Frjálslyndir: Kristilegur Repúblikanaflokkur?
25.3.2007 | 17:55
Í Silfri Egils í dag var Jón Magnússon, sem skipar fyrsta sćti F-listans í Reykjavík, spurđur ađ ţví hvort "Frjálslyndi" flokkurinn vćri ađ breytast í "kristilegan Repúblikanaflokk". Svar Jóns Magnússonar var "Ja, ég vćri útaf fyrir sig ánćgđur međ ţađ en ég held ég ráđi ţví ekki einn."
Ţar höfum viđ ţađ.
Nýjasta afrek F-listans á Alţingi var ađ bregđa fćti fyrir stofnfrumu-frumvarpiđ og fyrir ţađ hlutu ţeir lof og stuđning "lífsverndarsinnans" Jóns Vals Jenssonar.
Annars er ţađ ennţá helsta baráttumál F-listans ađ reyna ađ vekja upp ótta og hatur á útlendingum og herđa innflytjendalöggjöfina. Ísland fyrir Íslendinga. Ein Reich, Ein Volk, Ein Führer!
Er "frjálslyndi" réttnefni yfir öfgahćgrisinnađan ţjóđernisflokk? Eru ţeir "liberals"?
Í síđustu skođanakönnun var fylgi F-listans hruniđ niđur í 4,4% og samkvćmt ţví ná ţeir ekki inn manni. En í dag bođađi Jón Magnússon ađ kosningabaráttan fćri nú á fullt skriđ og hann ţóttist ţess fullviss ađ hann eigi öruggt ţingsćti. Ţađ verđur fróđlegt ađ sjá hvernig fer.
Meginflokkur: Trúmál og siđferđi | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Takk fyrir innlitiđ Hanna Birna. Ţađ er ánćgjulegt ađ heyra frá manneskju í miđstjórn F-listans ađ skilningur minn á stefnu flokksins sé byggđur á einhverjum misskilningi. Ég vona svo sannarlega ađ svo sé, og ađ skynsamar manneskjur innan flokksins komi í veg fyrir ađ flokkurinn breytist í "kristilegan Repúblikanaflokk".
Hvers vegna er ég í USA? Hvađ áttu viđ? Ég er staddur hér til ađ afla mér menntunar í ţessu ágćta fjölmenningarsamfélagi. Bandaríkin eru ekki gallalaus, fjarri ţví, en eitt af ţví góđa viđ landiđ er ađ hér ţrífst fólk af öllum hugsanlegum ţjóđernum og litarháttum. Hér er fólk frjálst til ađ hafa hvers konar trúar og lífsskođanir, og fjölbreytileiki mannlífsins fćr ađ njóta sín. Ţađ verđa stundum árekstrar, en stjórnarskráin tryggir grundvallar mannréttindi og lýđrćđi fyrir alla. (međ örfáum undantekningum)
Hafir ţú átt viđ ađ ég eigi kannski ekki međ ţađ ađ tjá mig um Íslensk stjórnmál alla leiđ frá útlöndum (?)...ţá get ég ekki svarađ ţví öđruvísi en svo ađ ég er á leiđinni til konsúls á nćstu dögum ţar sem ég mun greiđa mitt utankjörstađar-atkvćđi. Suđurkjördćmiđ mitt er nú satt ađ segja ekkert vođalega spennandi ţetta áriđ...kannski mađur kjósi einhvern eyjapeyjann...ţó ekki Árna Johnsen.
Róbert Björnsson, 25.3.2007 kl. 20:27
Jamm, ţarna var gott dćmi um málefnalegheit F-listans beint úr gini ljónsins. Meeeow!
Jón Steinar Ragnarsson, 26.3.2007 kl. 02:18
Annars er mín manneskja kannski svolítiđ blinduđ af hugsjóna starfi sínu. Ekkert viđ ţađ ađ athuga svosem. Hér er hún ađ kommentera á sunnudagslćriđ hjá Ásthildi vinkonu minni Cesil.
Jón Steinar Ragnarsson, 26.3.2007 kl. 03:34
Jahérna! Vá! Hvađ getur mađur sagt? Svona lagađ kryddar uppá tilveruna.
Róbert Björnsson, 26.3.2007 kl. 03:49
Ţér skulu fćrđar ţakkir fyrir ţetta ágćtis innlegg í umrćđuna um hina frjálslyndu. Takiđ eftir ţví gott fólk ađ hér erum viđ ađ sjá óljósa fćđingu Nasional Sósiallistaflokks á Íslandi.
Allt sem hefur komiđ fram í vonlausri og vandrćđalegri örvćntingu flokksins síđustu mánuđi til ađ vinna fylgi fyrir kostningar hefur veriđ á einn veg.
Nú skulum viđ taka höndum saman og losa okkur viđ ţessi úrhrök út úr Íslenskri pólitík sem frjálslyndi flokkurinn er.
Sigursteinn Gunnar Sćvarsson, 29.3.2007 kl. 07:40
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.