Grand Casino á löngum föstudegi
6.4.2007 | 19:52
Nú á eftir er ég að leggja í hann uppá indjánaverndarsvæði Ojibwe ættbálksins ásamt félögum mínum. Þar ætlum við að halda daginn hátíðlegan á Grand Casino Mille Lacs með því að spila smá bingó, rúllettu, blackjack, póker og eyða smá klinki í spilakassana. Það verður væntanlega mikið stuð frameftir kvöldi, all-you-can-eat hlaðborð og glæsileg skemmtiatriði.
Mér skilst að svona lagað sé víst kolólöglegt á Íslandi...sérstaklega á helgislepjudögum. Forpokaháttur er þetta. En jæja...mér er ekki til setunnar boðið.
Kærar kveðjur frá landi hinna frjálsu!
Flokkur: Spil og leikir | Facebook
Athugasemdir
Góða skemtun og takk fyrir fallega kveðju :)
Kolla, 6.4.2007 kl. 19:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.