Minneapolis - Gay Pride

IMG_1930Ţađ var góđ stemmning í miđborg Minneapolis um helgina og óvenju litskrúđugt um ađ litast.  Ţađ viđrađi vel til gleđigöngu í dag og áćtlađ er ađ um 400 ţúsund manns hafi tekiđ ţátt í hátíđahöldunum í frábćru veđri, ţar af um 150 ţúsund í sjálfri göngunni.

Gangan var öll hin glćsilegasta, en ţađ voru yfir 90 atriđi (floats) sem tóku ţátt í ţetta skiptiđ og tók ţađ hersinguna um fjóra tíma ađ marsera niđur Hennepin Avenue og ofan í Loring Park, bćjargarđ Minneapolis, en ţar fór fram "festival" ţar sem búiđ var ađ slá upp tjaldbúđum, sölu- og kynningarbásum, ţremur tónlistarsviđum, og ýmis konar afţreyingu.

Ţađ var verulega gaman ađ upplifa andrúmsloftiđ, enda geislađi bros af hverri vör og mađur fann fyrir gleđi, bjartsýni og frelsi.  Ţađ er ómetanlegur styrkur fólginn í sýnileikanum og samtakamćttinum og ţađ er ótrúleg tilfinning ţegar mađur fyllist stolti af "sínu liđi".

Međal ţeirra sem tóku ţátt í göngunni í dag var sjálfur snillingurinn Al Franken, en hann stefnir á ađ gerast öldungadeildarţingmađur Minnesota á nćsta ári.  Franken virtist afar alţýđlegur og gekk á milli fólksins á götunni til ađ taka í spađann á okkur.

Ég smellti af nokkrum myndum sem má nálgast hér...en auđvitađ ţurfti bévađ batteríiđ svo ađ klárast í miđjum klíđum. Angry


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.