Minneapolis - Gay Pride

IMG_1930Það var góð stemmning í miðborg Minneapolis um helgina og óvenju litskrúðugt um að litast.  Það viðraði vel til gleðigöngu í dag og áætlað er að um 400 þúsund manns hafi tekið þátt í hátíðahöldunum í frábæru veðri, þar af um 150 þúsund í sjálfri göngunni.

Gangan var öll hin glæsilegasta, en það voru yfir 90 atriði (floats) sem tóku þátt í þetta skiptið og tók það hersinguna um fjóra tíma að marsera niður Hennepin Avenue og ofan í Loring Park, bæjargarð Minneapolis, en þar fór fram "festival" þar sem búið var að slá upp tjaldbúðum, sölu- og kynningarbásum, þremur tónlistarsviðum, og ýmis konar afþreyingu.

Það var verulega gaman að upplifa andrúmsloftið, enda geislaði bros af hverri vör og maður fann fyrir gleði, bjartsýni og frelsi.  Það er ómetanlegur styrkur fólginn í sýnileikanum og samtakamættinum og það er ótrúleg tilfinning þegar maður fyllist stolti af "sínu liði".

Meðal þeirra sem tóku þátt í göngunni í dag var sjálfur snillingurinn Al Franken, en hann stefnir á að gerast öldungadeildarþingmaður Minnesota á næsta ári.  Franken virtist afar alþýðlegur og gekk á milli fólksins á götunni til að taka í spaðann á okkur.

Ég smellti af nokkrum myndum sem má nálgast hér...en auðvitað þurfti bévað batteríið svo að klárast í miðjum klíðum. Angry


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.