Staðfest samvist samkynhneigðra tíðkaðist á miðöldum í Frakklandi
28.8.2007 | 17:56
Sagnfræðingar hafa komist að þeirri niðurstöðu að staðfestar samvistir (civil unions) samkynhneigðra eru ekki eins nýjar af nálinni eins og margir hafa haldið til þessa. Samkvæmt þessari frétt sem birtist á LiveScience vefnum í gær, birtir Allan Tulchin sagnfræðiprófessor við Shippensburg University í Pennsylvaníu, rannsóknir sínar þess efnis í september-hefti The Journal of Modern History.
Sagnfræðileg gögn, svo sem löggildir pappírar, erfðaskrár og grafreitir benda til þess að lögskráðar samvistir tveggja karla hafi verið nokkuð algengar í Frakklandi fyrir um 600 árum. Til dæmis fundust heimildir um svokölluð "affrèrement" (sem gæti verið þýtt sem bræðralag) þar sem "bræðurnir" (sem voru þó oft ekki raunverulegir bræður, heldur einhleypir og óskyldir karlar) gerðu með sér samning um að búa saman "un pain, un vin, et une bourse" þýð. "eitt brauð, eitt vín, ein peningabudda". Líkt og hjónabönd, urðu þessir samningar að vera gerðir í vitna viðurvist hjá opinberum stjórnsýslumanni. Ekki er minnst á samskonar samninga milli tveggja kvenna.
Það er fróðlegt að sjá að samfélagið var etv. á sumum sviðum framsæknara en sögur fara af á hinum myrku tímum miðaldanna í Evrópu. Það er fyrst núna á tímum "upplýsingar og umburðarlyndis" sem sagnfræðingar hætta sér til að birta heimildir um þetta sambúðarform, sem á síðustu öldum hefur verið gert tabú og þaggað niður, kannski aðallega af kirkjunnar mönnum.
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Dægurmál, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er málið, menn hafa ekkert þorað að segja, ég held að við séum á þeim tímamótum að fólk er farið að íhuga alvarlega allt það rugl sem yfir mannkynið hefur gengið bara vegna ósýnilegra súperkarla og kumpána þeirra..
P.S BioShock er bara helv góður.. náði honum loks á xboxið :)
DoctorE (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 18:09
Þetta finnst mér alveg ótrúlega merkilegt ! Takk fyrir að benda á þetta!
Sunna Dóra Möller, 28.8.2007 kl. 19:15
Nú ert þú í góðum málum því Jón valur er að taka þig og þetta ætlaða dæmi fyrir... uuuhhhaa
DoctorE (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 13:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.