Áfangasigur í Iowa
31.8.2007 | 23:14
Bann viđ hjónaböndum samkynhneigđra brýtur gegn stjórnarskrá Iowa og var dćmt ógilt í gćr af dómara í Polk sýslu eftir nokkurra ára málaferli. Fáeinum klukkustundum síđar fylltust sýsluskrifstofur í Des Moines af umsćkjendum um giftingaleyfi og nokkur lánsöm pör náđu ađ ganga í ţađ heilaga áđur en ríkissaksóknara tókst ađ fá lögbann á frekari giftingar eftir ađ hafa áfrýjađ málinu til hćstaréttar.
Séra Mark Stringer prestur Unitarian kirkjunnar pússađi saman í morgun ţá Sean Fritz og Tim McQuillan, nemendur viđ Iowa State University áđur en lögbanniđ tók gildi og eru ţeir nú löglega og hamingjusamlega giftir eins og myndirnar sýna.
Ţetta er fyrsti sigurinn sem vinnst í miđvesturríkjunum gegn ţessum svokölluđu DOMA lögum (Defense of Marriage Act) en ljóst er ađ baráttan er rétt ađ byrja og réttlćtiđ mun sigra ađ lokum. Ţađ fer vel á ţví ađ State-mottó nágranna minna suđur í Iowa er "Our Liberties We Prize And Our Rights We Will Maintain."
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Trúmál og siđferđi | Breytt s.d. kl. 23:24 | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.