Hornið kallar

Þá er maður mættur aftur til Minnesota eftir ágæta mánaðardvöl á Klakanum og framundan er síðasta (vonandi) önnin við St. Cloud State.  Þessi mánuður leið að mörgu leiti alltof fljótt og ég náði ekki að hitta alla sem ég var búinn að lofa að heimsækja...maður fær vonandi bara raincheck Smile  Ég var heldur ekki duglegur að blogga þarna uppfrá, enda hundleiðinlegt að skrifa á gamla IBM StinkPad lappann og ágætt að taka sér smá tölvufrí.

Á leiðinni út dró ég upp Ipoddinn minn sem ég nota annars mjög sjaldan og datt óvart inní hvílíka átjándu aldar Salzborgar horn konserta sem ég hafði víst hlaðið inn fyrir löngu síðan.  Ég hef svo ekki getað hætt að hlusta á þetta síðan og ákvað að hlaða upp nokkrum vel völdum konsertum hér í tónlistarspilarann til hliðar svo þið getið notið þeirra með mér. Wink

HornÞað eru liðin nokkur ár síðan ég lagði hornið mitt á hilluna en mikið óskaplega saknar maður þessa göfuga hljóðfæris stundum og vonandi gefst manni einhverntíma tækifæri til að endurnýja kynnin við það í framtíðinni.  Hornið er eitt erfiðasta hljóðfærið til að ná góðum tökum á, sem til er og ég ber ætíð mikla virðingu fyrir því og hef unun af því að hlusta á færa hornleikara.  Hornið er í daglegu tali oft kallað "Franskt horn" þó svo hornið sem við þekkjum í dag sé upprunið í Þýskalandi, þar sem það er kallað Valdhorn (skógarhorn).  Ætli það hafi ekki þá einhverjir kallað þetta "Freedom Horn" hérna í Ameríkunni! Joyful

Konsertarnir sem ég hlóð hér inn eru allir í svipuðum stíl enda allir skrifaðir í Austurríki árið sautjánhundruð og súrkál (literally), annars vegar af bræðrunum Franz Josef og Michael Haydn og hins vegar vini þeirra, sjálfum Wolfgang Amadeus Mozart.

Fyrstur er Allegro hornkonserts númer 3 í D dúr eftir Franz Josef (eldri bróðirinn), leikinn af þýska snillingnum Hermann Baumann.  Þá kemur Allegro Non Troppo úr konsertínó fyrir horn og hljómsveit eftir Michael Haydn (litla bróður), líka í D dúr.  Þessi er leikinn af einum færasta hornleikara Bandaríkjanna, Dale Clevenger ásamt Franz Liszt Chamber Orchestra.  Ég var svo einstaklega lánsamur að vera viðstaddur þegar Clevenger frumflutti nýjan hornkonsert eftir John Williams á tónleikum með Chicago Symphony Orchestra, í Orchestra Hall í Chicago þann 29. nóvember árið 2003.  Það var upplifun sem ég gleymi seint.

Loks kemur 2. hornkonsert Mozarts í heild sinni (Allegro Maestoso, Andande og Rondo).  Af fjórum hornkonsertum Mozarts er þetta sennilega sá sem ég held mest uppá en ég glímdi sjálfur við þá á sínum tíma með misjöfnum árangri.  Aftur er það Hermann Baumann sem blæs í hornið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolla

It is a beautiful thing

Kolla, 24.8.2007 kl. 17:28

2 Smámynd: Janus

Ég man eftir Róbert með hornið, datt aldrei í hug að þú myndir leggja það á hilluna....það hlýtur að vera stór hilla. Leitt að missa af þér á klakanum það hefði verið gaman að sjá þig :) Gengur betur næst.

kv. Jana

Janus, 26.8.2007 kl. 10:39

3 Smámynd: Kolla

Hehe. Miama var það já. Verð að viðurkenna að ég sakna Oklahoma tímans stundum, en reini að hugsa um það hvað það var mikill léttir að koma til Noregs. Lentum í nokkrum ævintýrum þarna úti. Þar á meðal Tornado veðrinu og brjáluðum mexíkana sem var nágranninn okkar. En þetta var samt skemtilegur tími og ég hefði ekki viljað sleppa þessu.

Kolla, 26.8.2007 kl. 17:32

4 Smámynd: Heimir Tómasson

Ég rakst á 8D færsluna  þína. Langaði til að benda á http://www.123.is/rattati/default.aspx?page=home&sa=GetRecord&id=55127

Flugferðir sökka oft hreint.

Heimir Tómasson, 27.8.2007 kl. 00:12

5 Smámynd: Róbert Björnsson

Gunnar:  takk sömuleiðis fyrir ágæta grein.  Ég er alls ekki á móti rannsóknum á þessu sviði, en það vakna ýmsar siðferðislegar spurningar sem vísinda- og fræðimenn verða að skoða áður en þeir framkvæma rannsóknir sínar og birta niðurstöður.

Jana:  Já, það gengur vonandi betur næst   - það er svo aldrei að vita nema maður dusti rykið af horninu einhverntíma...var að skoða notuð horn á ebay í gær.  Ný horn geta kostað í kringum $5000  

Kolla:  Já, ég er alveg sammála...maður lennti í mörgum ævintýrum sem lifa í minningunni, en ég gæti ekki hugsað mér að búa í Oklahoma í dag.  Alltof stinking heitt, brjálaðir tornadoar og mexícanar og svo eru Ókíarnir náttúrulega algerir redneckar þarna í miðju biblíubeltinu.     Minnesota er mjög frábrugðið og skárra að mörgu leiti...fyrir utan vetrarkuldann...brrr.

Heimir:  Já, flugferðir geta tekið verulega á sál og líkama!  Hehe þetta var snilldar frásögn hjá þér með norksu ömmurnar   Ég öfunda þig þó af flugferðinni sem ég sá að þú fórst í Alaska á Grumman Goose!  Það hlýtur að hafa verið magnað.   Hvernig líkar þér í Seattle? 

Róbert Björnsson, 27.8.2007 kl. 03:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.