Færsluflokkur: Vísindi og fræði
"Dark Matter" fundið í Minnesota?
14.1.2010 | 22:30
National Geographic greindi nýlega frá því að vísindamenn frá Minnesota háskóla hafi líklega verið fyrstir allra til þess að mæla hið dularfulla fyrirbæri "dark matter" sem talið er að innihaldi um 80% alls massa í alheiminum.
Reynist þetta rétt er um stórt skref að ræða í viðleitni okkar til þess að skilja uppruna og eðli alheimsins en erfitt hefur reynst að sanna tilvist þessa fyrirbæris sem eðlisfræðingar hafa fyrir margt löngu spáð fyrir um.
Mælingar þessar fara fram neðanjarðar í gamalli járn-námu rétt fyrir norðan borgina Duluth, á um 800 metra dýpi, en þar verða mælitækin ekki fyrir "mengun" geimgeislunar sem gera mælingar á yfirborði jarðar gagnslausar.
Mér þykir gaman að segja frá því að ég hef í tvígang komið ofan í þessa námu (Soudan mine) og séð vísindamennina að störfum - en náman er varðveitt sem þjóðgarður og opin almenningi. Það var skrítin upplifun að fara þarna niður í opinni grindar-liftu (cage) og varla hægt að mæla með þeirri ferð fyrir fólk með innilokunarkennd. Til að átta sig á dýptinni er þetta á við 10 Hallgrímskirkjuturna eða tvo Sears turna. Þegar niður er komið tekur svo við um 2 kílómetra lestarferð að stærstu hvelfingunni. Ógleymanlegt ferðalag niður í iður jarðar.
Ekki skemmir fyrir minningunni að vita til þess að hugsanlega sé þetta staður svo merkrar uppgötvunar.
Magnaður róbóti úr smiðju DARPA
25.3.2009 | 21:21
Takið eftir hversu vel þessum vél-hundi tekst að fóta sig á hvaða undirlagi sem er - fer létt með hálku og stórgrýti. Hálf "creepy" samt.
Tékkið einnig á þessu stórkostlega "exoskeleton" frá Reytheon (sótti um hjá þeim um daginn við að setja saman stýribúnað fyrir flugskeyti og "smart bombs" - en þar sem ég er ekki US ríkisborgari fæ ég ekki Secret clearance því miður )
Mun NASA lifa af kreppuna?
16.3.2009 | 06:34
Eins og góðum geim-nörd sæmir var ég límdur við skjáinn í gær til að fylgjast með tignarlegu flugtaki geimskutlunnar Discovery - STS-119 - sem er á leiðinni til Alþjóðlegu Geimstöðvarinnar með síðastu sólar-rafhlöðurnar sem munu færa geimstöðinni næga orku til þess að auka áhafnafjölda hennar úr þremur í sex og til þess að unnt sé að framkvæma fleiri og stærri vísinda-rannsóknir um borð.
Smellið hér til þess að sjá beina útsendingu frá Mission Control í Houston og einnig er hægt að sækja sér "widget" fyrir Windows Vista Sidebar til þess að sjá NASA TV í beinni á skjáborðinu.
Maður kemst ekki hjá því að fyllast lotningu fyrir mannsandanum og því sem við getum áorkað í hvert skipti sem maður verður vitni að geimskoti. Fyrir nokkrum árum gafst mér tækifæri til þess að fylgjast með geimskoti frá Kennedy höfða á Flórída sem var hreint ógleymanlegt. Sömuleiðis hef ég notið þess í botn að skoða mig um í Johnson Space Center (Mission Control) í Houston, Texas. Þetta voru mínar Mekka-ferðir - eitthvað sem ég varð að upplifa a.m.k. einu sinni á æfinni (en vonandi oftar).
Nú stendur til að leggja geimskutluflotanum á næsta ári og þá munu Bandaríkjamenn ekki ráða yfir mönnuðu geimfari í nokkur ár þangað til Constellation prógrammið kemst í gagnið í kringum 2018. Þangað til mun NASA þurfa að reiða sig á Rússnesk Soyus geimför til þess að komast til ISS geimstöðvarinnar.
Constellation prógrammið er nokkurs konar Apollo prógramm á sterum en ætlunin er að fara (loksins) aftur til tungsins fyrir árið 2020 og í framhaldinu byggja þar mannaða bækistöð sem gæti síðar reynst mikilvægur stökkpallur fyrir mannaða ferð til Mars. Eitt af mjög fáum góðum embættisverkum George W. Bush var að lofa fjárveitingu til NASA uppá $105 milljarða dollara næstu 12 árin til þess að Constellation prógrammið geti orðið að veruleika.
Nú hafa heyrst háværar raddir um að sökum efnahagsástandsins verði að skera niður fé til NASA og jafnvel hætta alveg við áætlanir um að snúa aftur til tunglsins. Að mínu mati væri það skelfileg ákvörðun fyrir Bandaríkin og heimsbyggðina alla. Ef Bandaríkjamenn ætla sér að vera áfram fremstir í heiminum á sviði vísinda og tækniframfara geta þeir ekki leyft sér að hleypa Kínverjum og Indverjum framúr sér í geimferðakapphlaupinu. Kínverskur fáni á tunglinu yrði gríðarleg niðurlæging fyrir Bandaríkin og táknrænn ósigur fyrir hinn frjálsa heim.
Geimferða-áætlunin verður að halda áfram og þessir skitnu $105 milljarðar eru smámunir við hliðina á þeim billjónum sem nú er verið að dæla í hagkerfið til þess að bjarga bönkunum og Wall-Street. Apollo prógrammið skilaði mannkyninu stórkostlegum tækniframförum (sú einfaldasta kannski var franskur rennilás ) en ekki síður mikilvægt var hvað þetta mesta afrek mannkynssögunnar gerði fyrir "the human spirit". Eftir skelfileg ár í Bandaríkjunum á sjöunda áratugnum, morðin á JFK, Bobby Kennedy og Martin Luther King kveikti tungl-lendingin vonarneista og gleði í hjörtum allrar heimsbyggðarinnar. Okkur voru allir vegir færir! Það dásamlega við mannsskeppnuna er að við erum "explorers" í eðli okkar - og nú er geimurinn okkar "final frontier". Takmark okkar mun ætíð verða að "...explore strange new worlds, to seek out new life and new civilizations, to boldy go where no man has gone before."
Geimskot Discovery tókst vel | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lúxusvandamál Norðmanna - Lockheed eða Saab
15.11.2008 | 22:53
Það getur verið gaman að detta inná norska fréttamiðla endrum og eins (sem eru þó ekki eins skemmtilegir aflestrar og þeir Færeysku) en það er afar hressandi að sjá rifrildi um eitthvað annað en kreppu og bölmóð.
Heitasta debatið í Noregi þessa dagana virðist vera um hvort þessi friðelskandi olíuþjóð eigi að spandera krónunum sínum í nýtískuleg Amerísk stríðstól eða Sænsk jafnaðarmanna-drápstól frá Saab.
Það er nefnilega kominn tími á að endurnýja og módernísera flugvélaflota Luftforsvaret og henda gamla kaldastríðs-draslinu á öskuhauga sögunnar. F-16 þoturnar þeirra hafa reyndar staðist tímans tönn og vel það, en þær eiga ekki lengur séns í nútíma lofthernaði.
Valið stendur á milli Lockheed Martin F-35 Lightning II (Joint Strike Fighter) og Saab JAS 39 Gripen. Ef flugherinn fengi að ráða væri valið mjög einfalt...en það sem flækir málið verulega er geo-pólitík og kostnaður. Margir norðmenn vilja frekar styrkja hergagnaiðnað nágranna sinna heldur en að kaupa Amerískt. Nordisk samarbete...jo visst!
En staðreyndin er sú að F-35 er að öllu leiti fremri en sú sænska (nema kannski hvað útlitið varðar). F-35 er af fimmtu kynslóð orustuþotna og mun koma í stað F-16 og F-18 þotna hjá Kananum. Hún býður uppá Stealth tækni, thrust-vectoring og fullkomnustu avionics og radar svítu sem völ er á. "First look, first shoot, first kill" concept. F-35 er að vísu hálfgerður "jack-of-all-trades but a master of none" því hún er hugsuð sem alhliða árásarvél. Hún er ekki hugsuð sem hreinræktuð "air superiority fighter" eins og F-22 Raptor sem tekur við af F-15. F-35 er smíðuð í Fort Worth, Texas og kostar stykkið litlar $70-80 milljónir.
Saab Gripen er hins vegar fjórðu kynslóðar orustuþota sem var hönnuð á níunda áratug síðustu aldar. Þrátt fyrir endurbætur á avionics og nýjan öflugri hreyfil er varla hægt að bera hana saman við F-35. Hins vegar er hún smíðuð í Linköping og kostar bara $40-60 milljón dollara stykkið.
Hvorki F-35 né Saab Gripen á mikinn séns í loftbardaga á móti Rússneskum Sukhoi Su-35 eða Eurofighter Typhoon...en það má svosem færa rök fyrir því að loftvarnir séu lítið meira en sýndarmennska hvort sem er.
Hvort myndi ég velja Lockheed eða Saab? Tja...ég hef nú átt Saab bíl og ég hef átt Lincoln... einhverra hluta vegna fílaði ég mig nú betur á Lincolnum.
P.S. Þessu tengt - ef þið eruð áhugamanneskjur um orustuþotur þá endilega kíkið á þessi myndbönd sem ég tók á flugsýningu í sumar, m.a. Blue Angels. Ef maður hugsar ekki mikið um hinn eiginlega tilgang þessara tóla þá getur hönnunin og fegurðin skinið í gegn.
Alan Turing - Líf og örlög guðföður nútíma tölvunarfræði, stríðshetju og dæmds kynvillings
22.9.2008 | 08:55
Nafn Alan Turing er sennilega ekki mjög þekkt á Íslandi frekar en annarsstaðar. Það er kannski helst að þröngur hópur tölvunörda og verkfræðinga kannist við nafnið, en Alan var einn af upphafsmönnum stafrænnar tækni og tók þátt í að smíða sumar af fyrstu stafrænu tölvum heims auk algóriþmanns sem kenndur er við "The Turing Machine". Þar að auki var hann einn af hugmyndasmiðum gervigreindar (Artificial Intelligence) og í hjáverkum braut hann leynikóða Nasista (Enigma Machine) sem varð til þess að Bandamenn náðu að sigrast á kafbátaflota Þjóðverja og hafði þannig gríðarleg áhrif á gang Seinni heimsstyrjaldarinnar. Þú værir hugsanlega ekki að skoða þig um á netinu núna ef ekki hefði verið fyrir Alan Turing.
Þrátt fyrir allt þetta er nafn hans enn þann dag í dag nánast ókunnugt enda var þessum snjalla Enska stærðfræðing (og heimsspeking) ekki hampað sem hetju af þjóð sinni í þakklætisskyni, heldur var líf hans og orðspor lagt í rúst á grimmilegan hátt.
Alan Touring fæddist í London árið 1912 og kom snemma í ljós að hann væri með snilligáfu á sviði stærðfræði. Á unglingsárunum nam hann við hinn virta einkaskóla Sherborne School þar sem hann fór létt með að útskýra og skrifa heilu ritgerðirnar um afstæðiskenningu Einsteins löngu áður en hann tók sinn fyrsta kúrs í grunn-kalkúlus! Á menntaskóla-árunum í Sherborne varð Alan ástfanginn af skólabróður sínum Christopher Morcom og þeir áttu í sambandi uns Morcom lést skyndilega af völdum bráða-berkla sýkingar. Fráfall Morcom´s hafði gríðarleg áhrif á Alan sem í kjölfarið gerðist trúleysingi og mikill efnishyggjumaður.
Alan vann síðar skólastyrk til þess að nema stærðfræði við King´s College í Cambridge þar sem hann byggði mikið á verkum Kurt Gödels og lagði fram grunninn að nútíma forritun eða algóriþmum. Hann öðlaðist svo doktorspróf frá Princeton háskóla í Bandaríkjunum en þegar stríðið braust út hóf hann störf fyrir Bresku leyniþjónustuna þar sem hann vann við að leysa dulkóðanir í Bletchley Park í Milton Keynes. Þar átti hann m.a. stóran þátt í að leysa ráðgátur "The Enigma Machine" og fyrir það var hann sæmdur tign OBE (Officer of the British Empire). Eftir stríðið starfaði hann við rannsóknir við háskólann í Manchester og tók m.a. þátt í smíði og forritun á fyrstu tölvunum og "fann upp" gervigreind.
Alan fór aldrei mjög leynt með samkynhneigð sína en það var ekki vel séð af samfélaginu, hvað þá yfirvaldinu. Kalda stríðið var hafið og yfirvöld óttuðust að "kynvillingar" væru líklegir til að gerast Sovéskir njósnarar og því var fylgst vel með Turing. Árið 1952 var hann handtekinn og ákærður fyrir glæpinn samkynhneigð. Alan viðurkenndi glæpinn og hann var því dæmdur sekur á sömu lagagrein og Oscar Wilde 50 árum áður. Sem refsingu mátti Alan velja á milli 7 ára fangelsisvistar eða stofufangelsis gegn því að hann undirgengist vönun með hormónagjöf og sálfræðimeðferð. Þar sem Alan óttaðist að lifa ekki af í fangelsi valdi hann síðari kostinn.
Eftir dóminn var Alan sviftur öryggisréttindum sínum og gat þar af leiðandi ekki starfað áfram fyrir leyniþjónustuna né komið að leynilegum rannsóknum og auk þess fylgdist lögreglan með hverju skrefi hans. Hormónameðferðin hafði m.a. þær aukaverkanir að Alan uxu brjóst og hann fann fyrir erfiðum sálrænum kvillum sem gerðu honum ókleyft að einbeita sér að því eina sem skipti hann orðið máli í lífinu...stærðfræðinni.
Árið 1954 fannst Alan Turing látinn á heimili sínu, aðeins 42 ára gamall. Við rúm hans fannst hálf-klárað epli sem reyndist fyllt af blásýru. Opinber dánarorsök var skráð sjálfsmorð. Enginn veit hverju fleiru þessi snillingur hefði getað áorkað og skilað mannkyninu hefði hann ekki verið ofsóttur og í raun tekinn af lífi í blóma lífs síns.
Mörgum kann að koma á óvart að svona hafi þetta verið í vestrænu lýðræðisríki lang frameftir tuttugustu öldinni en það má heldur ekki gleyma því að þegar Bandamenn frelsuðu Gyðinga úr útrýmingabúðum Nasista voru hommarnir skildir eftir áfram í Þýskum fangelsum og á meðal "úrræða" Breskra yfirvalda sem beitt var fram til ársins 1967 þegar samkynhneigð var loksins "lögleidd", voru rafstuðs-meðferðir sem voru í raun ekkert annað en skelfilegar pyndingar. Hugsið ykkur hvað er í raun stutt síðan! Og hugsið ykkur að ef fólk eins og JVJ moggabloggari fengju að ráða (sem gekk jú í Cambridge háskóla líkt og Alan Turing) væri fólk enn ofsótt fyrir "glæpinn" samkynhneigð.
Alan Turing hefði orðið 96 ára í ár hefði hann lifað. Loksins árið 2001 var honum sýnd sú virðing að reistur var minnisvarði um hann í Manchesterborg og í fyrra var sömuleiðis gerður minnisvarði honum til heiðurs í Bletchley Park. Allt frá árinu 1966 hafa verið veitt Turing-verðlaunin fyrir afrek í tölvunarfræði sem líkt er við Nóbels-verðlaunin á því sviði. Þá var gerð kvikmynd byggð á lífi Turings árið 1996 sem ber heitið "Breaking the Code" þar sem stórleikarinn Derek Jakobi fer með hlutverk Alans. Hér má sjá brot úr myndinni.
Þriðja sætið í háskólakeppni Bandarísku Flugmálastofnunarinnar
23.6.2008 | 06:16
Um daginn fékk ég í pósti ávísun stílaða á mig frá Old Dominion University Research Fund án nokkurra útskýringa fyrir utan að það stóð "award" á meðfylgjandi w-9 skatta-skjali. Ég kannaðist ekki við að hafa sótt um styrk hjá ODU en hugðist þó ekki afþakka svona "free money". Það er ekki á hverjum degi sem maður fær sendan óvæntan tékka í pósti en áður en ég þorði að leysa út tékkann ákvað ég hins vegar að komast til botns í þessu og hafði uppá sendandanum sem reyndist þá starfa fyrir Virginia Space Grant Consortium og þá fóru málin að skýrast. VSGC, sem er "umbrella organization" sem sameinar NASA, háskóla og hátækni-iðnað í flug-geiranum, sá um að halda utan um samkeppni á vegum FAA (Bandarísku Flugmálastofnunarinnar) sem ég tók þátt í s.l. vetur.
Fljótlega barst tölvupóstur frá prófessornum mínum sem staðfesti að við hefðum unnið þriðja sætið í okkar category, "Airport Environmental Interactions Challenge" en verkefnið okkar var könnun á möguleikum þess að nýta jarðvarma til að koma í veg fyrir ísingu og létta snjóruðning á flugbrautum. Alls kepptu 36 lið frá 16 háskólum í þremur viðfangsefnum, en það var Embry Riddle Aeronautical University og Kent State University sem tóku fyrsta og annað sætið í okkar category. Embry Riddle og verkfræðideild University of Illinois tóku svo öll verðlaunin í hinum tveimur flokkunum.
Það er nokkuð stórt fyrir litla skólann minn að vinna til verðlauna í þessu því við kepptum við virta skóla eins og George Mason, Perdue, Georgia Institute of Technology og Indiana State. Við fengum sérstakar hamingjuóskir frá deildarstjóranum enda fær skólinn sendan forláta viðurkenningar-platta frá FAA til að hengja uppá vegg. Auk þess er ég að bíða eftir að fá mitt viðurkenningarskjal sent í pósti.
Þó ég segi sjálfur frá, þótti mér súrast að þurfa að deila heiðrinum og verðlauna-fénu jafnt með slugsurunum sem áttu að taka virkan þátt í þessu með mér. Þetta var alfarið mín hugmynd og á endanum sá ég um a.m.k. 85% af vinnunni. Málið var að gamli prófessorinn minn úr flugdeildinni bauðst til að gefa mér masters einingar fyrir að hjálpa þremur B.S. nemum til að taka þátt í þessari keppni, sem átti að vera "capstone project" fyrir þá. Þeir áttu í raun að sjá um megnið af vinnunni og upphaflega átti ég bara að aðstoða þá við "research methods"...en á endanum neyddist ég til að draga þá í land og redda verkefninu. Hefði ég ráðið, hefðu a.m.k. tveir af þeim fallið í áfanganum...en með minni hjálp fengu allir A+...og free money!
Hér er vefsíða kepnninnar þar sem hægt er að skoða öll verkefnin sem unnu til verðlauna...og hér má lesa verkefnið mitt okkar.
Hér er mynd af mér og einum "slugsaranum" ásamt prófessornum okkar þegar við kynntum verkefnið á Student Research Colloquium í vor og fengum þessar líka fínu medalíur fyrir.
P.S. viðurkenningaskjalið skilaði sér loksins en aularnir gátu ekki einu sinni stafsett nafnið mitt rétt
Vísindi og fræði | Breytt 11.7.2008 kl. 01:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Jón Valur er samur við sig
29.8.2007 | 17:59
Ég gat ekki annað en brosað út í annað í morgun þegar ég sá stórkallalega fyrirsögn nýjasta bloggs Jóns Vals Jenssonar: "Róbert Björnsson bullar um það sem hann þekkir ekki" - Jóni hefur greinilega svelgst illilega á þegar hann sá síðustu færslu mína og hefur séð ástæðu til að fara í heiftarlega en bitlausa vörn þar sem hann reynir, með sínum hefðbundna vandlætingartón, að umsnúa og gera lítið úr rannsóknarniðurstöðum sagnfræðiprófessorsins Allan Tulchin. Það vantar ekki hrokann í Jón Val þar sem hann þykist þekkja betur til viðhorfa miðaldasamfélagsins (sem hann reyndar kannski tilheyrir sjálfur?) sem og þeirra sambanda sem fyrrnefndur prófessor fjallar um í rannsóknarritgerð sinni sem gefin er út í virtu fræðiriti (Journal of Modern History).
Ennfremur reynir Jón að saka mig um að hafa gert meira úr heimildunum en efni stóðu til í færslu minni (sem var nánast bein þýðing uppúr greininni) og jafnvel að ég hafi spinnað ofan á fréttina! Er maðurinn lesblindur eða las hann ekki sömu grein og ég?
Fyrirsögn greinarinnar sem ég vitnaði í er "Gay Civil Unions Sanctioned in Medieval Europe" og inngangsorð greinarinnar eru svohljóðandi:
"Civil unions between male couples existed around 600 years ago in medieval Europe, a historian now says. Historical evidence, including legal documents and gravesites, can be interpreted as supporting the prevalence of homosexual relationships hundreds of years ago, said Allan Tulchin of Shippensburg University in Pennsylvania. If accurate, the results indicate socially sanctioned same-sex unions are nothing new, nor were they taboo in the past."
Þessi grein birtist svo í óbreyttri mynd á ekki ómerkari fréttaveitum en MSNBC, MSN, Yahoo! og AOL.
Það er annars alltaf svolítið gaman af bullinu í honum Jóni Val og bloggið væri fátækara ef ekki væri fyrir svona sérstaka karaktera sem auðga litrófið. Ekki síðri eru hinir jólasveinarnir í "moggablogg-kirkjunni" sem nú hafa sameinast um að biðja fyrir mér!
Delta II geimskot
15.2.2007 | 08:31
Fyrir rúmum tveimur árum gafst mér tækifæri til að fylgjast með flugtaki Delta II eldflaugar frá Canaveral-höfða á Flórída. Að sjá, heyra og finna fyrir ca. 5.5 milljón Newtona afli er nokkuð sem maður gleymir ekki í bráð. Það er eitthvað "magical" við það að upplifa geimskot. Maður fyllist lotningu og stolti yfir mannsandanum og því hverju við getum áorkað.
Ekki fékkst uppgefið hvað var um borð í eldflauginni sem ég horfði á yfirgefa jörðina, einungis að það væri "classified payload" fyrir flugherinn. Það þýðir væntanlega njósnagervihnöttur. Það hefði satt að segja verið skemmtilegra að vita til þess að þarna hefði verið vísindabúnaður frá NASA eins og þessi sem á að rannsaka norðurljósin.
Ástæða þess að ég var að flækjast þarna suðurfrá var sú að ég hafði hugsað mér að sækja um skólavist við Embry-Riddle Aeronautical University á Daytona Beach og fór ég því í skoðunarferð til að kynna mér staðinn. Þrátt fyrir að lítast vel á skólann ákvað ég samt á endanum að halda kyrru fyrir í kuldanum í Minnesota...ákvörðun sem ég hef stundum nagað mig í handarbökin yfir...sérstaklega á köldum febrúarkvöldum.
Fyrst ég var kominn til Flórída gat ég ekki annað en heimsótt Kennedy Space Center sem er hreint magnaður staður fyrir "geim-nörda" eins og mig. Áður hef ég reyndar heimsótt Johnson Space Center í Houston, Texas (Mission Control) sem er ekki síður áhugavert, sem og eytt nokkrum dögum á Smithsonian National Air and Space Museum í Washington, D.C.
Það er erfitt að útskýra þennan áhuga minn á geimferðum...en ætli Star Wars og Star Trek fyrirbærin hafi ekki veitt mér þessa "inspirasjón".
Það eina sem Bush karlinn hefur gert rétt að undanförnu að mínu mati var að veita NASA fyrirskipun um að snúa aftur til tunglins fyrir árið 2020. Fjörutíu-og sjö árum eftir að Apollo 17 yfirgaf það síðast mannaðra geimfara. Í þetta skiptið er ætlunin að byggja varanlega bækistöð á tunglinu sem lið í undirbúningi að mönnuðum ferðalögum til Mars. Lockheed Martin hefur þegar hafist handa við smíði á nýju geimfari sem hefur fengið nafnið Orion.
Gagnrýnendur geimferðaáætlunarinnar kvarta skiljanlega yfir háum kostnaði. NASA mun eyða 104 milljörðum dollara á næstu 12 árum í tungl-áætlunina. Það hljómar afskaplega dýrt, en til samanburðar má þó geta þess að stríðið í Írak mun kosta bandaríska skattgreiðendur yfir 2 trilljónir dollara þegar upp verður staðið...svo ekki sé talað um mannfórnirnar.
Af hverju að fara aftur til tunglsins? Hér eru 10 góðar ástæður.
NASA rannsakar norðurljósin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 08:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Vísindamaður reynir að afhomma hrúta
1.2.2007 | 05:55
Fyrir tveimur árum var birt rannsókn Dr. Charles Roselli, líffræðiprófessors við Oregon State University þess efnis að heil 8% hrúta væru samkynhneigðir (og ekki bara uppi á Brokeback Mountain). Þessir hrútar kusu sem sagt frekar náin samneyti með kynbræðrum sínum og litu ekki á verslings kindurnar. Rannsókn þessi var unnin í samvinnu við Bandaríska landbúnaðarráðuneytið (USDA) og lesa má um hana hér á vef wikinews.
En Roselli lét ekki við þetta staðarnumið heldur var ákveðið að reyna að komast að ástæðum "kynvillunnar" og ef mögulegt væri...að "lækna" hana eða útrýma með einhverjum ráðum svo sauðfjárbændur gætu haft betri not af hrútum sínum til undaneldis.Eftir að hafa krufið mikið magn hrúta-heila komst Roselli að því að hugsanlega réðist kynhneigð hrútanna í svæði í heilanum sem kallast "hypothalamus" sem stjórnar meðal annars hormónaframleiðslu. Þá tóku við umfangsmiklar og umdeildar tilraunir með hormónagjafir sem og genatilraunir til þess að reyna að rækta út þessa "ónáttúru" úr hrútunum. Þessar tilraunir hafa enn ekki borið mikinn árángur (kannski þeir þurfi bara að fá Alan Chambers í lið með sér) en dýraverndunarsamtök sem og baráttuhópar samkynhneigðra hafa laggst harkalega gegn þessum tilraunum eins og lesa má í þessari frétt New York Times. Dýraverndunarsamtökin (PETA) segja að hér sé á ferðinni grimmdarlegar og ónauðsynlegar tilraunir á dýrum og samtök samkynhneigðra segja að hér sé verið að reyna að leggja grunn að því að útrýma samkynhneigð hjá mannfólki með einum eða öðrum hætti.
Þetta gæti skapað verulegt siðferðis-vandamál fyrir trúarofstækisrugludalla...ef hægt verður að sjá hvort fóstur ber "hommagenið"...er fóstureyðing þá réttlætanleg í því tilfelli?
Margt smátt gerir eitt stórt
31.1.2007 | 22:50
Ef hvert heimili í Bandaríkjunum myndi skipta út aðeins einni venjulegri ljósaperu fyrir orskusparandi peru myndi tilsvarandi orkusparnaður duga til þess að lýsa upp 2.5 milljónir heimila í heilt ár!
Ennfremur kæmi þetta í veg fyrir losun gróðurhúsalofttegunda (vegna kola-orkuvera) á við mengun 800 þúsund bíla á ári!
Þetta eru tölur sem skipta máli og ég tek því undir heilshugar með þessum þingmanni Kalíforníu.
Sjá umfjöllun um málið á vefsíðu Energy Star, samvinnuverkefni umhverfisráðuneytis og orkumálaráðuneytis Bandaríkjanna.
Hvað þarf marga þingmenn til að skipta um ljósaperu? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 22:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)