Bloggfærslur mánaðarins, maí 2011

Svanurinn í Hörpunni (myndband)

Það var dásamleg upplifun að koma í Hörpuna og njóta frábærra tónleika Lúðrasveitarinnar Svansins, sem fagnaði 80 ára stafsafmæli sínu á síðasta ári.

Hljómurinn í Hörpunni er hreint stórkostlegur og hreinir lúðratónarnir umluku mann á alla vegu, ólíkt nokkru sem maður hefur upplifað á Íslandi fyrr og það mátti litlu muna að maður fengi gæsahúð.  Þetta hús, þótt dýrt sé, á eftir að reynast Íslenskri menningu gríðarleg lyftistöng og komandi kynslóðum dýrmæt gersemi.

Það gladdi mitt gamla lúðrasveitarhjarta að sjá svo marga áhorfendur en ég leyfi mér að fullyrða að sjaldan eða aldrei hafi fleiri mætt á lúðrasveitartónleika á Íslandi.  Eldborgin var nánast fullsetin!

Og Svanurinn sveik ekki áhorfendur!  Undir stjórn Brjáns Ingasonar hefur sveitin vaxið og tekið ótrúlegum framförum.  Mikil endurnýjun hefur átt sér stað í sveitinni á undanförnum misserum og fjöldi ungra og stórefnilegra listamanna gera Svaninn að alvöru hljómsveit og svo miklu meiru en við höfum getað búist við af hefðbundinni lúðrasveit, hingað til.  Þessi sveit gerir sko fleira en að spila "Öxar við ána!" Wink

Hápunktur tónleikanna var án efa saxófón-konsertinn Rætur eftir Veigar Margeirsson sem saminn var sérstaklega fyrir saxófón-snillinginn Sigurð Flosason.  Flutningur Sigurðar var hreint magnaður!

Ég gat að lokum ekki stillt mig um að lauma upp símanum og taka upp lokalagið sem var Star Wars syrpa eftir maestro John Williams.  Það er auðvitað ekki hægt að búast við of miklum hljóð-og myndgæðum og þið afsakið vonandi hristinginn... en nokkurnvegin svona hljómar alvöru lúðrasveit! Smile


Boeing 747-8 Ultimate Rejected Takeoff Test

Hvað gerist þegar fullfermuð 747-8 þarf að hætta við flugtak á síðustu stundu og bremsurnar stignar í botn?

Pure Awesomeness... 

7&Volume=.5"


Oklahoma vs. Dallas draumasería

Það gleður mitt gamla Okie hjarta að OKC Thunder séu komnir í undanúrslitin í NBA.  Mikið gæfi ég fyrir að upplifa stemmninguna þegar nágrannarnir í Oklahoma og Dallas takast á um sætið í úrslitunum.  Þegar ég bjó í Oklahoma (og Thunder liðið hét Seattle Supersonics) gerði ég mér nokkrar ferðir niður til Dallas til þess eins að fara á Mavericks leiki.  Fimm tíma akstur hvora leið var vel þess virði enda hvort eð er fátt skemmtilegra en að sigla á Lincoln Continental niður Tornado Alley.  Those were the days.

Fyrsti NBA leikurinn sem ég fór á var í gömlu Reunion Arena höllinni í Dallas sem nú er búið að rífa.  Mavs voru að spila við Denver Nuggets og ungur nýliði að nafni Dirk Nowitzki stal senunni ásamt þeim Steve Nash og Michael Finley.

Eftir að ég fluttist til Minnesota varð Timberwolves auðvitað liðið mitt og eitt er víst að bjartari tímar eru framundan þar...en þangað til er ekki annað hægt en að njóta veislunnar í Texas/Oklahoma. W00t

(Aðrar ánægjulegar fréttir úr NBA í dag voru þær að forseti og framkvæmdastjóri Phoenix Suns kom út úr skápnum í dag og óskum vér honum til hamingju með það)

Er ekki við hæfi að hlusta á sjálfan Wolverine syngja Oklahoma! svona í tilefni dagsins. Grin

 


mbl.is Sá mömmu dansa og skaut Oklahoma í úrslit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pale Blue Dot

Eins og meistari Carl Sagan orðaði það:  "Our planet...is a lonely spec in the great enveloping cosmic dark.  In our obscurity...in all this vastness...there is no hint...that help will come from elsewhere to save us from our selves.  Like it or not...the Earth is were we make our stand."

Því miður er ólíklegt að við finnum nokkurntíman ummerki um háþróað líf/siðmenningu utan okkar sólkerfis.  Og jafnvel þó svo ólíklega vildi til...væri nánast ógjörningur að koma á samskiptum við slík lífform...hvað þá heimsækja þau.  Lögmál náttúrunnar sjá til þess.  Því mikilvægara er það fyrir okkur...að hlúa að plánetunni okkar.  Einu mögulegu heimkynnum mannkyns...um aldir alda.


mbl.is Leita að lífi á öðrum hnöttum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tveggja mílna löng biðröð í bíla-lúguna á nýjum "Kristilegum" hamborgarastað í Texas!

Them Texans sure luuuuv their 'burgers! Grin

Uppi varð fótur og fit í Dallas um daginn þegar hin vinsæla "In-N-Out Burger" keðja opnaði fyrsta veitingastaðinn austan Arizona.  Keðjan hefur verið vinsæl í Kalíforníu undanfarin 20 ár og þykja sveittir borgararnir hið mesta lostæti.

Eitt af því sem gerir þessar búllur frábrugnar öðrum er það að á allar umbúðir utan um borgarana, frönskurnar og á gos-glösin, eru skrifaðar tilvitnanir í Biblíuna!  Það geta því allir verið vissir um að "Jeezus approves these freedom fries". Joyful  Sem er svosem ekkert vitlausara en spádómskökurnar á kína-stöðunum hehe.

En hvort íbúar Dallas hafi verið orðnir svona líka svakalega leiðir á McDonalds...eða hvort uppáhalds sjónvarps-predikarinn þeirra hafi sagt þeim að fara og fá sér heilagan borgara fylgir ekki sögunni... en sjón er sögu ríkari!


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband