Ömmur og kornabörn reykjandi gras

Willie Nelson...ósköp mellow náungiÍ vikunni birtust tvær fremur óvenjulegar fréttir í fjölmiðlunum um kannabis neytendur.  Í öðru tilfellinu var um að ræða 2ja og 5 ára gömul börn og í hinu tilfellinu 68 ára gamla konu.

Fyrra tilfellið vakti skiljanlega mikið fjaðrafok, enda málið með hreinum ólíkindum.  Börnin voru í pössun hjá 17 ára frændum þeirra sem þóttu ekkert sjálfsagðra en að kenna þeim að reykja gras.  Það varð þeim hins vegar að falli að þeir tóku athæfið upp á myndband. (sem má nálgast hér)  Yfirvöldum í Texas þótti þetta athæfi hins vegar ekki eins fyndið og piltunum skökku og sitja þeir nú í fangelsi fyrir ofbeldi gegn börnum og eiga þeir væntanlega þungann dóm yfir höfði sér...Texas style.  Ennfremur hafa börnin verið tekin af fjölskyldunni og sett í fóstur.

Seinna tilfellið var svo 68 ára gömul amma frá Bretlandi, sem dæmd var í skilorðsbundið fangelsi og samfélagsþjónustu fyrir ræktun og neyslu á kannabis.  Amman var þó kokhraust og sagðist ætla að halda áfram að bæta marijuana í te-ið sitt, súpur og pottrétti sér til hressingar og sagðist óhrædd við að lenda í fangelsi.  (Sjá frétt og viðtal við ömmuna hér)

420Samkvæmt tölfræði-upplýsingum "National Survey on Drug Use and Health" frá árinu 2004, hafa 40% bandaríkjamanna, 12 ára og eldri, prófað að neyta kannabis a.m.k. einu sinni á lífsleiðinni (þar með taldir Bill Clinton og Barack Obama).  Samkvæmt sömu könnun höfðu þriðjungur nemenda í 10. bekk grunnskólanna prófað Marijuana a.m.k. einu sinni.  Nokkur fylki hafa þegar slakað á banni á Marijuana, t.d. Kalífornía og Washington og mörg önnur fylki þ.m.t. Minnesota eru að íhuga að leyfa kannabis-neyslu í lækningaskyni.  Reynslan í löndum þar sem kannabis-neysla er að miklu leiti leyfileg, t.d. Holland og Kanada, sýnir að ávinningurinn af lögleiðingu kannabis-efna er töluverður.  Kostnaður við dómskerfið hefur snarminnkað, færri sitja í fangelsum fyrir "glæp án fórnarlambs", og allir virðast ánægðir. 

Persónulega fynnst mér sjálfsagt að lögleiða kannabis.  Rökin eru margvísleg.  Í fyrsta lagi er það frjálshyggjusjónarmiðið og frelsi einstaklingsins til að velja án afskipta forsjárhyggju-afla.  Í annan stað er það staðreynd að bæði alkóhól og tóbak eru mun skaðlegri efni en kannabis.  Ekki er vitað til kannabis-neysla hafi dregið neinn til dauða, ólíkt áfengi og tóbaki. 

Ég vil að lokum taka það fram að ég er ekki að halda því fram að kannabis sé hollt og ég hvet engann til þess að neyta þess, en í mínum augum er notkun áfengis síst æskilegri.  Mér þykir furðu sæta að ríkið skuli selja áfengi og tóbak og að á sama tíma sé litið á kannabis sem eitthvert tabú sem samfélagið viðurkennir ekki. 


mbl.is 15 fíkniefnamál komu upp á höfuðborgarsvæðinu í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róbert Björnsson

Mjög merkilegt að lesa þessa nefndarskýrslu Kanadíska þingsins.  Niðurstaðan er skýr: 

"In a free and democratic society, which recognizes fundamentally but not exclusively the rule of law as the source of normative rules and in which government must push autonomy as far as possible and therefore make only sparing use of the instruments of constraint, public policy on psychoactive substances must be structured around guiding principles respecting the life, health, security and rights and freedoms of individuals, who, naturally and legitimately, seek their own well-being and development and can recognize the presence, difference and equality of others."

Hljótum við ekki að álykta að fyrr eða síðar muni fleiri ríki heims, a.m.k. þau sem telja sig frjálslynd lýðræðisríki, sjá að sér í þessum efnum og fara að fordæmi Kanada.

Róbert Björnsson, 10.3.2007 kl. 18:29

2 Smámynd: FreedomFries

Mín reynsla er líka sú að "venjulegir" Bandaríkjamenn (semsagt venjulegt sæmilega menntað millistéttafólk) séu jákvæðari í garð kannabis en stéttbræður þeirra á Íslandi. Meirihluti allra sem fer í college prófar t.d. að reykja gras, og fólki finnst það því síður hafa efni á að fordæma aðra sem gera það sama. Þetta fólk gerir sér líka grein fyrir því að það er stór munur á að reykja gras og að taka kókaín eða spítt...

Það eru líka aðrir glæpir sem lögreglan ætti að einbeita sér að en að elta uppi fólk sem hefur brotið fíkniefnlög vegna eigin neyslu.

FreedomFries, 12.3.2007 kl. 13:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.