Bloggfćrslur mánađarins, janúar 2010

"Dark Matter" fundiđ í Minnesota?

800px-minos_project_in_soudan_mine.jpgNational Geographic greindi nýlega frá ţví ađ vísindamenn frá Minnesota háskóla hafi líklega veriđ fyrstir allra til ţess ađ mćla hiđ dularfulla fyrirbćri "dark matter" sem taliđ er ađ innihaldi um 80% alls massa í alheiminum.

Reynist ţetta rétt er um stórt skref ađ rćđa í viđleitni okkar til ţess ađ skilja uppruna og eđli alheimsins en erfitt hefur reynst ađ sanna tilvist ţessa fyrirbćris sem eđlisfrćđingar hafa fyrir margt löngu spáđ fyrir um.

Mćlingar ţessar fara fram neđanjarđar í gamalli járn-námu rétt fyrir norđan borgina Duluth, á um 800 metra dýpi, en ţar verđa mćlitćkin ekki fyrir "mengun" geimgeislunar sem gera mćlingar á yfirborđi jarđar gagnslausar.

799px-soudanmine_arf.jpgMér ţykir gaman ađ segja frá ţví ađ ég hef í tvígang komiđ ofan í ţessa námu (Soudan mine) og séđ vísindamennina ađ störfum - en náman er varđveitt sem ţjóđgarđur og opin almenningi.  Ţađ var skrítin upplifun ađ fara ţarna niđur í opinni grindar-liftu (cage) og varla hćgt ađ mćla međ ţeirri ferđ fyrir fólk međ innilokunarkennd.  Til ađ átta sig á dýptinni er ţetta á viđ 10 Hallgrímskirkjuturna eđa tvo Sears turna.  Ţegar niđur er komiđ tekur svo viđ um 2 kílómetra lestarferđ ađ stćrstu hvelfingunni.  Ógleymanlegt ferđalag niđur í iđur jarđar.

Ekki skemmir fyrir minningunni ađ vita til ţess ađ hugsanlega sé ţetta stađur svo merkrar uppgötvunar. Smile

 img_0582_951994.jpg


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband