Bloggfćrslur mánađarins, mars 2012

Kjarnorku mótmćlt í Schengen

800px-Nuclear_Power_Plant_CattenomÍ dag fóru fram kröftug mótmćli hér hinum-megin viđ Mósel-ánna, í bćnum Schengen í Lúxemborg.  Ekki snérust mótmćlin um vindhanann Sarkozy og örvćntingafulla tilraun hans til ţess ađ höfđa til lćgstu hvata ţjóđernissinna međ tillögu sinni um ađ draga Frakkland út úr Schengen samkomulaginu.  Nei, ţessi mótmćli beindust ađ kjarnorkuverinu í Cattenom í Frakklandi, sem er í um 10 km fjarlćgđ héđan frá mér hér í Perl.

Mótmćli ţessi trufluđu sunnudagsbíltúrinn minn, ţví brúnni hér yfir var lokađ í um hálftíma á međan mestu lćtin stóđu yfir í ţessum grćningjum.  En loks tókst mér ađ komast leiđar minnar og ég hélt yfir til Frakklands, ţar sem ég keyrđi um blómlegar sveitir Lorraine hérađs, kom viđ í Thionville og Metz og keyrđi svo ađ sjálfsögđu framhjá Cattenom í bakaleiđinni.

cattenomMér líđur ágćtlega vitandi af kjarnorkuverinu í bakgarđinum og deili ekki áhyggjum Die Linke og GreenPeace félaga af hćttunni sem ţeir telja ađ stafi af ţessu.  Veriđ var tekiđ í gagniđ 1986 og er hiđ ţriđja stćrsta í Frakklandi međ fjórum kjarnaofnum sem skila um 1300 MW hver og samtals um 34 Tera-vattsstundum á ári.  Frá kćliturnunum rísa fallegir gufustrókar sem á björtum degi setja svip sinn á umhverfiđ og mađur getur glađst yfir hreina loftinu sem ţeir tákna - ţví ef ekki vćri fyrir kjarnorkuna, ţyrfti ađ brenna óhemju magni af kolum eđa olíu sem myndi ţýđa gríđarlega mengun og losun gróđurhúsalofttegunda.  Í bandaríkjunum er taliđ ađ allt ađ 50 ţúsund manns látist árlega af völdum öndunarfćrasjúkdóma sem rekja má til kolabrennslu-orkuvera.

Hrćđslan viđ geislun frá kjarnorkuverum er auđvitađ skiljanleg en jafnframt er hún byggđ á fullkominni vanţekkingu.  Međal-geislun sem íbúar í nágrenni kjarnorku verđa fyrir umfram ađra er um 3/8 úr einu milliremi á ári - en til samanburđar er geislaskammturinn úr einni röntgen-myndatöku allt ađ 50 millirem.

catnmLíkurnar á kjarnorku-slysi líkt og í Fukushima eđa Chernobyl eru sömuleiđis hverfandi, í ţađ minnsta hér í Cattenom.  Hér verđa ekki náttúruhamfarir á borđ viđ sterka jarđskjálfta eđa flóđbylgjur sem gćtu hrundiđ af stađ slíkri atburđarrás. 

Stađreyndin er sú ađ kjarnorka er örugg, ódýr og "grćn" orka sem viđ komumst ekki hjá ţví ađ nýta okkur nćstu áratugina hiđ minnsta, eđa ţangađ til tćknin gerir okkur kleyft ađ ná betri nýtni úr endurnýjanlegri orku eins og sól og vind.

Stóra vandamáliđ viđ kjarnorkuna er auđvitađ úrgangurinn.  Úran-eldsneytis-stangirnar verđur ađ geyma á öruggum urđunar-geymslustađ nćstu ţúsund árin eđa svo.  Enginn vill auđvitađ urđa geislavirkan úrgang í bakgarđinum sínum, en ţrátt fyrir ađ samkomulag náist um hentuga stađsetningu, t.d. í neđanjarđar-göngum í Úral-fjöllum, ţá er ekki nema hálfur sigur unninn.  Flutningurinn ţangađ er nefnilega veikasti hlekkurinn í öryggis-keđjunni.  Ţess vegna er lausnin til bráđabirgđa sú ađ geyma all unniđ eldsneyti á stađnum, í kjarnorkuverunum sjálfum, en ţađ getur ţó aldrei veriđ varanleg lausn.


mbl.is Hótar ađ draga Frakkland úr Schengen
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Kveđja úr Mósel-dalnum

luxcoatofarmsŢá er mađur loks búinn ađ koma sér fyrir í hjarta Evrópu og mađur leyfir sér ađ horfa björtum augum á framtíđina.  Byrjunin lofar í ţađ minnsta góđu - nýja starfiđ hjá Cargolux leggst vel í mig og umhverfiđ er ekki af lakari endanum. 

Ég leigi íbúđ (sjá myndir) í Ţýska bćnum Perl í Saarlandi sem stendur viđ Mósel-ánna gegnt Lúxembúrgíska bćnum Schengen (ţar sem samnefnt landamćra-samkomulag var undirritađ á sínum tíma).  Frakkland er svo ekki langt undan (um 2 km) og er ţetta svćđi ţví kallađ "dreiländereck" eđa ţriggja landa horniđ.  Og hér vaxa sko rúsínurnar - í orđsins fyllstu merkingu...eđa a.m.k. vínberin. :)

CXNálćgt ţví helmingur ţeirra sem vinna í Hertogaríkinu Lúxemborg búa hinum-megin landamćranna, ýmist í Frakklandi, Ţýskalandi eđa Belgíu - sökum húsnćđisverđs í Lúx.  Viđ köllumst "grenzgänger" en ţökk sé Schengen samkomulaginu er ţađ lítiđ mál.  Ég er um hálftíma ađ keyra í vinnuna uppá Findel-flugvöll - 26 km í gegnum blómlegar sveitir og vínakra.  Eitthvađ annađ en blessuđ Hellisheiđin.   Veđriđ er líka ađeins skárra - í dag var 15 stiga hiti og léttskýjađ og ég býst viđ ađ ţađ styttist í túlípanana!

Ég hef svo passađ mig á ţví ađ fylgjast sem minnst međ íslenskum fjölmiđlum og ţjóđfélagsumrćđu - og viti menn, ţvílíkur léttir!  Ég finn hvernig blóđţrýstingurinn lćkkar og lundin léttist!  Í alvöru talađ - ísland er orđiđ einn allsherjar Kleppur!

euroluxBestu kveđjur frá "hinu illa heimsveldi" ESB - Schengen - Eurozone.  Gangi ykkur vel međ krónuna og "fullveldiđ" og verđi ykkur ađ góđu - suckers*! ;)

(*ţessari stríđni er ađ sjálfsögđu eingöngu beint til valinkunnra Moggabloggara og Heimssýnar-félaga sem kynnu ađ slysast inná ţessa síđu - ađra biđ ég afsökunar og votta ţeim samúđ mína!)

P.S. Ţetta er útsýniđ af svölunum mínum :)


mbl.is „Evrópusambandiđ er framtíđ okkar“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband