Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010

PATCO

patco_logo_971053.pngFlugumferðarstjórar muna sjálfsagt flestir eftir því hvað gerðist þegar kollegar þeirra í bandaríkjunum fóru í verkfall.  Það var árið 1981 að stéttarfélag þeirra PATCO (Professional Air Traffic Controllers Organization) boðaði ólöglegt verkfall (alríkis-starfsmenn höfðu ekki verkfallsrétt) og Ronald Reagan brást við með að reka hvern einasta flugumferðastjóra úr starfi sem ekki mætti í vinnuna - alls rúmlega 11 þúsund flugumferðarstjóra.  Auk þess setti Reagan lög þess efnis að þessir fyrrverandi flugumferðarstjórar fengju aldrei vinnu hjá ríkinu.

Á meðan ný kynslóð flugumferðastjóra var þjálfuð upp tók herinn að sér að sinna flugumferð í bandaríkjunum.   

Það er áhugavert að vinstri-stjórn á Íslandi skuli í dag brjóta á rétti fólks til kjarabaráttu með næstum því álíka hörku og Ronald Reagan gerði forðum!  


mbl.is „Enginn samningsvilji“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blóðug mismunun hjá Blóðbankanum

kerry.jpgJohn Kerry, Öldungardeildarþingmaður frá Massachusetts og fyrrum forsetaframbjóðandi (sem ég gerðist svo frægur að kjósa hér um árið) lagði í dag fram frumvarp (ásamt 17 öðrum) þess efnis að lög sem banna Bandarískum hommum að gefa blóð verði afnumin.

Lögin voru sett árið 1983 af stjórn Ronalds Reagan (sem var með eindæmum hómófóbískur) en á þeim tíma var AIDS faraldurinn í hámarki og var sjúkdómurinn þá talinn "homma-plága" og "lækning Guðs" við samkynhneigð.

Síðan hefur sem betur fer mikið vatn runnið til sjávar (um 11 milljarðar rúmtonna úr Mississippi eingöngu) og í dag eru alls engin vísindaleg rök fyrir því að banna hommum að gefa sitt gæðablóð.  Bæði Ameríski rauði krossinn og Lyfjaeftirlitið (FDA) styðja tillögu Kerry´s enda benda þeir á að í dag er allt blóð skimað svo vel að nánast ógjörningur er að HIV smitað blóð komist í dreifingu auk þess sem nýjustu rannsóknir sýna að flest nýsmit HIV greinast nú meðal gagnkynhneigðra kvenna!

Það er því furðulegt að á meðan Blóðbankar (þar á meðal sá Íslenski) kvarta undan sífelldum skorti á blóði, skuli þeir ennþá vera svo vandlátir á viðskiptavini.  Skildi það vera að aðrar og ógeðfelldari (trúarlegar?) ástæður en vísindalegar séu ástæðan fyrir því að þessum lögum hefur ekki enn verið breytt.  Ekki einu sinni á Íslandi - sem þó stærir sig af því að vera í fararbroddi ríkja heims hvað varðar mannréttindi samkynhneigðra?  Getur það verið að þeir sem ráða ferðinni séu haldnir fordómum - eða finnst almenningi tilhugsunin um að fá dælt í sig "homma-blóði" á einhvern hátt fælandi?  Heldur fólk kannski að það gæti smitast af samkynhneigð?

Hvernig sem á það er litið væri það skammarlegt fyrir Íslenska Blóðbankann að láta Ameríkanana verða fyrri til að breyta þessum lögum (sem nú stefnir allt í...loksins Smile).  Það er ekki bara sár móðgun við fullhraustann mann, sem vill gefa af sér til samfélagsins, að vera "afþakkað" með þessum hætti - það er gróf mismunun.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.