Færsluflokkur: Heimspeki

Bill Holm

bill-holm-and-sky.jpgMinnesota Public Radio útvarpaði um helgina frá samkomu í Fitzgerald Theater í St. Paul, tileinkaðri minningu Westur-Íslendingsins Bill Holm sem var einn dáðasti rithöfundur og ljóðskáld Minnesota.  Hér má hlusta á góða umfjöllun um Bill á MPR.

Bill Holm er eflaust mörgum Íslendingnum að góðu kunnur, enda eyddi hann síðustu sumrum sínum á Hofsósi þar sem hann sat við skriftir í húsi sínu, Brimnesi.  Bill varð bráðkvaddur, aðeins 65 ára gamall, nálægt heimahögum sínum á Sléttunni miklu í suðvestur Minnesota þann 25. febrúar síðastliðinn.

Það gera sér kannski ekki allir grein fyrir því hversu vel þekktur og virtur Bill var hér í Minnesota - það má segja að hann hafi verið nokkurs konar Halldór Laxnes okkar Minnesota-búa.  Bill var mikill Íslendingur í sér og menningararfur forfeðra hans var honum mjög hugleikinn.  Menningarleg tengsl Minnesota og Íslands hafa verið mjög sterk í gegnum tíðina og Bill á ekki lítinn þátt í því að hafa viðhaldið þeim tengslum með gríðarlegri landkynningu í verkum sínum og máli hvar sem hann fór.

Bill var ófeiminn við að gagnrýna Bandarískt þjóðfélag og þá sérstaklega hvernig gömlu góðu gildin (heiðarleiki og mannvirðing) véku fyrir græðgisvæðingu og öðrum löstum nútímans.  Réttlæti og jöfnuður voru honum ávallt efst í huga og það var honum mjög þungbært sem sönnum föðurlandsvin að horfa uppá ógæfuverk Repúblikananna sem lögðu Bandaríkskt þjóðfélag í rúst - rétt eins og kollegum og vinum Bush á Íslandi tókst að gera.

Nýlega las ég tvær bækur eftir Bill og höfðu þær báðar djúpstæð áhrif á mig, sín á hvorn mátann.  "The Windows of Brimnes: An American in Iceland" er samansafn af hugleiðingum hans um lífið og tilveruna á Hofsósi samanborið við Bandaríkin og þá andlegu og veraldlegu hnignun sem hann taldi Bandaríkin hafa orðið fyrir á síðustu 40 árum.

_72bf9b50-a0a2-4a01-99b5-36deddf06c67.jpgHin bókin höfðaði kannski meira til mín; "The Heart Can be Filled Anywhere in the World."  Þar segir Bill frá uppvaxtarárum sínum í smábænum Minneota og sérstöku samfélagi afkomenda íslenskra innflytjenda.
Hann segir frá því hvernig hann þráði heitast að komast burt frá þessum stað, að sjá heiminn og að "meika það" í siðmenningunni.  Það tókst honum raunar, hann komst í háskólanám og í kjölfarið ferðaðist hann um heiminn og naut velgengni. 
Þegar hann var að nálgast fertugt gekk hann í gegnum erfiða tíma og hann neyddist til að fara heim blankur, atvinnulaus og fráskilinn.  Hann hafði eitt sinn skrifað: "Failure is to die in Minneota, Minnesota" og þangað var hann mættur.  Það fór hins vegar svo að hann fékk glænýja sýn á gamla smábæinn sinn og fólkið sem þar bjó og úr varð að hann festi rætur og tók miklu ástfóstri við samfélagið sitt, sögu, menningu og uppruna.

Þetta vakti mig til umhugsunar um hvernig mér gengi að aðlagast mínum gömlu heimaslóðum ef ég flytti heim...en ég verð að viðurkenna að oft hef ég hugsað: "Failure is to die in Selfoss, Iceland."  Kannski ég taki þá hugsun til endurskoðunar einhvern daginn. Wink

759px-flag_of_minnesota_svg.pngEitt er víst að Minnesota og Slétturnar miklu, þar sem ég hef nú eytt hartnær þriðjungi ævi minnar, munu ætíð skipa stóran sess í hjarta mínu hvert sem ég fer.  Fyrir mér er Bill Holm nokkurskonar tákngerfingur fyrir allt sem Minnesota stendur fyrir.

Annar "quintessential Minnesotan" var Paul Wellstone, öldungardeildarþingmaður, sem lést ásamt fjölskyldu sinni í hörmulegu flugslysi á afmælisdaginn minn, 25. október, árið 2002.  Raunar man ég eftir því eins og það hafi gerst í gær því ég var staddur í kennslustund í "Aviation Safety" á fyrstu önninni minni í flugrekstrarfræðinni.  Kúrsinn fjallaði einmitt m.a. um orsakir og rannsóknir á flugslysum og ég man að bekkurinn var mjög sleginn.  Við vorum ekki lengi að kryfja orsök slyssins en vélin lenti í mikilli ísingu og reynsluleysi og röð mistaka flugmannsins ollu slysinu.  Hér á þessu stutta myndbandi sést Bill Holm tala um Paul Wellstone.


Gore Vidal

Merkiskallinn Gore Vidal mætti í fantagott viðtal til Bill Maher í gær og ég má til með að deila því með ykkur.

Fyrir þau ykkar sem ekki þekkið til Vidal er hann einn af áhugaverðustu hugsuðum tuttugustu aldarinnar að mínu mati og án efa einn af skarpgreindustu rithöfundum og þjóðfélagsgagnrýnendum sem uppi hafa verið á seinni tímum.  Það er gaman að sjá hvað kallinn er ennþá ern og beittur þrátt fyrir að vera orðinn 83 ára og bundinn hjólastól.  Það er óhætt að segja að kallinn sé maður að mínu skapi hvað varðar pólitískar skoðanir, húmor, póstmódernískar pælingar, skoðanir á trúarbrögðum o.fl.  Ein af fyrirmyndum og hetjum okkar Bills Maher. 

Já og gleðilega páska til ykkar sem haldið uppá slíkt. Smile

 


Flottur dómsmálaráðherra - "guðs-vírusinn" á undanhaldi

Það er mikið gleðiefni að sitjandi dóms-og kirkjumálaráðherra, Ragna Árnadóttir, hefur ákveðið að láta endurskoða ákvæði laga um að börn séu sjálfkrafa skráð í trúfélög.  Það er mér hálfpartinn til efs að pólitískt kjörinn ráðherra hefði haft kjark í að taka á þessum málum en Ragna er greinilega fagmaður sem þarf ekki að óttast um kjörfylgi.  Það færi betur ef fleiri ráðherraembætti væru skipuð á faglegum grundvelli í stað þess að vanhæfir pólitíkusar fari með umboð mála sem þeir hafa engan skilning á.  Þá væri sennilega margt öðruvísi á Íslandi í dag.

Það hefur ekki alltaf þótt fínt að vera trúlaus á Íslandi og satt að segja eru fordómarnir enn ótrúlega miklir í okkar garð - þrátt fyrir að okkur yfirlýstum trúleysingjum fjölgi nú ört.  Oft höfum við sem talað höfum gegn trúarbrögðum verið taldir sérvitrir rugludallar og vandræðagemlingar líkt og Helgi Hóseason - snillingur og hugaður brautryðjandi sem ég ber mikla virðingu fyrir!  Wink

godvirus.jpgNú er þetta sem betur fer loksins að snúast við og hinir heittrúuðu eru komnir út á jaðar samfélagsins.  Augu almennings hafa opnast gagnvart skaðsemi trúarbragða og þeim hörmungum og samfélagsmeinum sem t.d. kaþólska kirkjan og bókstafstrúaðir íslamistar valda út um allan heim.  Mig langar að benda á nýútkomna bók eftir Dr. Darrel Ray sem ber heitið "The God Virus: How religion infects our lives and culture".  Dr. Ray líkir trúarbrögðum við "samfélagslegan vírus" og útskýrir hvernig vírusinn hefur skaðleg áhrif á gáfnafar og persónuleika fólks, hvernig vírusinn dreifir sér og hvernig hægt er að stöðva hann.  Það er sem betur fer til lækning við trúar-vírusnum! Smile 

Dr. Ray talar um hvernig trúarbrögðum er troðið inn á saklaus börn strax við fæðingu: "Virtually all religions rely upon early childhood indoctrination as the prime infection strategy. Other infection strategies include proselytizing, offering help and financial aid with strings attached, providing educational opportunities at religious institutions and many other approaches which we encounter frequently in the media and in daily exposure to religion."

Að lokum eru hér stórskemtileg vídeó þar sem Richard Dawkins les tölvupósta sem honum hafa borist - uppfullum af "kristnu siðgæði" að sjálfsögðu - og svo svarar hann spurningu "frelsaðs manns" af mikilli hreinskilni. Joyful  


mbl.is Endurskoða sjálfkrafa skráningu í trúfélög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trúarbrögð á undanhaldi í Bandaríkjunum

atheism3.jpgIn God we Trust no more! Wink  Samkvæmt nýrri rannsókn Trinity College sem sagt var frá á CNN í fyrradag eru Bandaríkjamenn ekki eins svakalega trúaðir og þeir voru - sem hljóta að teljast mikil gleðitíðindi.

Nú telja 75% bandaríkjamanna sig vera Kristna (niður úr 86% árið 1990) og einn af hverjum fimm tilheyrir nú engu trúfélagi.  Ennfremur segjast 27% aðspurða ekki kjósa trúarlega útför.  Þá hefur okkur sem skilgreinum okkur opinberlega sem trúleysingja (atheists) fjölgað um helming frá árinu 2001 og erum við nú 12% íbúa Bandaríkjanna.  Batnandi mönnum er best að lifa og við skulum vona að þetta trend haldi áfram og verði til þess að minnka enn-frekar skaðleg áhrif trúarbragða á þjóðlíf og menningu Bandaríkjanna sem og að stuðla að vitrænnari og frjálslyndari viðhorfum til lífsins og tilverunnar - byggðum á rökvísi, þekkingu og almennri skynsemi.

Come Out, Come Out - wherever you are! 


Fyrirlestur Dr. Richard Dawkins í Minneapolis í kvöld

dawkins.jpgEr á leiðinni niður til Twin Cities á eftir í þeim tilgangi að sjá og heyra fyrirlestur hins heimsfræga þróunarlíffræðings frá Oxford og metsöluhöfundar bókarinnar The God Delusion, Dr. Richard Dawkins.  Dawkins er mættur hingað í boði félags trúfrjálsra nemenda við University of Minnesota og fyrirlesturinn mun fjalla um tilgang/tilgangsleysi lífsins.  Dawkins er í mjög miklu uppáhaldi hjá mér, enda "elegant" rödd skynseminnar í eyðimörk hugsunarleysis.

Hér er kynning á efni fyrirlestursins The Purpose of Purpose:

"We humans are obsessed with purpose. The question, “What is it for?” comes naturally to a species surrounded by tools, utensils and machines. For such artifacts it is appropriate, but then we go too far. We apply the “What is it for?” question to rocks, mountains, stars or the universe, where it has no place.

How about living things? Unlike rocks and mountains, animals and plants, wings and eyes, webbed feet and leaves, all present a powerful illusion of design. Since Darwin, we have understood that this, too, is an illusion. Nevertheless, it is such a powerful illusion that the language of purpose is almost irresistible. Huge numbers of people are seriously misled by it, and biologists in practice use it as a shorthand.I shall develop two meanings of “purpose”. Archi-purpose is the ancient illusion of purpose, a pseudo-purpose fashioned by natural selection over billions of years. Neo-purpose is true, deliberate, intentional purpose, which is a product of brains. My thesis is that neo-purpose, or the capacity to set up deliberate purposes or goals, is itself a Darwinian adaptation with an archi-purpose.

putting-the-win-in-darwin.pngNeo-purpose really comes into its own in the human brain, but brains capable of neo-purposes have been evolving for a long time. Rudiments of neo-purpose can even be seen in insects. In humans, the capacity to set up neo-purposes has evolved to such an extent that the original archi-purpose can be eclipsed and even reversed. The subversion of purpose can be a curse, but there is some reason to hope that it might become a blessing."


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband