TomTom

tomtom-go-720Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir og mikið flandur undanfarin ár hefur mér aldrei tekist að villast alvarlega hér í Ameríkunni, enda er vegakerfið hér með eindæmum einfalt og auðratað þegar maður er á annað borð orðinn vanur því.  Það var því ekki af brýnni nauðsyn, heldur einskærri nýjungagirni og græjudellu sem ég skellti mér nýlega á einn TomTom. 

TomTom er GPS leiðsögukerfi á sterum, sem maður smellir á framrúðuna og voila!  Maður veður ekki villu síns vegar framar.  Ég verð að viðurkenna að ég hef afskaplega gaman af þessari græju...fyrir utan að segja manni til vega á 35 tungumálum (og með röddum frægs fólks eins og John Cleese og Mr. T), þá geymir þetta upplýsingar um yfir 6 milljónir "points of interest" svo sem verslanir og þjónustu af ýmsum toga, veitingahús og gististaði.  kortin og þessi "points of interest" eru svo stöðugt uppfærð af notendum (mapshare) og maður getur hlaðið inn nýjum upplýsingum eins oft og maður vill.

Græjan dobblar svo sem MP3 spilari og er með FM sendi fyrir útvarpstækið, einnig er hægt að tengja þetta við farsíma með Bluetooth og þá fær maður aðgang að rauntímaupplýsingum um umferðarþunga og vegavinnu og græjan reiknar þá út hvort það sé hagkvæmt að fara aðra leið.  Einnig er hægt að fá upplýsingar um veður, hvað er verið að sýna í næsta bíóhúsi og hvar sé hægt að fá ódýrasta bensínið í nágrenninu.  Svo ef vinur þinn á samskonar græju getið þið gerst "TomTom Buddies" og er hægt að fylgjast náið með staðsetningu hvers annars sem getur komið sér vel ef fólk er að ferðast saman á tveimur bílum og týnir hvort öðru.

Hér er svolítið skemmtileg sjónvarpsauglýsing frá TomTom...fólk getur orðið OF háð þessu.

Hér er svo líka fyndin paródía sem auglýsir "Discrimi-Nav" fyrir fólk sem vill forðast "ákveðin hverfi".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir

 Er ekki hægt að forrita Discrimi-nav til að forðast ákveðna stjórnmálamenn.

Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir, 1.9.2007 kl. 07:39

2 Smámynd: Promotor Fidei

Góður Guðmundur.

Ég get reyndar ekki alveg tekið undir það að bandaríska vegakerfið sé það allraþægilegasta.

Ég hef reyndara bara reynslu af að aka um Texas-fylki, og átti í mesta basli með að komast milli staða, enda liggja vegirnir í endalausum fléttum, og einn vegur breytist í annan sísvona svo fyrr en varir er maður að aka í öfuga átt.

Óskaði ég þess margoft að vera með GPS tæki í bílnum.

Promotor Fidei, 1.9.2007 kl. 15:17

3 Smámynd: Róbert Björnsson

Gunnhildur: jú alveg örugglega...en þá þarf maður að uppfæra gagnagrunninn ansi oft

Jón Arnar:  Jé ég hef rekist á vandamál með einstefnugötur og stundum veit apparatið ekki hvorum megin við veginn viðkomandi addressa er, sem getur verið leiðinlegt ef það er divider á milli akreinanna.

Guðmundur:  Hehe þessi var góður!  

Promotor:  Já, þeir eru svolítið ruglaðir suður í Texas.  Ef maður getur keyrt í Dallas og Houston þá getur maður keyrt hvar sem er í USA. 

Róbert Björnsson, 1.9.2007 kl. 18:19

4 identicon

Græjan hljómar eins og skemmtilegasta leikfang... en ég er samt ekki alveg viss um að ég treysti svona brandaraköllum sem nota Mr. T og John Cleese raddir fyrir því að láta mig fá leiðbeiningar.

Minnti mig óneitanlega á þetta:
http://www.wulffmorgenthaler.com/strip.aspx?id=0677b678-369b-4570-80ac-ddb60d2d5c22

Stefán Freyr (IP-tala skráð) 22.9.2007 kl. 21:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband