Kjarnorku mótmælt í Schengen

800px-Nuclear_Power_Plant_CattenomÍ dag fóru fram kröftug mótmæli hér hinum-megin við Mósel-ánna, í bænum Schengen í Lúxemborg.  Ekki snérust mótmælin um vindhanann Sarkozy og örvæntingafulla tilraun hans til þess að höfða til lægstu hvata þjóðernissinna með tillögu sinni um að draga Frakkland út úr Schengen samkomulaginu.  Nei, þessi mótmæli beindust að kjarnorkuverinu í Cattenom í Frakklandi, sem er í um 10 km fjarlægð héðan frá mér hér í Perl.

Mótmæli þessi trufluðu sunnudagsbíltúrinn minn, því brúnni hér yfir var lokað í um hálftíma á meðan mestu lætin stóðu yfir í þessum græningjum.  En loks tókst mér að komast leiðar minnar og ég hélt yfir til Frakklands, þar sem ég keyrði um blómlegar sveitir Lorraine héraðs, kom við í Thionville og Metz og keyrði svo að sjálfsögðu framhjá Cattenom í bakaleiðinni.

cattenomMér líður ágætlega vitandi af kjarnorkuverinu í bakgarðinum og deili ekki áhyggjum Die Linke og GreenPeace félaga af hættunni sem þeir telja að stafi af þessu.  Verið var tekið í gagnið 1986 og er hið þriðja stærsta í Frakklandi með fjórum kjarnaofnum sem skila um 1300 MW hver og samtals um 34 Tera-vattsstundum á ári.  Frá kæliturnunum rísa fallegir gufustrókar sem á björtum degi setja svip sinn á umhverfið og maður getur glaðst yfir hreina loftinu sem þeir tákna - því ef ekki væri fyrir kjarnorkuna, þyrfti að brenna óhemju magni af kolum eða olíu sem myndi þýða gríðarlega mengun og losun gróðurhúsalofttegunda.  Í bandaríkjunum er talið að allt að 50 þúsund manns látist árlega af völdum öndunarfærasjúkdóma sem rekja má til kolabrennslu-orkuvera.

Hræðslan við geislun frá kjarnorkuverum er auðvitað skiljanleg en jafnframt er hún byggð á fullkominni vanþekkingu.  Meðal-geislun sem íbúar í nágrenni kjarnorku verða fyrir umfram aðra er um 3/8 úr einu milliremi á ári - en til samanburðar er geislaskammturinn úr einni röntgen-myndatöku allt að 50 millirem.

catnmLíkurnar á kjarnorku-slysi líkt og í Fukushima eða Chernobyl eru sömuleiðis hverfandi, í það minnsta hér í Cattenom.  Hér verða ekki náttúruhamfarir á borð við sterka jarðskjálfta eða flóðbylgjur sem gætu hrundið af stað slíkri atburðarrás. 

Staðreyndin er sú að kjarnorka er örugg, ódýr og "græn" orka sem við komumst ekki hjá því að nýta okkur næstu áratugina hið minnsta, eða þangað til tæknin gerir okkur kleyft að ná betri nýtni úr endurnýjanlegri orku eins og sól og vind.

Stóra vandamálið við kjarnorkuna er auðvitað úrgangurinn.  Úran-eldsneytis-stangirnar verður að geyma á öruggum urðunar-geymslustað næstu þúsund árin eða svo.  Enginn vill auðvitað urða geislavirkan úrgang í bakgarðinum sínum, en þrátt fyrir að samkomulag náist um hentuga staðsetningu, t.d. í neðanjarðar-göngum í Úral-fjöllum, þá er ekki nema hálfur sigur unninn.  Flutningurinn þangað er nefnilega veikasti hlekkurinn í öryggis-keðjunni.  Þess vegna er lausnin til bráðabirgða sú að geyma all unnið eldsneyti á staðnum, í kjarnorkuverunum sjálfum, en það getur þó aldrei verið varanleg lausn.


mbl.is Hótar að draga Frakkland úr Schengen
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er sammála Sarkozy - Schengen er engum til framdráttar nema rumpulýð og glæponum.

Greinin er góð hjá þár, en því miður hafa þessir " græmu " ekki heilabú (heilaþvegnir) til að meðtaka það sem þú segir.

Góð ábending með USA.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 11.3.2012 kl. 18:05

2 Smámynd: Róbert Björnsson

Rumpulýðurinn og glæponarnir eru kannski um 1% af þeim sem Schengen samkomulagið er til framdráttar en þeir fá 99% af athyglinni þegar rætt er um Schengen þrátt fyrir að þegar glæpatíðni er skoðuð er yfirgnæfandi fjöldi glæpa framinn af heimamönnum á hverjum stað en ekki útlenskum "utanbæjarmönnum".

Ég er hins vegar á meðal þeirra milljóna löghlýðnu evrópubúa sem njóta þess að geta búið í hvaða evrópulandi sem er og unnið í öðru ef mér sýnist svo og keyrt á milli án þess að vera stöðvaður í landamæraeftirliti. Frjáls ferðalög/búseturéttur/atvinnuleyfi/verslun og viðskipti, skiptir Evrópu gríðarlegu efnahagslegu máli og er í raun grundvöllurinn fyrir tilvist Evrópusambandsins.   

Þegar ég var krakki og fór í mína fyrstu evrópu-reisu með fjölskyldunni hingað til Lúx - þá var víggirt landamæragæsla í hverjum bæ og við íslendingar þurftum raunar vegabréfs-áritun til að fá náðursamlegast að heimsækja Frakkland.

Yrði það raunin aftur, væri það að mínu mati sorgleg afturför.

Róbert Björnsson, 11.3.2012 kl. 18:33

3 identicon

Bæði rétt og rangt - bjó í Svíþjóð í tvo áratugi og þar eru stóru þungu glæpamennirnir nánast undanteknungarlaust útlendingar og að sjálfsögðu eru margir með sænskan ríkisborgararétt, en þeir eru útlendingar samt.

Þungu glæpirnir og grófa ofbeldið á Íslandi hefur aukist verulega síðusu árin vegna eftirlitsleysis með erlendum glæpalýð.

Schengen er stór orsakavaldur. Það á að vera möguleiki á að hemja lýðinn. Dæmi: Ef 200.000.000 einstaklingar aka á milli landa í Evrópu, ár hvert, sem er langt undir raunveruleikanum, þá er 1% bara 2.000.000 glæpamenn. BARA!

Bý sjálfur erlendis og fer aldrei neitt án passa.

V.Jóhannssonv (IP-tala skráð) 11.3.2012 kl. 19:20

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Róbert, ég þekki svolítið til í Luxembourg. En af hverju vinnur þú í Lux og býrð í Saar? (ef ég skil pistlana þína rétt)

Er það vegna þess að ef þú missir vinnuna í Lux þá ferðu ekki inná statistikk þar heldur Þýskalandi? Og til hvors landsins greiðir þú skatta?

Kolbrún Hilmars, 11.3.2012 kl. 19:29

5 Smámynd: Róbert Björnsson

Sæl Kolbrún.  Ég kýs að búa í Saarlandi vegna þess að hér greiði ég um helmingi lægri húsaleigu en er í boði í Lúx.  Því miður er gríðarleg húsnæðis-bóla í gangi í Lúx vegna skorts á framboði.  Sumir segja að örsökin sé fjöldi oflaunaðra bankastarfsmanna og starfsfólks stofnanna EU, sem fær húsnæðiskostnað sinn niðurgreiddann, sem ýtir verðinu uppúr öllu velsæmi.  Algengt fermetraverð í Lúxemborg er komið uppí 1000 evrur sem er svipað og í París og London.

Ég borga mína skatta í Lúx sem og í atvinnuleysistryggingarsjóð og heilbrigðistryggingar (social security) þannig að ef ég missi vinnunna færi ég á sósjalinn í Lúx óháð því hvort ég kysi að búa áfram í Saar eða flytti til Íslands!   Angela Merkel græðir því lítið á mér annað en virðisaukann af húsaleigunni og þeirri þjónustu og vörum sem ég kaupi hér.

Róbert Björnsson, 11.3.2012 kl. 20:11

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Takk Róbert. Ég var einmitt verið að velta þessu fyrir mér því venjan er að launþeginn greiði skatta þar sem hann er skrásettur til heimilis en fólk hefur verið að tala um að Lux sé einhver undantekning. Merkel hlýtur að hafa samið af sér þarna!

Oft er einmitt nefnt að í Lux er atvinnuleysi í lágmarki miðað við önnur lönd í ESB - en það er skiljanlegt ef allflestir þar vinna fyrir ESB eða bankana. Þar missir enginn vinnuna. Ennþá.

En ánægjulegt að Cargolux stendur sig - íslendingar áttu nú ekki lítinn þátt í því að koma því fyrirtæki á koppinn :)

Kolbrún Hilmars, 11.3.2012 kl. 20:57

7 identicon

V.Johannsson: Frakklandsforseti er ekki að tala um að loka landamærunum til að losna við austantjaldsmenn sem að allir tala um að séu glæponar. Hann vill losna við ólöglega innflytjendur og þá er hann að meina fólk sem kemur frá Afríku og múslimaríkjum.

Gunnar (IP-tala skráð) 11.3.2012 kl. 21:14

8 identicon

Þakka, en ég veit þetta. Berlusconi vissi hvað hann var að gera þegar hin EU löndin neituð Ítölum um aðstoð vegna flóðbylgju af flóttafólki frá Afríku.

Sarkozy er aðeins að veiða atkvæði frá Marine de Pan með sínum tillögum, sem hann verður fljótur að gleyma eftir kosningar.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 11.3.2012 kl. 23:10

9 identicon

Kolbrún, þú greiðir skatta þar sem fyrirtækið sem þú starfar hjá er staðsett.

Ef ég starfa á Íslandi og bý erlendis, þá verð ég að greiða skatta á Íslandi.

Stefán (IP-tala skráð) 12.3.2012 kl. 05:54

10 identicon

Ég vil benda Kolbrúnu á hugtakið tvísköttunarsamninga. Þannig var það að Þýskaland samdi af sér, ef svo má segi fyrir mörgum áratugum, þegar þeir samþykktu meginreglu í tvísköttunarsamningi um að maður greiðir skatta af þeim launum sem maður fær í því landi sem maður aflar þeirra. Í ljósi mikils fjölda Tyrkja sem m.a. komu til Þýskalands að vinna þá var það aðeins lítið brot af þjóðverjum sem sóttu vinnu yfir landamærin......, en það skal viðurkennast að socialkerfið í Lux er alger luxus og hef ég það að markmiðið að komast inn í það sem fyrst aftur.

Nóg um það, það sem áhugaverðast er við þessi kjarnorkumótmæli, sem einmitt útskýrir EB í hnotskurn og "samheldni" landanna, var að Luxurum var boðið gegn háaum peningafjárhæðum að setja upp kjarnorkuver í landinu sínu, sem þeir neituðu að gera, mjög stoltir. Frakkar sem voru og eru enn mjög fjárþurfi voru ekki lengi að bjóða fram landið sitt, en settu svo kjarnorkuverið í bakgarðinn hjá Luxurunum, sem hafa haft þetta spúandi yfir sér sl áratugi með grátstafinn í kverkunum að hafa amk ekki fengið pening fyrir að hafa þetta fyrir augum sér og anda þessu að sér.

Bestu kveðjur til Lux

Sveinbjorg (IP-tala skráð) 12.3.2012 kl. 08:47

11 identicon

Anda hverju að sér Sveinbjörg?

Bjarki (IP-tala skráð) 12.3.2012 kl. 12:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband