Schengen í 30 ár

fa2d339e2786522e1659af849fa38be656818c81Það viðraði vel til hátíðahalda hér í Mósel-dalnum í dag er leiðtogar Evrópusambandsins mættu í litla sveitaþorpið hinum-megin við ánna til að fagna 30 ára afmæli samkomulagsins sem kennt er við þorpið Schengen í Lúxemborg.

Ef ekki væri fyrir þetta ágæta samkomulag væri svolítið flóknara mál fyrir íslending að búa í þýskalandi og keyra svo yfir brúnna við Schengen á hverjum degi til að sækja vinnu í Lúxemborg.  Ég á þessu samkomulagi því mikið að þakka og fagna því afmælinu með þeim Jean-Claude Junker og Xavier Bettel vinum mínum.

Lengi lifi Schengen og lengi lifi Evrópu-hugsjónin! laughing

http://www.wort.lu/en/politics/eu-leaders-in-luxembourg-celebrating-30-years-of-schengen-557c2bc40c88b46a8ce5b3c2

http://www.tageblatt.lu/nachrichten/luxemburg/story/Ein-kleiner-Ort-aber-eine-gro-e-Idee--28513258


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Magnúsdóttir

ok, Schengen í Luxemburg. Ég hafði reyndar aldrei velt því fyrir mér hvað þetta Schengen er. Það eina sem ég veit, er að spyrja þegar nýbúar dúkka upp á Íslæandi, í leit að atvinnu: ertu frá Shengen svæðinu. 

En hvað er þetta Schengen? Ef þetta er bara lítill bær, hvað hefur hann að gera með atvinnuleyfi fjölda manns einhvers staðar frá? 

Fróðlegt væri ef þú fræddir mig, fávísan Íslending á þessu Schengen.

Takk fyrir.

Ingibjörg Magnúsdóttir, 13.6.2015 kl. 22:53

2 Smámynd: Róbert Björnsson

Sæl Ingibjörg.

Í tenglinum hér fyrir neðan má lesa allt um Schengen samkomulagið á íslensku. Það snýst um frjálsa fólksflutninga innan svæðisins, afnám innri landamæra og gerir ríkisborgurum aðildarríkjanna frjálst að búa og starfa í hvaða aðaildarríki sem er.  Þorpið Schengen í Lúxemborg var valið á sínum tíma sem táknræn staðsetning til að undirrita samkomulagið vegna þess að þar má finna landamæri þriggja landa á einum stað.  Lúx, þýskalands og frakklands.

http://eeas.europa.eu/delegations/iceland/eu_iceland/schengen_agreement/index_is.htm

Róbert Björnsson, 14.6.2015 kl. 11:48

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú horfir um of á eigin hag, Róbert, sýnist mér. 

Hve mörgum sinnum fleiri skyldu nota Schengen til að komast til Íslands og fá hér ýmis réttindi heldur en þeir Íslendingar sem nota kerfið til að fá sama rétt í öðrum löndum?

Jafnast samt ekki ástandið með tímanum? Nei, með sístraumi inn í Evrópusambandið af innflytjendum frá Afríku og Mið-Austurlöndum, þar sem þeir bíða færis milljónum saman, og með fjölgun nýbúa þaðan, bara í Skandinavíu einni um hundruð þúsunda á næsta áratug, þá verður sá vandi Norðurlandabúa einnig okkar vandi -- vegna Schengen- og EES-samninganna. Bezt er því að segja upp hvorum tveggja.

Jón Valur Jensson, 14.6.2015 kl. 17:32

4 Smámynd: Róbert Björnsson

Íslendingar hljóta að fagna því ef útlendingar fást til þess að flytjast til landsins og taka virkan þátt í vexti samfélagsins.  Það hlýtur að vera hagur ykkar sem eftir sitjið að laða að t.d. hjúkrunarfræðinga frá Ungverjalandi eða Rúmeníu.  Íslendingar ættu kannski að vera duglegri við að auglýsa atvinnutækifæri í Grikklandi og í Portúgal.  Er viss um að þar er fullt af fólki reiðubúið til að starfa á íslenskum vinnumarkaði þrátt fyrir að fá borgað í íslenskum krónum.  Eða hvað...af hverju er þetta fólk ekki löngu komið til landsins?  

Eins mættu Íslendingar kannski taka Lúxemborgara sér til fyrirmyndar í málefnum innflytjenda frá Sýrlandi og Norður Afríku.  Lúxemborg tók nýverið við 495 flóttamönnum af Miðjarðarhafinu.  Þessu ágæta fólki verður hjálpað við að gerast nýtir þegnar Evrópusambandsins. smile

Róbert Björnsson, 14.6.2015 kl. 18:23

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, að fá "t.d. hjúkrunarfræðinga frá Ungverjalandi eða Rúmeníu,"  Grikklandi og Portúgal, myndi kannski hjálpa yfirvöldum að halda niðri launum þeirrar stéttar hér og stuðla að því, að okkar vel menntaða fólk flytjist til Skandinavíu til að fá hærri laun, en færa um leið standardinn niður á við í heilbrigðiskerfinu, í átt til þess sem stjórnvöldum er hér helzt að skapi!

Vegna lokaorða þinna vil ég benda þér á, að ekki eru múslimskir innflytjendur í Skandinavíu meðal nýtustu "þegna" þar, en þeir eru mjög drjúgir við að þiggja mikið af kerfinu, rétt eins og t.d. eitt félagið sem þú ert félagsmaður í (Samtökin 78).

Jón Valur Jensson, 14.6.2015 kl. 21:04

6 Smámynd: Róbert Björnsson

Já, lagasetningin á verkfall heilbrigðisstarfsfólks er greinilega liður í þeirri áætlun stjórnarinnar að skipta út heimtufreku íslendingunum fyrir ódýrt erlent vinnuafl.  Landsmenn hljóta að vera sáttir við þá stefnu enda sparar hún þjóðarbúinu örugglega stórpening, ikke?  Lækker.

En talandi um nýta þjóðfélagsþegna Jón - leggur þú til stærra framlag til samfélagsins en meðal múslimski innflytjandinn, já eða félagsmaður S78?  Greiðir þú hærri tekjuskatt?  Varla þyggur þú þó bætur frá kerfinu, er það nokkuð?  Og varla er sérstrúarsöfnuðurinn þinn á spenanum hjá ríkinu, er það nokkuð?

Róbert Björnsson, 15.6.2015 kl. 08:56

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég er ekki í neinum sértrúarsöfnuði, heldur í stærstu kirkju heims, með hátt í 1200 milljónir meðlima, um 49% allra kristinna manna, og það þarf ekki að segja neinum, hvaða kirkja það er.

Kaþólska kirkjan þiggur ekki ríkisframlag til uppihalds presta sinna eða til safnaðarstarfs, fær einungis sóknargjöld frá meðlimum sínum (þó ekki öllum, því að ýmsir hinna útlenzku eru ekki skráðir í kirkjuna hér). Kaþólska kirkjan var rænd eignum sínum (öllum klaustra- og biskupsstóla-eignum) við siðaskiptin, bæði jörðum og dýrgripum klaustranna, en sums staðar voru handrit hennar, bækur og skjöl brennd (mesta bókabrennan mun hafa verið við Helgafellsklaustur -- óbætanlegt tjón). Og jafnvel á 20. öld var kaþólska kirkjan bæði rænd eignum (mestöllu Jófríðarstaðalandi í Hafnarfirði, en Landakotstún gert henni tekjulaust) og ofsköttuð miðað við önnur lönd (látin borga háa fasteignaskatta af Kristskirkju í Landakoti).

Ég er ekki á neinum bótum neins staðar frá, hvorki barnabótum né öðrum. Ekkert veit ég um tekjuskatta annarra, og minn tekjuskattur kemur þér ekki við.

Þessi svör þín eru reyndar einberar smjörklípur, sem þú kýst þó, af því að þú gazt ekki með rökum neitað því, að bæði múslimar og Samtökin 78 þiggja afar mikið af kerfinu norræna og íslenzka. Bendi þér svo á þetta: Almannafé ausið í samkynhneigða = http://jonvalurjensson.blog.is/blog/jonvalurjensson/entry/154753/

Jón Valur Jensson, 16.6.2015 kl. 00:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband