Nýr Benz

Benz BionicFréttir herma að Mercedes-Benz sé að íhuga að hefja framleiðslu á "concept" bílnum "Bionic" sem þeir kynntu sumarið 2005.  Það er margt merkilegt við þennan bíl og þó svo ég ætli ekkert að dæma um útlitið þá má hann eiga það að hann er í það minnsta mjög umhverfisvænn.

Útlitið er tilkomið vegna þess að hann er hannaður til þess að líkja eftir útlínum fiskitegundar, Ostracion cubicus ("boxfish") sem finnst á kóral-rifum í suðurhöfum.  Fiskur þessi er einstaklega straumlínulagaður og hefur nær fullkominn loftmótstöðu-stuðul (drag coefficient), einungis 0.06 en regndropi hefur stuðulinn 0.04.

boxfishNýji Benzinn hefur loftmótstöðu-stuðul 0.19 sem er mun lægra en nokkur annar bíll á götunni í dag.  Bíllinn er fjögurra sæta og er búinn 2 lítra, fjögurra strokka dísel vél sem gefur 140 hestöfl en eyðir einungis um 3 lítrum á hundraðið.  Hann er 8 sekúndur í hundraðið og hámarks-hraði er 190 km.  Ennfremur er vélin búinn nýjum útblástursbúnaði sem minnkar losun nituroxíðs um 80%.

Það væri gaman að sjá þetta tryllitæki á götunni einhverntíma í framtíðinni, í það minnsta eitthvað í líkingu við þetta.  Dagar stóru bensínhákanna eru taldir.

Varðandi útlitið...þetta er varla svo mikið verra en A-línan frá Benz, hvílík hörmung!  Sjálfur smitaðist ég af Benz dellunni fyrir 2 árum eftir að hafa verið fastur í Amerísku bílunum fram af því.  Ég hef keyrt um á Chrysler, Oldsmobile, Lincoln og Ford...en ekkert kemst með tærnar þar sem Benzinn hefur hælana.

Me and my E420

 

 

 

Minn ágæti E-420 árg. 94.

4.2L V8 - 275 HP

Fleiri myndir fyrir Benz aðdáendur hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Nikulásson

Þú ert nú góður með þig þarna! Eins gott að þú lagðist ekki á húddið

Haukur Nikulásson, 19.3.2007 kl. 21:23

2 Smámynd: Róbert Björnsson

Hahaha...góður!     Það hefði nú verið skemmtilegt pós...en hætta á að þýska stálið í húddinnu hefði bognað undan álaginu

Róbert Björnsson, 19.3.2007 kl. 22:26

3 Smámynd: Kolla

Eru allir bílskúrar í Bandaríkjonum eins?

Ég myndi frekar halda mig við gamla lookið á Bensanum 

Kolla, 20.3.2007 kl. 18:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband