Bloggfćrslur mánađarins, desember 2013

Heimsmet í ţróunarađstođ og arđrán íslenskra útgerđarmanna viđ Afríkustrendur

Sem skattgreiđanda í Lúxemborg yljar ţađ mér um hjartarćturnar ađ vita til ţess ađ ekkert annađ ríki veraldar veitir jafn-háu hlutfalli vergrar ţjóđartekna sinna til ţróunar-ađstođar viđ bágstödd ríki. Samtals ver Lúxemborg heilu prósenti af ţjóđartekjum sínum í ţróunar-ađstođ, sem á síđasta ári nam yfir $430 milljónum eđa rúmum 51 milljörđum íslenskra króna.  Til samanburđar nam ţróunar-ađstođ Íslands á síđasta ári 0.22% ţjóđartekna ţrátt fyrir loforđ og alţjóđlegar yfirlýsingar um ađ framlögin skyldu vera 0.7%. 

Nú hafa lýđskrumara-plebbarnir í Stjórnarráđinu hins vegar ákveđiđ ađ íslendingar séu of fátćkir til ţess ađ halda úti heilbrigđisţjónustu (ađ ég minnist nú ekki á mennta-og menningarstofnanir) öđruvísi en ađ hćtta stuđningi viđ ţá íbúa jarđarinnar sem líđa hvađ mestan skort (af ţeirri tegund sem fćstir íslendingar geta ímyndađ sér, sem betur fer). 

Ţrátt fyrir meinta fátćkt Íslands (sem kannski er fremur andleg fátćkt en veraldleg) ákváđu aumu smá-sálirnar í Stjórnarráđinu ađ nú vćri upplagt ađ lćkka auđlegđarskatta (á mis illa fengiđ fé) ţeirra ríkustu og ađ afnema auđlindagjöld á arđrćningjana í útgerđinni.  

Já, ţessa sömu arđrćningja og sjórćningja sem moka upp fiski viđ strendur Afríku og hverra uppgefinn gróđi nam 2.6 milljörđum í fyrra og rúmum 19 milljörđum á árunum 2007-2011.  Sjá http://www.dv.is/frettir/2012/11/25/samherji-hagnadist-um-26-milljarda-afrikuveidunum/

Ebenezer Scrooge leynist víđa og ljóst ađ hugmynd hans um hugtakiđ "samfélagslega ábyrgđ" nćr ekki langt út fyrir lóđarmörkin í Vestmannaeyjum og Akureyri.  Ţađ er borin von ađ fólk sem ekki telur sig knúiđ til ţess ađ leggja sitt af mörkum til ţess ađ halda úti grunnstođum eigin lands og ţjóđar sé fćrt um ađ hugsa um "samfélagslega ábyrgđ" í alţjóđlegu samhengi.  

Ţetta fólk kann ekki ađ skammast sín.

En mikiđ óskaplega er ég feginn ađ mínum skattgreiđslum er ekki ráđstafađ af ţessum aumu lúsablesum.

Dev Aid GDP


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband