Seperate but equal

marriageÞað hefur mikið verið rætt og rifist um málefni þjóðkirkjunnar og samkynhneigðra á bloggvefjum að undanförnu.  Vegna anna hef ég ekki getað tekinn mikinn þátt í þeirri umræðu en get þó ekki annað en lagt smá orð í belg nú þegar tími gefst til.  Ég hef nokkrum sinnum átt í orðaskiptum við hinn sjálfskipaða vörð kristinna gilda, Jón Val Jensson, og haft gaman af (hann er svo sexy þegar hann æsir sig þessi elska LoL) en hann fékk leið á mér og mínum óþægilegu kommentum og lokaði fyrir fleiri færslur frá mér.  Fýlupúki.

Varðandi blessuðu þjóðkirkjuna og þá krísu sem hún á í þessa dagana, þá held ég að hennar aðal-vandamál sé það að hún er ríkisrekin.  Það dettur engum í hug að þvinga Gunnar í Krossinum til að gefa saman homma og lesbíur.  En samkvæmt stjórnarskrá Íslenska lýðveldisins er ríkisreknum stofnunum (sem og öðrum) óheimilt að mismuna fólki (og neita um þjónustu) á grundvelli kynhneigðar.  Í eðli sínu er þjóðkirkjan stofnun sem ber skylda til að veita borgurum ýmsa þjónustu.  (því allir landsmenn borga brúsann...hvort sem þeir eru trúaðir eður ey...gay eða straight)  Flestir landsmenn leita þangað til að gleðjast yfir hefðbundnum tímamótum í lífi barna sinna, svo og giftingum og loks til að minnast látinna ættingja og vina...ekki bara vegna trúarinnar, heldur vegna hefðarinnar og þess að kirkjurnar eru hentugir samkomustaðir fyrir fjölskyldur og vini, sem og samfélagið allt.  Það geta því fáir sloppið við það að þurfa að mæta í kirkju, nokkrum sinnum á lífsleiðinni, hvort sem þeim líkar það betur eða verr.

marriage1Auðvitað á ekki að þvinga trúfélög til þess að gera neitt sem þeim er á móti skapi og þau eiga að ráða sínum málum sjálf.  Að sama skapi á Alþingi að sjálfsögðu að leyfa trúfélögum að gefa saman samkynhneigða.  Þá geta þau trúfélög sem það kjósa (t.d. Fríkirkjan í Reykjavík og Ásatrúarfélagið) gert það en jafnframt væru hin trúfélögin á engann hátt þvinguð til þess.  Vissulega myndi skapast veruleg pressa á þjóðkirkjuna, því innan hennar starfa margir skynsamir og velviljaðir prestar, sem ekki túlka biblíuna á jafn þröngan hátt og Svartstakkarnir, og mikill meirihluti sóknarbarna þjóðkirkjunnar er fylgjandi því að samkynhneigðir fái þar notið sömu þjónustu og aðrir. 

Nú er ég ekki trúaður og myndi ekki kæra mig um kirkju-giftingu ef ég skyldi nú einhverntíma finna hinn eina rétta, en svo lengi sem ríkið er að borga ótalda milljarða á ári til að halda uppi kirkju-batteríinu, finnst mér að allir ættu þar heimtingu á sömu þjónustu. 

gay marriageMargir hafa velt því fyrir sér hvort hugtakið "staðfest samvist" sé í raun það sama og "gifting".  Svarið er nei, ekki á meðan orðalagið er svona og ekki á meðan trúfélög hafa ekki rétt til að gefa saman samkynheigð pör.  Krafa samkynhneigðra hér í bandaríkjunum er ekki "domestic partnership" eða "civil union"...heldur "marriage".  No more, no less.  Á meðan það er kallað eitthvað annað, þá er það "seperate but equal".  Frasi sem táknar "jafnrétti en aðskilnað"...líka þekkt sem "Apartheit". 

Einhver bloggari spurði um daginn af hverju samkynhneigðir væru alltaf að troða sér þangað sem þeir væru óvelkomnir, og nú meira að segja inn í heilaga kirkju.   Svarið er kannski það að það er ekki svo langt síðan samkynhneigðir voru óvelkomnir alls staðar.  Þau mannréttindi sem samkynhneigðir búa við í dag á Íslandi, komu alls ekki af sjálfu sér og víða þurfti að troða sér inn þar sem fólk var ekki velkomið áður.  Hér í bandaríkjunum sér maður ekki lengur skilti á veitingahúsum, skemmtistöðum, skólum, opinberum byggingum og kirkjum sem segja "Whites Only".  Það er ekki vegna þess að svertingjar hafi allt í einu verið velkomnir (eru það reyndar víða ekki enn í dag), heldur vegna þess að fólk neitaði að láta koma fram við sig eins og annars flokks borgara vegna fordóma.

bush-gay-marriage"Kristnir" menn hafa í gegnum aldirnar reynt að réttlæta misrétti, kvennakúgun og þrælahald með tilvitnunum í biblíuna.  Á síðustu öld risu konur upp og kröfðust jafnréttis og frelsis.  Sama gerðu blökkumenn.  Í dag eru það samkynhneigðir.   Það er sorglegt að fólk reyni enn þann dag í dag að fela fáfræði sína og mannhatur í skjóli biblíunnar.  Þó ég sé ekki trúaður hef ég þó lesið biblíuna og fékk ekki betur séð en að skilaboð Jésús Krists hefðu verið ást og umburðarlyndi til handa öllum mönnum (og konum).  Eru þessir "sann-kristnu" því ekki að misskilja frelsara sinn all verulega?

Hér er að lokum áhugavert myndband um stöðu mála í baráttunni fyrir "hinsegin hjónaböndum" hér í bandaríkjunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Íþróttir á blog.is

Flott grein.. að vanda.

En að einu allt öðru - svona af því að þú ert eini Timberwolves maðurinn sem ég veit um þá fer allt svona beint hingað inn ;)

Þá voru teknar stórar ákvarðanir hjá þínum mönnum í gær.  Fyrst gaf Glen Taylor það í skyn að þeir ætla að trade-a hálfu liðinu í sumar og svo stuttu seinna voru þeir greinilega búnir að finna út hvar vandamál liðsins liggja:

The Timberwolves Fired Their Dance Team CoachesThe Minnesota Timberwolves are serious about their business. After yet another gut-wreching season that left the organization and its fans with nothing but pain and regret, the Wolves have taken the first step towards respectability: They have fired their dance team coaches. Yeah, it was all their fault!

Melissa Sax and Tura Hallblade (who've both been with the team for seven years) were shown the door today.



Þessi er samt helvíti góður - spurning hvort hann fái jobbið



http://www.youtube.com/watch?v=06JWGVxbQgo



Er ekki frá því að ég hafi séð þennan áður samt.  Dansandi uppí stúku - ber að ofan.

Íþróttir á blog.is, 3.5.2007 kl. 14:25

2 Smámynd: Róbert Björnsson

HAHAHA!!!   Úfff... já það ríkir hallæri í Target Center þessa dagana og einhversstaðar verður að byrja.   Líst bara vel á þetta hjá Glen Taylor...hann hlustar greinilega á stuðningsmenn sína því ég var búinn að kvarta yfir klappstýrunum hérna http://robertb.blog.is/blog/robertb/entry/164716/ 

Róbert Björnsson, 3.5.2007 kl. 17:03

3 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Mjög góð grein hjá þér og ég skoðaði myndbandið sem var mjög áhugavert.  Ótrúlega ljótur hugsanagangur hjá bókstafstrúuðum sem komu þar fram. Gaman að sjá samstöðuna hjá samkynhneigðum. Kveðjur.

Margrét St Hafsteinsdóttir, 4.5.2007 kl. 01:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.