Færsluflokkur: Lífstíll
Rappandi flugþjónn hjá svalasta flugfélaginu
15.3.2009 | 19:35
Þegar Herb Kelleher stofnaði fyrsta alvöru lággjaldaflugfélag heims í Dallas árið 1971 áttu fáir von á að Southwest Airlines ætti eftir að lifa lengur en Braniff, Pan-Am, TWA og nú NWA. Ekki nóg með það heldur var Southwest eina flugfélagið í Bandaríkjunum sem skilaði hagnaði á síðasta ári. Mörg flugfélög hafa reynt að herma eftir einstöku viðskipta-módeli Southwest (EasyJet, Ryan-Air, Jet-Blue, Sun-Country) en engu þeirra hefur þó tekist að herma eftir því sem í raun gerir Southwest frábrugðið öllum öðrum flugfélugum - léttleikanum um borð!
Southwest hefur aldrei tekið sig mjög alvarlega (eins og sést í auglýsingum þeirra) og þeir markaðssetja sig sem "hip og cool" valmöguleika til höfuðs þurrkunntulegum íhaldssömum flugfélögum sem leggja meiri áherslu á "fágaða framkomu" heldur en að reyna að gera flugferðina sem ánægjulegasta.
Maður veit aldrei hverju maður á von á þegar maður stígur um borð í eina af 530 Boeing 737 vélum Southwest - flugmennirnir og flugfreyjur/þjónar eiga það til að reyta af sér brandara alla leiðina og viðmótið er afar létt og þægilegt. Það hlakkar í mér núna því Southwest var að tilkynna að þeir ætla loksins að hefja þjónustu við Minneapolis og bjóða uppá hopp til Chicago fyrir aðeins $49.
Endilega kíkið á þennan ágæta flugþjón bjóða farþega velkomna á sinn hátt. Svolítið öðruvísi en hjá Icelandair!
Flott auglýsing frá 1972
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Rodeo og 7 sekúndur af frægð
15.2.2009 | 06:34
Var að Channel-surfa áðan og rak upp stór augu þegar ég sá Cody skólabróður minn frá Oklahoma í Cowboy-dressinu sínu fara upp á 700 kílóa grátt og tryllt naut sem bar nafnið "Bones". Eftir að hliðið opnaðist var augljóst að Bones var ekki alveg að fíla þessa miklu nálægð við Cody og eftir um sjö sekúndna dans kastaðist Cody af baki og mátti þakka fyrir að sleppa ómeiddur eftir að Bones ákvað að sambandinu væri ekki alveg lokið fyrr en eftir að hafa traðkað aðeins á Cody.
Þessar sjö sekúndur skiluðu Cody þó einhverjum punktum í stigakeppninni og hann virtist alsæll. Það var skrítið að sjá hann allt í einu á sjónvarpsskjánum en ánægjulegt að vita til þess að hann hefur haldið þessari ástríðu sinni áfram. Cody þessi er mjög sérstakur karakter...alveg "the real deal" í Wrangler-galla frá toppi til táar, í stígvélum úr skröltormaskinni, 20-gallona hvítan kúrekahatt og silfraða beltis-sylgju á stærð við hjólkopp!
Cody er frá Reno í Nevada og þrátt fyrir að vera frekar fámáll talaði hann um að ganga í flugherinn eftir skólann en hugur hans allur var þó við "country western lífsstílinn" og draumurinn að eignast búgarð í Wyoming. Það ríkti svolítill rígur og samkeppni meðal okkar í skólanum á sínum tíma og honum þótti voðalega leiðinlegt að vera ekki hæstur í bekknum. Þó svo skólinn byrjaði ekki fyrr en 7:30 var hann alltaf mættur á undan öllum öðrum á morgnana...oftast var ég mættur í skólann klukkan 6:50 og þá var hann sá eini sem var mættur á undan mér...á sínum rauða Ford F-150 pickup. Um leið og hann sá mig leggja Lincolninum á hinum enda bílastæðisins rauk hann út úr bílnum, hrækti út úr sér munntóbaks-slummunni og hékk fyrir framan skólastofuna með kaffibrúsa frá QuikTrip-bensínstöðinni á horninu.
Þar sem ég nennti ekki að spjalla við Cody á hverjum morgni sat ég yfirleitt áfram í bílnum og fékk mér kríu yfir morgunútvarpi KBEZ þangað til Mexíkana-gengið mætti með látum og vakti mig korter yfir sjö...þá var tími til að labba út á brautarenda 36L á KTUL og fylgjast með F-16 þotunum frá 138th FW setja á afturbrennarana. Hvílíkur hávaði.
Er ekki við hæfi að enda þetta á Garth Brooks og raunarvísum hans um lífið í Ródeóinu?
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Eyrnakonfekt: Franska Hornið
8.2.2009 | 22:16
Vienna Horns: 9 bestu hornleikarar Austurríkis leika þekkt stef
Horns of Berlin & Vienna Philharmonics: strengjakvartett eftir Haydn ("the Joke") aðlagað fyrir 8 horn.
Dale Clevenger, fremsti hornleikari heims ásamt Chicago Symphony Orchestra, með horn-sóló úr 5. simfóníu Mahlers
Horn konsert Mozarts no. 3 - annar þáttur (Larghetto)
Að lokum smá horn-húmor frá meistara Ifor James
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Failure is Not an Option!
18.1.2009 | 08:18
True leaders are only born during times of crisis. When faced with overwhelming challenges - true leaders emerge just as the outlook is at its bleakest - and bring with them a new dawn of hope and determination!
The amazing story of Apollo 13 captures the true essense of leadership - as flight director Gene Kranz (played by Ed Harris in the movie) takes control of the situation in a calm professional manner. He demanded the very best out of his crew and convinced everyone that they were going to succeed against all odds. What appeared to be becoming NASA's worst catastrophe - instead became NASA's finest hour!
I'm reminded of this mindset everyday as I walk past my refrigerator and see a magnet I bought as a souvenir at the Johnson Space Center in Houston, with the words: "Failure is Not an Option". I try my best to live by that slogan.
I was deeply encouraged last night when I heard a reporter ask Barack Obama what his Plan B was...in case his actions to revive the economy failed - Obama replied: "Failure is Not an Option...this is America we're talking about!" - I know Obama will succeed - there is no acceptable alternative.
If only Iceland had such a leader today. If only Iceland had hope and inspiration. If only Iceland had the good fortune of ridding itself of its incompetent and complacent leadership and realized that FAILURE IS NOT AN OPTION! Iceland MUST shed the fear and despair and make the decision to OVERCOME!
Geir: Árið verður mjög erfitt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt 19.1.2009 kl. 02:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Obama visits Lincoln Memorial and munches on a chili-dog
12.1.2009 | 06:41
Meanwhile, he took his family to visit the Lincoln Memorial last night after enjoying a nice quarter pound Chili-cheese dog at a Washington fast food joint. Abe Lincoln of course is Obama's favorite president and the two have a lot in common. Obama served as a Senator representing the "Lincoln State" of Illinois and announced his run for the presidency on the steps of the Illinois State Capitol in Springfield, where Abe served as well. Lets just hope that Obama's legacy will be equally impressive and that he avoids the tragic fate of Abe, who as we all remember, was assassinated at the Ford's Theater in Washington, by confederate sympathizer John Wilkes Booth. Did I mention that Abe rejected organized religion, fought to end slavery and that there is considerable evidence suggesting he was America's first gay president! Seriously - check out this NY Times article if ya don't believe me!
On a personal note, I must say I love chili-dogs! And...it's quite a strange feeling to see pictures of Obama at the Lincoln Memorial just a few weeks after I was there myself, taking in the sights. Pretty damn cool. Which reminds me...I've uploaded a bunch of pictures from my recent trip to D.C. online for your viewing pleasure (click here to access my photo album).
I still have hope in Obama...even though he plans to say "so help me God" during his inauguration and that he plans to use Lincoln's Bible for the swearing in...AND...most disturbingly...that he plans to invite fundamentalist pastor Rick Warren to perform the invocation. If he stays true to his promises once in office...I'm willing to look past all that...for now.
Oh and here are some videos from my D.C. trip and also from when I went to see Obama in St. Paul last summer...some of my "awesomest" memories from last year!
Obama fékk sér chilipylsu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 06:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
A hobo's feast and Al is up by 49 votes!
4.1.2009 | 00:01
As the recount in the Minnesota Senate race continues, my buddy Al Franken has taken a 49 vote lead over Norm Coleman as both sides continue to file lawsuits to contest unclear and absentee ballots. Senate Republicans have threatened a filibuster against confirming Franken in case he gets declared the winner. I thought I'd show you this autographed poster that still hangs on my wall...in case you were wondering on which side I'm on.
Oh and here's a picture of my New Year's dinner hehe...which due to budget issues was rather...erhm...shall we say spartan? Still, notice the quality Danish Lurpak butter and the sparkling swedish non-alcoholic apple juice. Oh and Spam is a product of Minnesota...ya, you betcha!
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Winds of Change
3.1.2009 | 23:05
Dear friends,
As we enter the new year, most of us are filled with emotions of anticipation, uncertainty and justifiable fear. Yet the feeling of HOPE is still alive in our hearts as we march on to face the daunting challenges that lie ahead. In a changing world where old ideologies have crumbled, a new brave world must rise from the ashes! Failure is not an option.
To my Icelandic blog-friends: I have decided to make the following changes to my blog while I continue to explore other blog-venues that are totally free of censorship. For the time being I have decided to remain here.
1. From now on, all my posts will be written in English in order to expand my audience to include my American friends and neighbors. I'm sure most of my Icelandic blog-friends are fluent in English anyway so I hope they will not be affected by this change. Please feel free to continue to leave comments in Icelandic if you prefer. I may also post some blogs in both English and Icelandic - especially if I link to news articles on the mbl.is news-site. I may also translate some of my older posts to English in the near future.
2. As a way to protest the decision of the editors of mbl.is and blog.is to limit the freedom of speech of those individuals who prefer to blog anonymously by preventing them from linking blogs to news articles and trying to make their blogs invisible, I have taken the following steps:
From now on my full legal name and picture will not appear on the frontpage of this blog. This is done to show my support to those bloggers whose opinions are being systematically silenced by concervative pro-government editors.
My full name will still appear on the author page and I will make no efforts to hide my true identity - this is a symbolic protest only!
3. I will not be bullied into silence and wow to make my future writings edgier than ever before! I will continue to critizise religion and right-wing nuts while also keeping the personal elements and humor intact. This blog will continue to be a strange mixed bag as I refuse to box myself in to a specific topic or style. As before, I will write about my personal thoughts and experiences pertaining to my interests which include: Aviation, Technology, Politics, Gay rights issues, Secularism and the seperation of Church and State, etc.
4. As I continue to evolve as a human being, I reserve the right to make further changes to this blog as I deem fit.
Thanks to all those who encouraged me to continue blogging and thanks for staying with me! And a very warm welcome to my new readers as I take this step into the wild blue yonder of the international blogosphere!
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Evrópa
12.12.2008 | 06:57
Undanfarin ár hef ég verið á þeirri skoðun að hagsmunum Íslands væri best borgið innan Evrópusambandsins. Í ljósi atburða síðustu mánuða hef ég verið að endurskoða þá afstöðu mína og hef enn ekki komist að endanlegri niðurstöðu. Það hefði átt að sækja um aðild fyrir 5-10 árum síðan...þá væri staðan kannski önnur í dag. Í dag eru forsendurnar aðrar og verri og mætti vel nota máltækið "you´re damned if you do, you´re damned if you don´t". Það virðast þó fáir aðrir kostir raunhæfir í augnablikinu.
Ein rökin sem Evrópusinnar beita stundum, málstað sínum til framdráttar, er sú að benda á að við Íslendingar "eigum svo mikið sameiginlegt" með Evrópu-þjóðunum. Sérstaklega varðandi menningu og jafnvel sögu. Jafnframt er oft bent á hvað við eigum ósköp lítið sameiginlegt með lág-menningu Norður Ameríku og jafnvel kvartað sáran yfir því að RúV skuli vera að demba þessum ósóma yfir þjóðina á formi Bandarísks og Bresks sjónvarpsefnis...sem að sumra mati er ekki "nógu kúltíverað". Íslendingar eiga að horfa á meira af Skandínavísku sósjal-drama og Ítölskum og Frönskum sápuóperum.
Nú verð ég að viðurkenna að fyrir utan stutta heimsókn til London hef ég ekki komið til Evrópu í 12 ár. Það skrýtna er að mig er lítið farið að langa þangað aftur. Kallið mig Kanamellu og hvað sem þið viljið...en kíkið á eftirfarandi nýlegar svipmyndir frá þessari æðislegu Evrópu...sem við Íslendingar eigum svo svakalega margt sameiginlegt með.
Nennti ekki að birta myndir frá óeyrðunum á Grikklandi, né eymdinni í Belgíu og Eystrasaltslöndunum og brjálæðinu á Balkanskaganum.
Vonandi hef ég eitthvað skakka mynd af þróun mála í þessari heimsálfu ... en myndirnar tala sínu máli.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 07:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Trúleysinginn ég og leitin að hinu góða
1.12.2008 | 19:40
Stundum er erfitt að vera trúleysingi. Það kemur fyrir að ég öfundi þá sem geta fundið huggun í trú sinni þegar erfiðleikar steðja að. Sem betur fer finn ég mína huggun og innri frið á annan hátt og lifi síður en svo í einhverju svartnætti þrátt fyrir að trúa ekki á yfirnáttúruleg fyrirbæri eða æðri máttarvöld. Þess í stað trúi ég á okkar eigin mátt, náttúruöflin, lýðræðið, rökvísi, réttlæti og kærleik.
Hið góða býr innra með okkur, manneskjunum. Það kemur ekki að ofan, heldur að innan. Samkennd, kærleikur og ást fjölskyldu okkar og vina, er það sem gefur okkur huggun og hugarró á þessum síðustu og verstu.
Undanfarin ár hef ég af sumum verið talinn "herskár trúleysingi", sem samkvæmt skilgreiningunni, hef barist gegn trúarbrögðum í ræðu og riti og reynt að fá trúað fólk til að sjá "villu síns vegar" og fá það til að vakna upp af vitleysunni og sjá veruleikann eins og hann blasir við mér. Með öðrum orðum, hef ég tekið þátt í að stunda eins konar "trúboð" trúleysingjans. Rétt eins og aðrir trúboðar hef ég sinnt þessu hlutverki af mestu umhyggju, velvild og með von um bætt samfélag samkvæmt mínum skilningi.
Stundum hefur það þó komið fyrir að ég hef sært tilfinningar þeirra trúuðu vina minna sem sjá heiminn í öðru ljósi en ég. Það hefur komið fyrir, að sökum þeirrar óbeitar sem ég hef gagnvart ákveðnum þáttum skipulagðra trúarbragða , að mér hafi yfirsést sú staðreynd að sumt sem tilheyrir trúarbrögðum er í sjálfu sér af hinu góða og að trú getur veitt mörgu góðu fólki "inspírasjón" til góðra verka. Trúarbrögð eru ekki eins svarthvít og þau hafa stundum birst mér.
Þegar ég var barn og unglingur var ég tiltölulega trúaður. Ekki meira en gengur og gerist með íslensk börn, en móðir mín reyndi að ala mig upp í góðum siðum og gildum. Við vorum ekki kirkjurækin og ég las ekki biblíuna fyrr en ég komst á fullorðinsaldur (las þá Gamla testamentið og varð fyrir skelfilegu áfalli ). Engu að síður leið mér alltaf vel þegar ég slysaðist í kirkju og fann þar oftast fyrir friði, hlýju og kærleika. Sömuleiðis man ég eftir að hafa beðið til Guðs þegar ég fann fyrir ótta, kvíða og einmannaleika og ég man að trúin á að ég væri ekki einn í heiminum veitti mér mikla hugarró.
Smám saman fjaraði þó undan trúnni með aldrinum, sérstaklega eftir að ég fór að hugsa um hversu fáránleg og óraunsæ hugmyndin um Guð raunverulega er. Einnig fannst mér Guð endanlega hafa yfirgefið mig þegar móðri mín veiktist af ólæknandi krabbameini og lést eftir hörmulega erfið veikindi. Satt að segja fann ég þá fyrir biturð og reiði út í þann Guð sem ég taldi mig hafa þekkt.
Ofan á þetta kynntist ég hræsni og öfgum "sanntrúaðra" eftir að ég fluttist hingað til Bandaríkjanna. Blind bókstafstrú, hvaða nafni sem hún nefnist, er að mínu mati eitt hið skelfilegasta mein sem herjar á mannkynið. Hatur, ótti, dogma, græðgi, fals og lygi. Þannig sé ég flest skipulögð trúarbrögð í dag. Boðskapur margra Kristinna söfnuða (t.d. kaþólskra og hvítasunnusöfnuða) virðast hafa snúist upp í algera andhverfu þess boðskapar sem ég las eitt sinn í Nýja testamentinu.
Hitt hef ég þó líka verið að sjá að undanförnu, mér til mikillar gleði, að til er gott fólk sem boðar einfaldlega trú á hið góða í okkur sjálfum. Til eru prestar, þ.m.t. innan Þjóðkirkjunnar, svo sem hjónin Bjarni Karlsson og Jóna Hrönn Bolladóttir sem raunverulega boða einungis sannan náungakærleik og samkennd. Þau taka það besta úr Nýja testamentinu og skilja eftir hryllingssögur hins morðóða og valdasjúka guðs gyðinganna.
Þrátt fyrir að ég sé og verði áfram hamingjusamlega trúlaus (trúfrjáls), þá lýsi ég því hér með yfir að ég mun reyna að taka trúaða í aukna sátt og sýna þeim meiri skilning en ég hef gert í framtíðinni. "Why can´t we all just...get along?"
Icelandic snake-oil-salesmen
18.11.2008 | 10:13
Varan virðist einfaldlega vera hið rammíslenska Lýsi, þó svo ekki sé notast við það vörumerki. Þó svo innihaldið virðist aðallega vera Omega-3 fitusýrur tekst þeim að markaðssetja Lýsið sem 9 mismunandi "formúlur" sem hver um sig á að gagnast við liðverkjum, veiku ónæmiskerfi, slæmri húð og minnisleysi auk þess sem sumar formúlurnar eru góðar fyrir hjartað, blöðruhálskirtilinn og góða skapið.
Þriggja mánaða skammtur kostar ekki nema $250 og ef þú finnur ekki fyrir bættu skammtímaminni innan þriggja vikna þá færðu endurgreitt! 100% Money Back Guarantee.
Svo er bara spurningin hvort þetta sé enn eitt Ice-Save Nígeríu-svindlið...og þá hvort íslensku þjóðinni beri að endurgreiða...og gert sé ráð fyrir þessu í lánapakkanum frá IMF.
Hér er vefsíða icelandhealth.com
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)