Dinner at Bob's place
1.7.2007 | 05:34
Ég tók mig til í dag og bauð nokkrum vinum í No-Name nauta-sirloins að hætti hússins með bökuðum kartöflum, corn-on-the-cob, bernaise og heimabökuðum croissants.
Þetta var allt saman voða þjóðlegt enda er 4th of July rétt handan við hornið. Ég veit ekki hvað nautalundir kosta á Íslandi, en bara til að vera leiðinlegur get ég sagt frá því að ég borgaði $21 (1320 kr.) fyrir 8. stykki af 7 únsu center cut sirloins...sem sagt ca. 1.6 kg...eða 825 krónur kílóið.
Engin furða að maður sé á stærð við meðal-Ameríkana Megrunin verður víst bara að bíða þangað til maður flytur aftur til Íslands...þá hefur maður hvort eð er ekki efni á að kaupa í matinn annað en gulrætur og jógúrt.
En en...ég tók nokkrar myndir hérna inni í dag og dembdi á vefinn og býð ykkur í heimsókn...smá innlit-útlit sans Vala Matt!
http://picasaweb.google.com/robert.bjornsson/DinnerAtBobSPlace
Meginflokkur: Vinir og fjölskylda | Aukaflokkur: Matur og drykkur | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.