Voriđ er komiđ
27.3.2007 | 07:01
Minnesota er loksins ađ vakna úr vetrardvala. Síđustu snjóskaflarnir horfnir, brum á trjám og vötnin ađ ţiđna. Íkornarnir komnir á kreik, fuglarnir syngja og fyrstu flugurnar farnar ađ sveima.
Árstíđirnar breytast eins og hendi sé veifađ. Í fyrradag voru ennţá íshrönglar á Mississippi fljótinu. Í dag var hitastigiđ svo komiđ uppí 27°C. Langţreyttir á kulda og vetri, tóku kennarar og nemendur St. Cloud State University sig til og fćrđu kennslustundir sínar út undir bert loft. Campusinn iđađi af lífi sem aldrei fyrr. En veđriđ er fljótt ađ breytast á ţessum árstíma.
Um kvöldmatarleitiđ sátum viđ bekkjarsystkinin úti í blíđunni ađ fara yfir sögu tćkniframfara í evrópu á miđöldum. Ţegar umrćđan snérist ađ Galíleó Galilei og ofsóknum kaţólsku kirkjunnar gegn honum dróg allt í einu ský fyrir sólu og kaldur gustur ţeytti glósum útum víđan völl. Á einum klukkutíma lćkkađi hitastigiđ úr 81F (27°C) niđur í 55F (12°C). Almennilegur "cold-front" ţađ!
St. Cloud State University er einn af ţessum litlu ríkisháskólum sem fáar sögur fara af. Ţrátt fyrir ţađ eru hér 16 ţúsund nemendur, ţar af um eitt ţúsund útlendingar frá 95 löndum. Okkur útlendingunum er bođin niđurfelling á stórum hluta skólagjaldanna ef viđ skilum af okkur 50 klst. per önn í nokkurs konar samfélagsţjónustu (Cultural Service Hours). Ţetta skilar sér í mun fjölbreyttara mannlífi í ţessum annars einstaklega hvíta landshluta. Stolt skólans er íshokkí-liđiđ okkar, SCSU Huskies en ţađ spilar í efstu deild NCAA og hefur unniđ national titla og aliđ upp nokkrar NHL stjörnur.
Frćgasti "alumni" skólans er ţó sennilega leikarinn Richard Dean Anderson, sem margir kunna ađ muna eftir sem spćjarinn MacGyver í samnefndum sjónvarpsţáttum frá 9. áratugnum. Flottur gći međ sítt ađ aftan Hann lék svo síđar ađalhlutverkiđ í sci-fi ţáttunum Stargate SG-1.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Ţađ er svo gott ţegar sumariđ er ađ koma. Hérna var klukkunni breytt á sunnudaginn og síđan er búiđ ađ vera alveg yndislegt veđur.
Kolla, 27.3.2007 kl. 19:55
Já, ţetta er alltaf skemmtilegur árstími.
Róbert Björnsson, 28.3.2007 kl. 00:50
Vá í sama skóla og MacGyver!! He he. Ţú útskrifast og verđur einhvers konar súpermađur, spái ég. Mín fyrrverandi fćddist í Aurora Illinois (Waynes World), en ađ vera í sama hákóla og MacGyver toppar nú allt. Flott í ferilsskránna.
Hér á Austurströndinni var líka flott veđur í dag. Var ađ vinna í nokkrar klst á skrifstofu hjá gömlum skarfi. 18-20c hiti svo ég opnađi alla glugga. Svo kom kallinn aftur utanúr bć af einhverjum fundi, muldrar eitthvađ og lokar gluggunum og setur....loftkćlinguna á fullt! Ég meina, ţetta er bilun. Er ekki svona slćmt í Minnesota bćjum nema kannski downtown Twin CITIES. ţar sem hef ég ekki komiđ í rúm 20 ár.
Ólafur Ţórđarson, 28.3.2007 kl. 02:45
Hér á Sigló klćđast trjágrinarnar glitrandi hvítu sindri, sem merlar í mánaljósinu. Ţögnin er alger. Ekki einusinni fuglakvak. Tíminn skrapp vestur um haf, ţar sem alltaf er vöntun á honum. Hér erum viđ bara ég almćttiđ og stjörnurnar.
Jón Steinar Ragnarsson, 28.3.2007 kl. 05:06
Veffari: Já ef mér tekst ađ lćra jafn vel á svissneska army hnífinn eins og MacGyver ţá verđ ég í góđum málum! Ég heyrđi annars í loftkćlingunni hjá nágranna mínum í gćr...svona fólki er ekki viđbjargandi!
Jón Steinar: Vildi ađ ég hefđi ţína hćfileika í ljóđrćnum tilburđum! Ţađ er ekki öllum gefiđ ađ koma međ svona lýsingar á umhverfi sínu. - Annars sá ég ađ Lóan er komin ađ kveđa burt snjóinn...allavega suđur á Eyrarbakka. Vonandi fer hún ađ kvaka fyrir ţig líka bráđlega.
Róbert Björnsson, 28.3.2007 kl. 06:04
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.