Jón Valur er samur við sig

Ég gat ekki annað en brosað út í annað í morgun þegar ég sá stórkallalega fyrirsögn nýjasta bloggs Jóns Vals Jenssonar: "Róbert Björnsson bullar um það sem hann þekkir ekki"  - Jóni hefur greinilega svelgst illilega á þegar hann sá síðustu færslu mína og hefur séð ástæðu til að fara í heiftarlega en bitlausa vörn þar sem hann reynir, með sínum hefðbundna vandlætingartón, að umsnúa og gera lítið úr rannsóknarniðurstöðum sagnfræðiprófessorsins Allan Tulchin.  Það vantar ekki hrokann í Jón Val þar sem hann þykist þekkja betur til viðhorfa miðaldasamfélagsins (sem hann reyndar kannski tilheyrir sjálfur?) sem og þeirra sambanda sem fyrrnefndur prófessor fjallar um í rannsóknarritgerð sinni sem gefin er út í virtu fræðiriti (Journal of Modern History).

Ennfremur reynir Jón að saka mig um að hafa gert meira úr heimildunum en efni stóðu til í færslu minni (sem var nánast bein þýðing uppúr greininni) og jafnvel að ég hafi spinnað ofan á fréttina!  Er maðurinn lesblindur eða las hann ekki sömu grein og ég?

Fyrirsögn greinarinnar sem ég vitnaði í er "Gay Civil Unions Sanctioned in Medieval Europe" og inngangsorð greinarinnar eru svohljóðandi:

"Civil unions between male couples existed around 600 years ago in medieval Europe, a historian now says.   Historical evidence, including legal documents and gravesites, can be interpreted as supporting the prevalence of homosexual relationships hundreds of years ago, said Allan Tulchin of Shippensburg University in Pennsylvania.  If accurate, the results indicate socially sanctioned same-sex unions are nothing new, nor were they taboo in the past."

Þessi grein birtist svo í óbreyttri mynd á ekki ómerkari fréttaveitum en MSNBC, MSN, Yahoo! og AOL.

Það er annars alltaf svolítið gaman af bullinu í honum Jóni Val og bloggið væri fátækara ef ekki væri fyrir svona sérstaka karaktera sem auðga litrófið.  Ekki síðri eru hinir jólasveinarnir í "moggablogg-kirkjunni" sem nú hafa sameinast um að biðja fyrir mér! Joyful


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Sæll Róbert

Hefurðu heyrt um fyrirbærið sem kallaðist "berdache" (væntanlega af Frökkum) og þekktist meðal að því er virðist allra indíána Ameríku (norður og suður)? Þar er samkynhneigð karlmanna (sem er alltaf sú samkynhneigð sem er erfiðari samfélagslega) viðurkennd og samþykkt.

Sjálfum þykir mér þetta merkilegt því ég held að í Ameríku hafi birst samfélög eins og þau voru í gamla heiminum á steinöld (50.000 - 3.000 f.o.t) og á bronsöld, t.d. hjá Súmerum og forn Egyptum.

Það er eignarhald karlsins á sauðum og börnum (peningum og erfðum) sem leiðir til kynlífskúgunar.

Kv.

Brynjólfur

Brynjólfur Þorvarðsson, 29.8.2007 kl. 23:52

2 Smámynd: Róbert Björnsson

Gylfi:  Já...maður getur ekki annað en vorkennt þessu oft annars ágæta en afvegaleidda fólki.  Það er með ólíkindum hversu trúin/fíknin á hið yfirskilvitlega getur rænt fólk allri sjálfstæðri og gagnrýnni rökhugsun og valdið verulegri siðblindu.

Brynjólfur:  Takk fyrir góða athugasemd og áhugaverðar greinar á vísisblogginu þínu.  Já, það eru til miklar heimildir um hlutverk og stöðu "berdache" fólks, nú á dögum kallað "Two Spirit" fólk meðal allra ættbálka frumbyggja Ameríku.  Í Norður Ameríku var þessu fólki nánast útrýmt af hvítum kristinboðum á átjándu og nítjándu öld þegar reyna átti að "aðlaga" frumbyggjana að vestrænum gildum og gera úr þeim "siðað fólk".  Þegar það svo mistókst var þeim svo auðvitað bara slátrað...í Ésú nafni Amen!

Eins og þú bendir réttilega á þá má finna ótal dæmi um menningarheima þar sem samkynhneigð var talinn sjálfsagður hluti af samfélaginu, ef grant er rýnt í söguna og litið út fyrir hið þrönga sjónsvið Jeudo-kristni og Islam.

Róbert Björnsson, 30.8.2007 kl. 01:21

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það finnst mér vera mesta fyrirlitning sem hægt er að sýna fólki þegar einhver segist ætla að biðja fyrir einhverjum í vorkunnartóni. Í fyrsta lagi eiga menn ekki að básúna það hverjum þeir eru að biðja fyrir því þá breytist það samstundis í hroka og svo er þetta gert í gustugarskyni en ekki af raunverulegri velvild.    

Sigurður Þór Guðjónsson, 30.8.2007 kl. 01:50

4 Smámynd: Róbert Björnsson

Satt segirðu Sigurður, þetta er auðvitað vísvitandi og ósvífin móðgun dulbúin yfirborðskenndum "kristilegum kærleika".  Manni verður hálf flökurt.

Róbert Björnsson, 30.8.2007 kl. 02:28

5 identicon

Furðulegur kærleikur alveg.

Mér finnst þessi teikning sem ég setti á bloggið mitt um daginn lýsa þessu mjög vel
Smella hér

DoctorE (IP-tala skráð) 31.8.2007 kl. 20:51

6 Smámynd: Róbert Björnsson

Hehe...já þetta er alveg right on! 

Róbert Björnsson, 31.8.2007 kl. 23:19

7 Smámynd: Róbert Björnsson

Já Elmar, vissulega er þetta mjög tragíkómískt.

Róbert Björnsson, 1.9.2007 kl. 18:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.