast fulls aðskilnaðar ríkis og kirkju á Íslandi. 


Busy World

Þessi færsla er nú bara rétt til að sýna smá lífsmark.  Það hefur ekki gefist tími til bloggerís undanfarið og má búast við svipuðu ástandi næstu 2-3 vikurnar. 

Í gær skrapp ég upp til Duluth í roki og rigningu.  Eins og þessi ágæta borg við Lake Superior getur verið skemmtileg að sumri til, getur verið ansi ömurlegt að koma þarna á öðrum árstímum.  Þó vorið sé loksins komið víðast hvar hér í Minnesota þá er ekki hægt að segja að það hafi verið vorlegt um að litast í Duluth í gær.  Ég fór úr 22 stiga hita í St. Cloud en 200km norðar í Duluth var hitinn kominn niður í 7 gráður og höfnin var ennþá full af íshrönglum.  Það lá þykk þoka yfir borginni sem gerði andrúmsloftið verulega drungalegt og maður hafði það helst á tilfynningunni að maður væri staddur einhversstaðar í Síberíu eða Murmansk enda mikið um gömul og niðurnídd hús og verksmiðjubyggingar sem ekki bæta ásýnd staðarins.  Duluth ber líka þann vafasama heiður að vera næst kaldasta byggða ból í Bandaríkjunum (á eftir International Falls, Minnesota).  Meðal-hitastig yfir árið er heilar 3.9°C.   Stórskemmtilegur staður samt sem áður, með ríka sögu og alltaf gaman að koma í heimsókn.  Líka gríðarlega fallegt upp með norðurströnd Lake Superior og gaman að skoða gamla vitann við Grand Marais. 

Í fyrra heimsótti ég Cirrus flugvélaverksmiðjuna í Duluth og kynnti mér framleiðsluna, sem var mjög áhugavert.  Cirrus framleiða vinsælar litlar einkaflugvélar sem eru tæknilega mjög skemmtilega hannaðar.  Þær eru búnar til úr koltrefjaplasti, hafa fullkomið "glass cockpit" og eru meira að segja útbúnar sérstakri fallhlíf sem hægt er að nota í neyð til að láta flugvélina alla svífa létt til jarðar í neyð.  Í Duluth er líka haldin flott flugsýning á hverju ári og í fyrra mætti Thunderbirds sýningarliðið frá flughernum.  Þeir bregðast aldrei þó mér finnist persónulega Blue Angels frá sjóhernum bjóða upp á flottari sýningar.

Chicago skylineÞað verður meira flakk á mér næstu daga því ég mun að öllum líkindum skreppa til Chicago á morgun.  Það verður stutt stopp en samt alltaf gaman að koma til The Windy City.  Ein af mínum uppáhalds borgum þar sem blúsinn ómar á hverju götuhorni.  Cool   Ómissandi að fá sér Deep Dish Pizzu á Giordano´s og kíkja í ghettóið við North Halsted Street.  Joyful

 


Byssuóðir andskotar

NRA - BushMaður er eiginlega hálf orðlaus eftir atburði dagsins í Virginia Tech.   Þetta þarf svosem ekki endilega að koma á óvart.  Það er í raun merkilegt hversu fátíðir svona atburðir eru miðað við byssueign landsmanna og almennt geðheilbrigðisástand. 

Það verður fróðlegt að sjá hvort umræðan um vopnalöggjöfina og þau "grundvallar mannréttindi" að fá að bera skotvopn verði rædd með vitrænum hætti á næstunni.  Það deyja fleiri bandaríkjamenn árlega að völdum skotsára heldur en í öllum hryðjuverkum sem framin hafa verið í hinum vestræna heimi frá upphafi.  Er ekki orðið ljóst að stærstu hryðjuverkasamtökin heita NRA - National Rifle Association.

Þegar ég var nýfluttur til Bandaríkjanna árið 2000 þá drifu skólafélagar mínir mig með sér á byssusýningu í stærri kantinum.  Gólfflöturinn var sennilega á stærð við Laugardalshöllina, fullur af nýjum og notuðum frethólkum af öllum stærðum og gerðum.  Reglur í Oklahoma á þessum tíma leyfðu að fólk gæti keypt og gengið út með byssur og skotfæri samdægurs án þess að þurfa að bíða í 2 vikur eins og tíðkast annars (svokallað "cool down period").  Einn kunningi minn keypti sér m.a. AK-47 riffil og annar .357 Magnum skammbyssu.  Varla nota menn AK-47 til dádýra-veiða eða hvað?

byssan mínÉg ákvað reyndar að kaupa mér eitt stykki frethólk í þessari ferð...svona meira í gríni og til þess að sjá hvort ég gæti það í raun og veru...verandi útlendingur og allt það.  Ekki málið...þeir tóku bara ljósrit af passanum mínum og hringdu í FBI til að athuga hvort ég væri nokkuð á top-10 wanted listanum.  Background checkið tók ekki meira en svona 10 mínútur og svo labbaði ég út með þessa forláta Jennings 9 mm hálfsjálvirku skammbyssu.  Hún kostaði heila $100 og reyndist auðvitað algert drasl.  Svokallað "Saturday Night Special" Errm  Ég fór með hana tvisvar í skotsal og drap nokkur pappaspjöld.  Ég náði kannski að skjóta um 100 skotum áður en hún fór að jamma hvað eftir annað og loks brotnaði gormurinn sem ýtir kúlunni uppúr magasíninu yfir í hlaupið.   Ég sá nú ekki ástæðu til að endurnýja gripinn, enda ekki svo taugaveiklaður að óttast um öryggi mitt í villta vestrinu.  En svona er kúltúrinn í Oklahoma.  Karlmennskan er mæld eftir stærðinni á pick-up jeppanum og hlaupvíddinni á byssunni þinni.  Það þarf einhvernveginn að bæta upp fyrir lítil tól á öðrum stöðum. 


mbl.is Íslendingur óhultur eftir árás í tækniskólanum í Virginíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óskaddað höfuðleður og vistvænir forsetar

Ég vona að enginn hafi óttast um höfuðleður mitt þrátt fyrir að ekkert hafi heyrst frá mér síðan áður en ég fór uppá indíjánaverndarsvæði.  Ég slapp alveg óskaddaður úr þeirri reisu, sem reyndist annars ágætis skemmtun.  Helgin var viðburðarík þó ég kjósi að halda smáatriðunum fyrir mig...what happens in Vegas, stays in Vegas...nú já eða þannig.

Ég mun sennilega ekki hafa mikinn tíma fyrir bloggið á næstu vikum.  Farið að styttast í annan endann á önninni og fyrirlestrarnir, verkefnin og ritgerðirnar farnar að hrannast upp eins og gengur.  Einnig er von á góðum gestum frá Íslandi fljótlega þannig að það verður margt betra við tímann að gera.

President GrimssonEinn kúrsinn sem ég sit þessa önnina fjallar um endurnýtanlega orkugjafa.  Mikið er rætt um loftlagsbreytingarnar og hvernig hægt sé að bregðast við þeim.  Prófessorinn minn virðist hafa mikinn áhuga á jarðvarmaorku og beislun hennar á Íslandi og fól mér það verkefni að safna öllum upplýsingum sem ég gæti fundið um fyrirbærið og halda svo smá fyrirlestur um það fyrir bekkinn.  Ég hafði nú satt að segja takmarkaðan áhuga á þessu verkefni fyrst í stað, enda get ég nú ekki sagt að ég hafi verið sérfróður um jarðvarmaorku fyrir, þó ég teljist íslendingur og hafi notið heita vatnsins sem lyktar eins og úldið egg.  En það var svosem nógu auðvelt að afla sér heimilda og ýtarefnis.  Við eigum jú eitt stykki Jarðhita háskóla Sameinuðu Þjóðanna og svo fékk ég sent ágætt kynningarmyndband frá Helga Pé (í Ríótríóinu) um Orkuveitu Reykjavíkur.  Það sló alveg í gegn og ég held að hálfur bekkurinn hafi ætlað að bóka far til Íslands í sumar.  Veit ekki hvort ég nenni með...nema þau borgi mér sérstaklega fyrir leiðsögn plús þjórfé.

Í dag mætti prófessorinn svo með úrkilppu úr Time sem hann lét okkur lesa yfir.  Ég kannaðist eitthvað við karlinn á myndinni...jú jú, enginn annar en President Olafur Grimsson.  Fékk auðvitað að heyra glósur frá samnemendum mínum eins og "Hey Bjornsson, is he your cousin?  Didn´t you say everyone was related up there, you damn inbreeds?" Joyful 

President Grimsson er barasta orðinn að okkar Al Gore!  Ætlar ásamt teymi frá Columbia University að dæla koltvíoxíð-hlöðnu vatni niður í borholur þar sem það á að bindast basalt-bergi og breytast í skaðlaus steinefni í stað þess að fljóta um í andrúmsloftinu og valda gróðurhúsaáhrifum.  Hrein Snilld!   Þó ekki væri nema fyrir það að gamli komminn og stjónmálafræði-doktorinn er nú allt í einu orðinn skyldulesning í Amerískum háskólum (sbr. fyrirlesturinn í Ohio State).  Gaman að þessu og skemmtileg landkynning.  Efast ekki um að Hannes Hólmsteinn bölvar í hljóði!  LoL  


Grand Casino á löngum föstudegi

gamlingNú á eftir er ég að leggja í hann uppá indjánaverndarsvæði Ojibwe ættbálksins ásamt félögum mínum.  Þar ætlum við að halda daginn hátíðlegan á Grand Casino Mille Lacs með því að spila smá bingó, rúllettu, blackjack, póker og eyða smá klinki í spilakassana.  Það verður væntanlega mikið stuð frameftir kvöldi,  all-you-can-eat hlaðborð og glæsileg skemmtiatriði.

Mér skilst að svona lagað sé víst kolólöglegt á Íslandi...sérstaklega á helgislepjudögum.   Forpokaháttur er þetta.   En jæja...mér er ekki til setunnar boðið.

Kærar kveðjur frá landi hinna frjálsu!


Óhuggulegt!

Í kvöldfréttum RÚV í gær 3. apríl, var sýnt frá málþingi Frjálslynda flokksins um málefni innflytjenda.  Það var kostulegt að hlusta á "reynslusögu" Kristinns Snæland leigubílstjóra, sem lýsti nýlegri ferð sinni til Svíþjóðar svona:

"Og ég get sagt ykkur það að ég fann ekki að ég væri í... að ég segi...minni gömlu Málmey.  Það voru Tyrkir!  Og Grikkir!  Og Svertingjar!  Og Múslímar!  þarna að selja Kebab og pulsur!  Og ég veit ekki hvað og hvað.  Þetta var ÓHUGGULEGT!"

Já...vissulega væri það óhuggulegt ef farið yrði að selja Kebab í Reykjavík.  Íslendingar borða jú SS pylsur.  Mat fyrir sjálfstæða Íslendinga! 

Alveg ótengt...Þessi auglýsing birtist á forsíðu Morgunblaðsins þann 26. janúar 1934. 

Ísland fyrir Íslendinga!


Let's Impeach the President!

Tökum undir með gamla hippanum Neil Young í þessu ágæta myndbandi.


Bon voyage Scotty!

ScottyÞann 28. apríl næstkomandi verður ösku leikarans góðkunna Jimmy Doohan, sem lést fyrir tæpum tveimur árum, skotið á loft með eldflaug frá Nýju Mexíkó út í óravíddir himingeimsins.

Jimmy var betur þekktur sem Commander Montgomery Scott, yfirvélstjóri geimskipsins USS Enterprise, NCC 1701.   Skoskur kraftaverkamaður sem alltaf náði að redda warp speed fyrir kaftein Kirk á síðustu stundu Þrátt fyrir ítrekaðar aðvarandir eins og  "I don´t know how much longer I can hold her together, captain!"

Þrátt fyrir þykkan skoskan hreim í hlutverki Scotty var Jimmy Doohan reyndar frá Vancouver í Kanada og af Írskum ættum.  Hann tók þátt í innrásinni í Normandy í Seinni heimsstyrjöldinni og var nærri drepinn, en kveikjari í brjóstvasanum stöðvaði byssukúlu sem annars hefði farið beint í hjartað.

Ég var svo heppinn að sjá kappann á Trek convention í Oklahoma fyrir tæpum 7 árum.  Það var ein af hans síðustu opinberu framkomum, en hann var orðinn aldraður og greinilega ekki heill heilsu.  Hann átti erfitt með tal, enda kominn með Parkinsons veikina og einnig var hann orðinn gleyminn, en hann var greyndur með Alzheimers árið 2004.

Margir verkfræðingar, vélstjórar og flugvirkjar þakka Scotty fyrir að hafa kveikt áhuga sinn á faginu, þar á meðal geimfarinn Neil Armstrong, sem var fyrstur manna til að stíga fæti á Tunglið.  Hann kvaddi Doohan með orðunum "From one old engineer to another, thanks, mate."  Það var vel við hæfi að Doohan andaðist á afmælisdegi tungl-lendingar Apollo 11, 85 ára að aldri.

En nú heldur Scotty senn í sína síðustu geimferð.  Um borð í eldflauginni verður líka aska Mercury geimfarans Gordo Cooper ásamt 200 annara góðborgara.  Hann fetar í fótspor höfundar Star Trek, Gene Roddenberry sem var skotið út í geim árið 1997...To boldly go where no man has gone before!    Góða ferð Scotty.  Smile


mbl.is „Scotty" loks skotið út í geim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klappstýrur

Dallas Cowboys cheerleaderFara í taugarnar á mér.  Ég hef aldrei skilið hlutverk þeirra á kappleikjum og satt að segja finnst mér klappstýrur vera yfir höfuð sorglega hallærislegar.  Þrátt fyrir að gera lítið til þess að auka á stemmninguna á kappleikjum, né hafa nokkur áhrif á gang leiksins er þetta fyrirbrigði jafn samgróið Bandarískri menningu og eplabaka og hafnabolti.

Strax í grunnskóla er stelpum kennt að þeirra hlutverk á íþróttavellinum sé að dilla sér hálfnaktar með heimskulegt bros á vör, vera sætar og hvetja strákana áfram með asnalegum píkuskrækjum.

Sem jafnréttissinna og hófsömum femínista blöskrar mér að stelpur láti niðurlægja sig á þennan hátt.  Hvar er sjálfsvirðingin?  Mér verður álíka flökurt í hvert sinn sem ég sé svokallaðar fegurðarsamkeppnir, sem er auðvitað ekkert annað en keppni um hver nær að svelta sig mest, fara í nógu marga ljósatíma, og troða nógu miklu sílíkoni á vissa staði.

Svo er það þessi double-standard sem fer í taugarnar á mér varðandi "klámvæðinguna"...klappstýrurnar mega dilla sér á eggjandi hátt framan í unga sem aldna en guð hjálpi Janet Jackson ef það verður smá "wardrobe malfunction" í hálfleik!

Laker girlsVesturlandabúar saka múslima um kvennakúgun fyrir það að í þeirra heimshluta eru konur ekki hafðar sem sýningargripir.  En er það ekki álíka mikil kvennakúgun að ala stelpur upp í þeirri trú að eina leiðin fyrir þær til þess að ná langt í heiminum sé sú að fá sér sílíkonbrjóst og klæða sig upp eins og hórur?

Æ...ég biðst forláts.  Ætli ég sé ekki bara svona argur yfir því hvað körfuboltaliðinu mínu hefur gengið illa að undanförnu...það er eitthvað svo ergjandi að horfa á liðið sitt 20 stigum undir þegar lítið er eftir og horfa svo á þessar barbí-dúkkur hoppandi um skælbrosandi veifandi þessum asnalegu pom poms!

Bush at YaleSamkvæmt Wikipedia var þetta klappstýrufyrirbæri fundið upp hérna í Minnesota af öllum stöðum.  Fyrsta klappstýran var drengur að nafni Johnny Campbell sem var nemandi við Minnesota-háskóla árið 1898, og fyrsti klappstýruhópurinn var einungis skipaður strákum sem ekki komust í fótboltaliðið.  Það var ekki fyrr en á þriðja áratug síðustu aldar að stelpur sem æfðu fimleika fengu að gerast klappstýrur.  Undir lok fimmta áratugsins voru stelpur hins vegar komnar í yfirgnæfandi meirihluta og í dag er hlutfallið komið upp í 97% stelpunum í vil.  En nota bene þeir fáu strákar sem stunda klappstjórn í dag eru kappklæddir!  Hvað á það að þýða?  Ósanngjörn kynjamismunun segi ég nú bara!

Það er athyglisverð staðreynd að George W. Bush var klappstýra á námsárum sínum í Yale.  Það útskýrir kannski margt!

Ok ég verð víst að viðurkenna að ég hefði nú sennilega svolítið gaman af klappstýrum ef þær væru fleiri svona!  W00t         Erhm... og þar með fauk púrítana-röksemdarfærslan hér að ofan útum veður og vind...Úps!  Whistling     Go Minnesota!  Go!  Wizard

Klappstjórar

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.