Færsluflokkur: Mannréttindi
Kristnir telja sig ofsóttan minnihlutahóp í Bandaríkjunum
15.2.2009 | 09:25
Kristin samtök sem kalla sig American Family Association keyptu nýlega klukkutíma pláss á helstu kapalstöðvum Bandaríkjanna og eyddu í það milljónum dollara. Þau ætla sér að sýna þátt sem heitir "Speechless - Silencing Christians in America" sem fjallar um hvernig reynt er að þagga niður í Kristnum gildum og hvernig vegið er að málfrelsi Kristinna nú þegar þeir mega helst ekki hvetja til morða á "kynvillingum". Ennfremur fjallar þátturinn um hvernig Bandaríkjamenn verða að berjast gegn "the radical homosexual agenda" áður en hommarnir taka yfir völdin í landinu og eyðileggja fjölskylduna og "the moral fabric" þjóðarinnar! Þess má get að hin stórskemmtilega Ann Coulter kemur fram í þættinum sem horfa á má hér!
Nýlega ákváðu þessi sömu samtök (sem telur milljónir meðlima) að sniðganga McDonalds fyrir þær sakir að í fyrra ákvað stjórnarformaður McDonalds að styrkja og skipa nefndarmann frá McDonalds í stjórn samtakanna National Gay & Lesbian Chamber of Commerce. Eftir að AFA hótaði boycottinu ákvað McDonalds að láta undan þeim og draga sig úr stjórn NGLCC.
Ennfremur hótuðu AFA gjafakortaframleiðandanum Hallmark öllu illu og þvinguðu þá til þess að taka úr umferð þetta kort:
Já...það er greinilega ekki tekið út með sældinni að vera ofsóttur Kristlingur í Bandaríkjunum!
Hér eru tvær klippur úr úvarpi í Oklahoma sem allir þurfa að heyra...please...hlustið á þetta!
Hér er ennfremur góð úttekt á Kristnum gildum í Tulsa:
Og að lokum þetta
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 09:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Jóhanna kveikir von í Uganda
29.1.2009 | 09:56
Margir veltu fyrir sér hvort það var viðeigandi og yfir höfuð fréttnæmt að draga fram þá staðreynd að Jóhanna Sigurðardóttir yrði fyrsti opinberlega samkynhneigði einstaklingurinn til þess að gegna embætti forsætisráðherra eða stjórnarleiðtoga í heiminum. Sem betur fer hefur réttindabarátta samkynhneigðra á íslandi loksins skilað þeim árangri að fólk er ekki dregið í dilka eftir kynhneigð og ungu kynslóðinni finnst fáránlegt að slíkt sé einu sinni rætt lengur og telur jafnvel að mismunun og fordómar tilheyri algerlega löngu liðinni tíð. Þetta er feykilega jákvæð þróun - en við megum samt ekki blekkja okkur til að halda að svona sé þetta líka alls staðar annarsstaðar í heiminum. Þess vegna þótti mér mjög mikilvægt að að útlendingar tækju eftir gleðifréttunum um Jóhönnu - sem því miður verður að sætta sig við að vera orðin mjög opinber persóna þó svo það sé henni eflaust þvert um geð.
En vonandi yrði hún sátt við þennan fjölmiðlasirkus ef hún læsi þetta blogg - skrifað af samtökum samkynhneigðra í Afríkuríkinu Uganda! Það er hræðilegt að lesa um þær hörmungar og mannréttindabrot sem þetta fólk er að upplifa í dag - en hugsið ykkur - að fréttin um Jóhönnu skyldi vekja þvílíka von og efla baráttuandann hjá bræðrum okkar og systrum í Uganda! Seriously folks...pælið í því!!!
Þetta er ástæðan fyrir því að ég ákvað að senda tilkynningar um þetta á Amerískar fréttaveitur, blogg og ýmis samtök samkynhneigðra um leið og ég áttaði mig á mikilvægi fréttarinnar fyrir fólk sem enn býr við óréttlæti í sínum löndum. Þessar fréttir geta e.t.v. kveikt vonir einhverra samkynhneigðra ungmenna um betri tíð og gert þeim kleift að hugsa út fyrir ramma staðalímyndanna þegar þau taka ákvarðanir um eigið framtíðarstarf.
Og eins og mig grunaði hefur verið eftir þessu tekið - hér má sjá umfjöllun Associated Press í LA Times, umfjöllun á bloggveitunum Huffington Post og DailyKos...og meira að segja hjá sjálfum Perez Hilton
En í tengdum fréttum þá horfir aldeilis til betri tíma fyrir samkynhneigða hér í Bandaríkjunum með tilkomu Obama - en hér er frétt um að hann hafi skipað 16 samkynheigða einstaklinga í embætti náinna samstarfsmanna sinna í Washington. Þetta þykja fréttir hér þó svo ekkert þessara embætta komist í líkingu við starf forsætisráðherra.
Homeless in D.C. moved out before inauguration
15.1.2009 | 22:51
As the city of Washington D.C. prepares to spend $47 million (plus another $27 million by neighboring communities in Maryland and Virginia) on President Obama's inauguration ceremony - the city's estimated 12,000 homeless people are being told to disappear for a week! (see this news article from AFP)
It struck me as a harsh reminder of the reality and priorities of this great nation - to witness first hand the despair and hopelessness of the people on the streets of Washington D.C. - As I walked home to my hotel room on Thanksgiving night, past the White House, I felt like I was in a different world. The streets were empty except for myself and the unfortunate homeless people, whom during the day I had hardly noticed.
While most Americans enjoyed their stuffed turkey with their extended families - I walked by hundreds of faces - shivering from the cold and starving. Young and old - men and women - white and black - some even displaced from New Orleans after Hurricane Katrina.
I can't forget those faces - and while America celebrates and brushes it's undesirables under the carpet...I can't stop wondering how many lives could be changed if those $47 million were being spent on housing and employment for those who have absolutely nothing! Actual human beings.
100 milljarðar dala til að taka á vanda heimilanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 23:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)