Verður Kevin Garnett áfram í Minnesota?

K.G. #21Nú er ekki nema vika í nýliðavalið í NBA og spennan farin að magnast.  Eftir enn eitt hrikalegt tímabil hjá mínum eru komnar upp háværar sögusagnir um að Kevin McHale framkvæmdastjóri Timberwolves sé farinn að taka við tilboðum í K.G. sem fram að þessu hefur verið ósnertanlegur þrátt fyrir lélegt gengi liðsins undanfarin þrjú ár.

Það væri vissulega skrítið að mæta í Target Center og sjá engann K.G., en hann hefur verið andlit klúbbsins og stórstjarna síðustu 12 ár og margir vonast til þess að hann verði um kyrrt og að treyja hans verði að lokum hífð upp í rjáfur Target Center.

En það er ekki hægt að horfa framhjá þeirri staðreynd að K.G. er orðinn 31 árs gamall og eftir næsta tímabil getur hann sagt upp samningum sínum og farið frjáls ferða sinna án þess að T'Wolves fái nokkuð fyrir hann.  Það hefur ekki tekist að byggja gott lið í kringum hann, enda er K.G. launahæsti leikmaður deildarinnar og því erfitt að fá góða leikmenn til viðbótar án þess að fara langt yfir launaþakið.
Sumir segja því að það sé best að láta hann fara núna á meðan eitthvað fæst fyrir hann og byggja upp nýtt lið.

Víst er að mörg lið munu bjóða í kappann.  Heyrst hefur að Knicks, Hawks, Warriors og Bulls séu meðal þeirra liða sem sýnt hafa áhuga.  Nú síðast bættist Boston Celtics í hópinn en þeir munu hafa boðið 5. valréttinn í nýliðavalinu ásamt hinum efnilega Al Jefferson og nokkra minni spámenn. Víst er að fyrrum Boston hetjan McHale væri vís með að gera bisness við vin sinn Danny Ainge framkvæmdastjóra Celtics. Einnig eru uppi sögur um að K.G. lendi hjá Phoenix Suns, en þeir myndu senda Shawn Marion til Boston og Minnesota fengi valréttinn plús Al Jefferson.  Það væri vissulega mjög áhugavert að sjá K.G. og Steve Nash spila saman.

kevin-garnettÞá eru LA Lakers líka nefndir til sögunnar, en þá bráðvantar að hræra uppí liðinu sínu til þess að halda Kobe Bryant góðum.  Hugsanlega myndu þeir láta Lamar Odom og hinn efnilega miðherja Andrew Bynum í skiptum. 

Draumastaðan væri hins vegar sú að Kobe standi við orð sín og heimti að fá að fara frá Lakers.  Hann væri svo sannarlega velkominn til Minnesota til þess að spila með K.G. Smile  Við gætum látið þá hafa nýliðavalið (nr. 7) og Ricky Davis í staðinn.

Nýliðavalið í ár er annars mjög spennandi og með sjöunda valrétt (plús hugsanlega 5. valrétt Boston ef út í það fer) er líklegt að við löndum mjög góðum leikmanni.  Þeir sem ég hef helst augastað á núna eru framherjarnir Corey Brewer og Joakim Noah frá Flórída og leikstjórnandinn Mike Conley Jr. frá Ohio State.

Það er sem sagt mikil spenna í boltanum núna þetta offseason og maður er við öllu búinn.

P.S. Timberwolves voru um daginn að senda Mike James til Houston fyrir gamla brýnið Juwan Howard.  James olli miklum vonbrigðum á síðasta tímabili þannig að þetta hljóta að teljast góð skipti því okkur sárvantar einhvern hávaxinn vinnuþjark til að hjálpa K.G. down low með fráköst og annað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.