Frjálslyndir: Kristilegur Repúblikanaflokkur?

Kristilegir RepúblikanarÍ Silfri Egils í dag var Jón Magnússon, sem skipar fyrsta sæti F-listans í Reykjavík, spurður að því hvort "Frjálslyndi" flokkurinn væri að breytast í "kristilegan Repúblikanaflokk".  Svar Jóns Magnússonar var "Ja, ég væri útaf fyrir sig ánægður með það en ég held ég ráði því ekki einn."

Þar höfum við það.

Nýjasta afrek F-listans á Alþingi var að bregða fæti fyrir stofnfrumu-frumvarpið og fyrir það hlutu þeir lof og stuðning "lífsverndarsinnans" Jóns Vals Jenssonar.  

Annars er það ennþá helsta baráttumál F-listans að reyna að vekja upp ótta og hatur á útlendingum og herða innflytjendalöggjöfina.  Ísland fyrir Íslendinga.  Ein Reich, Ein Volk, Ein Führer!

Er "frjálslyndi" réttnefni yfir öfgahægrisinnaðan þjóðernisflokk?  Eru þeir "liberals"?  

Í síðustu skoðanakönnun var fylgi F-listans hrunið niður í 4,4% og samkvæmt því ná þeir ekki inn manni.  En í dag boðaði Jón Magnússon að kosningabaráttan færi nú á fullt skrið og hann þóttist þess fullviss að hann eigi öruggt þingsæti.  Það verður fróðlegt að sjá hvernig fer. 

Bush-kkk


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róbert Björnsson

Takk fyrir innlitið Hanna Birna.  Það er ánægjulegt að heyra frá manneskju í miðstjórn F-listans að skilningur minn á stefnu flokksins sé byggður á einhverjum misskilningi.  Ég vona svo sannarlega að svo sé, og að skynsamar manneskjur innan flokksins komi í veg fyrir að flokkurinn breytist í "kristilegan Repúblikanaflokk". 

Hvers vegna er ég í USA?  Hvað áttu við?  Ég er staddur hér til að afla mér menntunar í þessu ágæta fjölmenningarsamfélagi.  Bandaríkin eru ekki gallalaus, fjarri því, en eitt af því góða við landið er að hér þrífst fólk af öllum hugsanlegum þjóðernum og litarháttum.  Hér er fólk frjálst til að hafa hvers konar trúar og lífsskoðanir, og fjölbreytileiki mannlífsins fær að njóta sín.  Það verða stundum árekstrar, en stjórnarskráin tryggir grundvallar mannréttindi og lýðræði fyrir alla. (með örfáum undantekningum)

Hafir þú átt við að ég eigi kannski ekki með það að tjá mig um Íslensk stjórnmál alla leið frá útlöndum (?)...þá get ég ekki svarað því öðruvísi en svo að ég er á leiðinni til konsúls á næstu dögum þar sem ég mun greiða mitt utankjörstaðar-atkvæði.  Suðurkjördæmið mitt er nú satt að segja ekkert voðalega spennandi þetta árið...kannski maður kjósi einhvern eyjapeyjann...þó ekki Árna Johnsen.

Róbert Björnsson, 25.3.2007 kl. 20:27

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jamm, þarna var gott dæmi um málefnalegheit  F-listans beint úr gini ljónsins. Meeeow!

Jón Steinar Ragnarsson, 26.3.2007 kl. 02:18

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Annars er mín manneskja kannski svolítið blinduð af hugsjóna starfi sínu. Ekkert við það að athuga svosem.  Hér er hún að kommentera á sunnudagslærið hjá Ásthildi vinkonu minni Cesil.

Jón Steinar Ragnarsson, 26.3.2007 kl. 03:34

4 Smámynd: Róbert Björnsson

  Jahérna!  Vá!   Hvað getur maður sagt?     Svona lagað kryddar uppá tilveruna.

Róbert Björnsson, 26.3.2007 kl. 03:49

5 Smámynd: Sigursteinn Gunnar Sævarsson

Þér skulu færðar þakkir fyrir þetta ágætis innlegg í umræðuna um hina frjálslyndu.      Takið eftir því gott fólk að hér erum við að sjá óljósa fæðingu Nasional Sósiallistaflokks á Íslandi.     

 Allt sem hefur komið fram í vonlausri og vandræðalegri örvæntingu flokksins síðustu mánuði til að vinna fylgi fyrir kostningar hefur verið á einn veg. 

 Nú skulum við taka höndum saman og losa okkur við þessi úrhrök út úr Íslenskri pólitík sem frjálslyndi flokkurinn er.   

Sigursteinn Gunnar Sævarsson, 29.3.2007 kl. 07:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband